Vísir Sunnudagsblað - 27.04.1941, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 27.04.1941, Blaðsíða 4
4 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ Ntröndin Þetta er önnur ljóðabók skáldsins. Hin fyrri (Hnitbjörg) kom út 1936. Höf. var þá kominn yfir fertugt og hafði farið svo dult með ljóðgáfu sína, að fæstir munu hafa vitað, að liann fengizt við kveðskap. Hnithjarga-ljóðin voru flest góð að einhverju leyti og súm ágæt. Bókarinnar var lítt getið í blöðum og minni sómi sýndur en verðugt hefði verið. P. V. G. Kolka er skáld vitsmuna og djúprar alvöru. Hann er strangur við sjálfan sig, lætur ekki undan örðugleikum rímsins, meitlar og fágar, unz allt er fellt og slétt og hvergi hrukka að heit- ið geti. Hann er vafalaust þeirrar skoðunar, að rímfiágun og vand- virkni í Ijóði sé sjálfsagður hlutur og að aldrei verði of vel unnið í víngarði íslenzkrar orðlistar. Hann er vitur maður og prýðilega menntaður, fróður vel um listir og listastefnur, velur sér oftast mikilsháttar yrkisefni, reiðir stundum erlendan efnivið í garð og fer vel með. Hann er ekki tizkuskáld, ekki daðurskáld, ekki lús- þýður rím-lullari. Hugur hans stefnir hátt yfir flatneskju hinnar andlausu stuðlagerðar. Eg geri ráð fyrir, að ljóð lians muni fara fyrir ofan garð og neðan hjá liugsunarleysingjum og forhertum skemmtana-lýð. Og þau verða naumast nokkuru sinni í miklum metum höfð meðal þeirra, sem minnst hugsa. P. V. G. Ií. er venjulega mikið í liug, er hann kveður. Skapsmun- irnir eru ríkir, orðgnóttin mikil og myndauðgin, stilskrautið ó- venjulegt. Hefir mér jafnvel stöku sinnum þótt hera fullmikið á orðgnóttinni og skrautinu í ljóðum þessa haga og gáfaða höfundar. Hin sanna fegurð getur liðið við hóflitinu íburð, töfrarnir misst lit og ljóma, „fiðrildasilki skáldskaparins“ horfið. Hafa sum skálda vorra, bæði fyrr og síðar, neytt orðkyngi sinnar og mælsku í nokk- uru óhófi, en slíkt gefst misjafnlega, eins og dæmin sanna. Páll V. G. Kolka er manna áhugasamastur um málefni þjóðar sinnar, einkum hin mikilvægustu, og bera sum kvæða lians þvi glöggt vitni. Hann getur og áft það til, að vera talsvert ádeilu- gjai’n, ef því er að skipta. Fellur slikur kveðskapur venjulega i góðan jarðveg meðal ungra manna, ef eldar áhugans loga í glað- asta lagi liið innra með þeim. Mér þótti gaman að liressilegum ádeilukvæðum þegar eg var ungur, en þykir nú rninna til þeirra koma. Þau geta að visu orðið að noklíuru gagni, á svipaðaix hátt og vel rituð ádeilugrein, og eiga því fullan rétt á sér. Þau geta magnað óhugann, lyft undir ákveðnar stefnur og sjónarmið eða lækkað risið á öðrum. En þau gleymast flest, áður en langt um Hður, mást og fölna í hugum manna —- gleymast eins og óveðrin og dægui’-þrasið, nema því að eins, að listin i formi og efnismeðferð sé svo fullkomin, að hún svei’ji sig í ætt við hið ódauðlega. Mér virðist sitt livað i kvæðum P. V. G. K., einkum snxákvæð- unum, benda í þá átt, að viðliorf hans til lífsins og tilverunnar eigi fyrir sér að breytast, ekki snögglega að vísu, heldur smám sanxan og rólega, þegar stoi-mana lægir í sál lians — þegar liug- urinn kyrrist og leitar meir inn á við. Og þá verða lcvæðin ljúfari, ljóðrænni, ylríkari, andlegri. ---o--- Hin nýja kvæðabók skáldsins (Ströndin) hefir lxlotið góða blaða- dóma, enda á hún það skilið. Mun flestum lesöndunx Yísis að nokk- ui-u kunnugt, hvað um hana hefir verið ritað hér syðra. En norður á Akureyri hafa að minnsta kosti tveir gáfaðir og pennafærir menn getið hennar mjög lofsamlega. Þykir rétt að birta lxér fáein orð úr greinum þeirra, því að norðanhlöðin ixxunu í fárra manna höndum hér i Reykjavík. Sira Benjamin Kristjánsson segir m. a. í íslendingi: „Eg lxafði svo gaman af að lesa þessa hók Páls Kolka læknis, að eg lagði hana elcki frá mér, frá því eg hyrjaði á lienni og þang- að til eg hafði lokið við hana ....“ Þá getur liann þess að honum þyki kvæðin ekki verulega ljóð- ræn og telur þau „sverjast mest í ætt við Stephan G.“ — og er þar ekki leiðum að likjast. „Er það liollt og gott að fá einstöku sinnum svona Ijóðabók innan um allt tilfinningagutlið — ljóð, sem ort eru af djúpri hugsun og skarpx-i greind.“ Eftir það telur lxann upp nokkur kvæði er honum þyki einkunx „myndarleg og Ljóðmæli eftir P. ¥. G. Kolka, kjai’nmikil“. Eru það þessi: Moloch, Yaxmyndasafnið, Gróttasöng- ur og Jón GeiiTeksson. „Auk þess eru fögur og fáguð kvæði eins og: Ströndin, Töfralandið, Söngur karavanans, Máraflúr o. fl. Þá eru þarna piýðileg tækifæriskvæði og eftiimæli eftir nxerka ixienn.“ En „langmest gaman,“ segir liann, „hafði eg þó af formálanum, sem er nálega þriðjungur bókarinnar. Vegna hans eins væri bókin heldur en ekki kaupandi og gimileg til lesturs fyiir alla hugsandi menn. Höfundurinn bregður sér fyi-st á skeið aftur á ísöldum og veður síðan í miklum jötúnmóð gegnum allar aldir fi'am til vorra tinxa og staldrar þar við á helztu ki’ossgötum menningarsögunn- ar og skyggnist um alla heima og gerir liinar skarplegustu athuga- semdir um lieimspeki, guðfræði, félagsfræði, bóknxenntir, listir og fagurfræði og m. m. Vei’ður ekki annað sagt, en að hér sé gagn- menntaður og andlega vakandi maður á ferð, sem fylgist víðar nxeð en í sinni eigin vísindagrein, og allt er þetta ritað af því fjöri og einurð, senx ánægja er að komast í kynni við. Höfundurinn er ódeigur að láta skoðun sína í ljós uxn hvað eina, jafnvel þó að hann fari ekki ávallt almannavegi. Er hann litt hrif- inn af vélamenningu nútimans og öllunx þeinx grunnfæra liugs- unarliætti, sem gerir sér skurðgoð af stáli og lætur gróttanið véla- hyggjunnar svæfa sig fyrir andlegum hlutum...“ Annar maður, Koni’áð Vilhjálmsson, fer miklum lofsorðum urn höf. bókarinnar og formála þann hinn mikla, sem þar er að upp- liafi, en um kvæðin og bókina í heild segir hann meðal annars þetta (Isl. 24. jan. 1941): „Eg hefi fetað nokkuð um þessa strönd“ (bókin heitir Ströndin, eins og menn nxuna) „á nýliðnum jóladögunx og fundið þar marga fagra steina og skinandi skeljar. — Bókin er sælgæti og jkjörinn jóla-kostur. Hér er skáld á ferð, er fer skeiðriðandi á fráum fáki, bæði fleygivökrum og stökkvissum. Má það nýung teljast í nútíma- ljóðum, að sú bók birtist, þar senx svo fáir ei*u blettir eða hrukk- ur um foi’nx og framsetning alla..“ „Kvæðin eru öll góð, og þó misjöfn sem vænta,mú. En flest eru þau, eftir lengd, auðug að hugsun og hugmyndum, og framsett á fögru máli og réttu rími. Er formvöndun höfundar ekki sízt þakka verð á þessum timum, því að þrátt fyrir sí-aukin tækifæi’i til þekkingar í þessum efnum í skólum og ritum, veður nú uppi með mesta nxóti hérlendis fjölmennur flokkur svokallaðra skálda og í’ithöfunda, sem liirða liarla lítt um að vanda nxál og rím, svo vel sé, ýnxist vegna vorkunnarlauss þekkingarskorts eða hreins og heins hirðuleysis. Ætti þjóð vor ekki að veita slíkum höfund- um nenxa vex'ðugar viðtökur, og lialda áfram að meta þau ljóð leirburð, sem livorki verða við réttum kröfunx nxáls né ríms. Því að það er réttmæt setning, sem liöfð er eftir Halldói’i Kiljan í þess- ari hók, hls. 42: Það liafa aldrei. verið ort góð kvæði á íslenzku, nenxa í hnituðu foi’ini.“ „Kolka liefir færzt mikið í fang, að kjósa lil nxeðferðar hætti og yrkisefni lxöfuðskálda vorra: Einars, Matthíasar og Jónasar, i minningarkvæðunum um þá. Þar er fenginn góður nxáttai’mælir á þennan höfund. Og liann hefir slaðizt raunina, bæði sjálfum sér og yi’kisefnum sínum til sæmdai'..“ ----o---- Einhversstaðar liefi eg séð á það bent, að yfirleitt heri lieldur lilið á mýkt og tilfinningahita í kvæðum P. V. G. K. — Eg get fallist á, að þeir menn fai'i ekki að öllu villir vegarins, er svo mæla. Samt verður því ekki ixeitað, að til eru eftir liann Ijúf og ljóðræn kvæði, hituð af innra eldi. En þau mætti vei’a nxun fleiri. Og sjálf- ur mundi eg kjósa, að hann léki senx oftast á liina nxýkri og inni- legri strengi liörpunnar, því að lionum lætur það vel. — Þeir, sem ritað hafa um liina nýju ljóðabók Páls V. G. Kolka, liafa gert litið að því (aðrir en Magnús Magnússon, ritstjóri) að hirta sýnisliorn af kveðskap lians. En sjón er jafnan sögu ríkari og mun eg nú að lokum leiða liann sjálfan sem vitni og birta nokk- ur erindi á við og dreif úr ljóðum hans — láta „verkin tala“ með þeim liætti. Vænti eg þess, að mai-ga langi til að lesa nxeii’a, er þeir hafa kynnzt þessum sýnishornum.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.