Vísir Sunnudagsblað - 27.04.1941, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 27.04.1941, Blaðsíða 5
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 Fyrsta kvæði bókarinnar nefnist Ströndin, ljóðrænt og mæta-vel kveðið. Þar segir svo að upphafi og niðurlagi: Eg reika um strönd, er bylgjan ber á land sín brot af kóral, perlu úr djúpsins ál. Þó skolast oftar skeljabrot á sand, margt skin, sem hug minn seiddi, reyndist tál. En alll mitt líf þá verð eg þó að vinna úr viðfangsefni þvi, sem hér mjá finna, því þetta liaf, það er — mín eigin sál. Á Holtavörðuheiði er eitthvert ljúfasta kvæði skáldsins: ' Fljótt sækist leið yfir fitjar og gil, fjörðurinn liverfur að ásanna baki. Tindarnir speglast í tjarnanna liyl, tíbráin hvikar í vordagsins yl. Berast um lieiðina ómar af álftanna kvaki. Gamla, bugðótta, skemmtilega reiðgatan um heiðina er að hverfa, verða grasi gróin, en þó sést enn votta fyrir henni á stöku stað. Eftir hálfan mannsaldur verður hún horfin og gleymd. Hinn nýi vegur er þráðl)einn, liver spræna brúuð og bíllinn ærslast áfram með skellum og skrölti. Og skáldið saknar þess sem var: Þögull eg hvílist við fjaðrir og flos, fölnað er vordagsins sólhýra bros, leitt verður samferðafólkið með fjasi og masi. Gatan mín forna er gróin sem tún, gatan sem fór eg á æskunnar dögum. Sól skein á fjallanna syllur og brún, samleið hér áttum við, eg og hún. Hljómaði sál mín af ófæddum Ijóðum og lögum. Samhliða riðum við bugðótta braut, — brosið var feimið og roði á vöngum, — áðum í þessari iðgrænu laut, — ilmþrunginn blærinn í laufinu þaut. Áfanginn gleymdisv í sæludraum Ijúfum og löngum. Töfralandið er prýðilega fagurt og ljóðrænt kvæði. Upphafs- erindið er svona: í ljúfum blæ mig ber að töfraströnd. I blárri móðu er reifuð sérliver mynd, en bak við skynja eg skini roðin lönd með skarlatsljóma á snæviþöktum tind — með fagurvaxin tré í hamrahlíðum, er háum krónum vagga í blævi þýðum við söngvanið frá silfurtærri lind. Kvæðinu lýkur sem hér segir: Það berast til mín tónar út á sæ frá turnum, þar sem dísir hörpu slá, og oft eg finn í aftanþýðum blæ, að angan leggur draumablómum frá. En þótt mig byrinn beri að töfralöndum, leggst blámi og móða fram með öllum ströndum. — Eg finn þau nærri, en fæ þau ekki að sjiá. Moloch er af annari gerð, svo sem liklegt má þykja, magnað kvæði og stórskorið. Niðurlagserindið er svona: Frjómögn enn þá foldin geymir. Fræin enn í moldu dreymir. Enn er mannsins æfi sambland unaðsleiks og harmabrags, lífið blandað banastunum, bumbuhljóm og gleðidunum. Enn er fórnað frumburðunum fyrir blessun stundarhags, — næstu kynslóð fórnað fyrir fánýt gæði stundarliags. —- Hvar sést árbrún annars dags? Máraflúr er iburðarmikið kvæði og skrautlegt og fer vel á því. Er rétt að menn lesi fyrst skýringar höf. og síðan kvæðið sjálft. Það hefst á þessu erindi: Hálfmánans bláföla, hallandi sigð hrímgeislum dreifir á sofandi byggð, breiðir um garðinn sitt grisjaða lín, glært eins og ljósálfa slæður. Marmarahöllin og mjóturninn skín mjallhvit við silfraðar glæður. Síðar í kvæðinu segir skáldið: Gosbrunnur hjalar i hljóði við skál heillandi mansöng og ljúflingamál, rif jar upp sögur um sældir og þraut, sagnir Um gullaldir Mára. Droparnir hrynja sem demantaskraut, dreift yfir iðandi gára. Páll V. G. Kolka hefir ort nokkur minningarljóð um látna frændur og vini, m. a. þau systkinin Guðmund landlækni Bjöms- son og frú Ingibörgu á Torfalæk, frábærlega vel gefna konu. Eru þau kvæði með nokkuð öðru sniði, en venjulegast er um þess hátt- ar kveðskap. Þetta ágæta erindi er i kvæðinu um frú Ingibjörgu: Nú blikna lauf og falla á freðinn svörð og frostið nístir limar, merg og börk. Svo heimtir aðeins arf sinn móðir Jörð af öllu því, sem lifir, manni og björk, en æðra lif á annar mannsins þáttur, — hans andi og sál, er skóp sá guðdóms máttur, er kveikti sól, að klæða bera mörk. Kvæðaflokkar tveir eru í bókinni og báðir mildir: Jón Geirreks- son (Skálholtsbiskup, sá er kæfður var i Brúaná) og Gróttasöngur (efnið tekið úr Sæmundar-Eddu). Er margt gott um báða, viða spaklega hugsað og prýðilega að orði komist. Geri eg þá ekki að sérstöku umtalsefni, en vík nú að þrem smákvæðum, sem láta lítið yfir sér, en eru í rauninni hvert öðru fegurra: Hið fyrsta er Vornótt. Þar er brugðið upp fahegri mynd, er lýs- ir að nokkuru töfrum og unaði bjartra nátta, þegar kyrrðin er lögst yfii’, eftir ys og þys og annir dagsins, og lífið feshr blund um lágnættisbilið. Þá getur viljað til, að ungir elskendur vaki, leiti til sinna lieima og njóti allrar sælu í orðlausum fögnuði. En kveld- sólin leggur yfir þá blessan sína — htur um öxl og brosir blitt og fer sinn bug í bvarf á geislavagni sínum .... Annað er Sólarlag. Það er að eins þessi tvö erindi: Nú skreytist vestrið skarlatsljóma og skýin^bryddir gullnum lit. Nú þaggar kvöldið ölduóma og annir dagsins, hark og þyt. Á hafsins breiðum og lágum leiðurn nú lýsa sldnandi geislabraut og undrasýnir við yzta skaut. Er morgunroðinn rís á fjallatind, eg reika tíðum einn um liljóða strönd og stari niður í valnsins lygnu lind, er ljós og skugga teiknar dulin liönd. Þá lít eg marga mynd í regindjúpi, þótt móða og gárar flestar þeirra bjúpi, Á botni hafsins leynast undralönd.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.