Vísir Sunnudagsblað - 04.05.1941, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 04.05.1941, Blaðsíða 1
1941 Sunnudaginn 4. maí 18. blad Ragnap Asgeirsson; Komið að Borgritm. Einu sinni var maður að segja ferðasögu og hann hafði hana svona: „Ef að þið hefðuð farið eins langt og eg hefi farið — og séð eins margt og eg hefi séð, þá hefðuð þið séð margt — og farið langt." Eg get ekki íiaft mina frásögn eins stutta og laggóða, en við , flakkarar Búnaðarfélagsins fá- um oft tækifæri til að „fara langt /og sjá margt" á þessu landi, margt, sem yert væri að muna og segja frá. Þegar eg hugsa um ferðalög mín hér á landi — í tvo tugi ára og hugsa til þeirra manna, sem eg hefi kynnst í bændastétt, þá finnst mér alltaf hann Há- kon í Borgum vera einn af þeim eftirtektarverðustu og merkustu. Ævisaga hans er of löng til að eg geti sagt hana hér. Fæddur er hann á Bangárvöll- um, foreldrar hans hétu Finnur og Kolfinna. Þau áttu álitlegan barnahóp, en urðu fyrir þeirri ógæfu að sandfok eyddi jörð þeirra svo gersamlega, að heim- iUð flosnaði upp, fjölskyldan tvístraðist og börnin lentu á sveitinni. En öll urðu þau siðar i merkisfólk — því andlegt og likamlegt atgerfi þeirra var ' mikið. Eg veit ekki með hverjum hætti HáEbn brauzt áfram til menntunar, gegnum skólann á Möðruvöllum, og síðan fór hann til Danmerkur og Skotlands og vann þar að jarðyrkju hjá bændum. En hann,kom fljótt heim aft- ur og fór að búa lengst á Arn- hólsstöðum í Skriðdal. Eg veit ekki hve lengi hann var þar, en það mun víst hafa verið skömmu fyrir 1920 að Hákon flutti sig þaðan í Horna- f jörð. Þar keypti hann jörðina Borgir sem er á bökkum Laxár við Laxárbrú. Jörðin mun ekki vera land- stór, en frekar landgóð, því jarð\egur er yfirleitt góður í Bærinn á Borgum. Nesjum. En ekki mun jörðin hafa verið vel hýst, timburhús gamalt og peningshúsin úr torfi út um allt tún, ýmist uppi- standandi eða niðurfallin. Ekki mun túni|5 hafa verið slétt heldur, og þarna var verkefni nóg, hvert sem litið var. Hákon mun hafa verið fljótur að átta sig á öllu þvi sem þurfti að gera og hann mun hafa séð í huga sér hvernig Borgir ættu að líta út eftir tvo áratúgi og þá þegar skipulagt allar fram- kvæmdir. Eg hef séð hjá hon- um litla bók, sem hann skrifaði allt það í, sem hann ætlaði sér að gera á jörðinni sinni þegar hann flutti þangað. Þessa litlu verkefnabók kallar Hákon svip- una sina, það er hún sem hefir rekið á eftir honum. Hann snéri sér strax að verk- efnunum. Það fyrsta hygg eg hafi verið jarðfall sem var á leiðinni frá veginum að bænum. Hákon þótti það ljótt og hann ók í það 12 eða 13 hundruð kerruhlössum af mold — og svo var það strikað út úr bókinni og úr sögunni. Svo, var að snúa sér að stóru verkunum, húsabyggingum og ræktuninni. Ræktunin varð auðvitað að ganga fyrir öllu, því hún er grundvöllurinn. Hann hófst handa um túnrækt og gavðrækt og á sviði garðræktar- innar tel eg að hann sé sá sem ryður brautina á þessum slóð- um og jafnvel þó viðar sé horft um landið. Hákon framleiddi meiri kartöflur og gulrófur, en áður hafði þekkst í Nesjum og seldi á markað á Austfjörðum og í Reykjavík. Sveitungarnir sáu að þarna var aukinn mögu- leiki til góðrar afkomu og sveigðu inn á sömu braut — og nú hafa ýmsir þeirra farið fram úr Hákoni og sýslan er vist orðin ein allra mesta kartöfluræktar- sýsla landsins. Slétturnar í túninu stækkuðu og voru vandlega gerðar. 1927 eða 28 byggir Hákon f jós, f járhús og hlöður, vandað- ar byggingar, sem fara vel þar sem þær standa. Eg held það hafi verið 1929 sem eg- kom fyrst til Hákonar. Þá bjó fjölskyldan í f járhúsun- um og þar var gott að koma. Þá var íbúðárhúsið í smíðum. Var það gjört að öllu leyti eftir fyrirsögn og uppdrætti hús- bóndans og hann og heimilis- fólldð mun hafa unnið að því að Iangmestu Ieyti. Svo líða víst aftur 3—4 ár þar til eg kom þar næst og þá var húsið fyrir nokkru fullgert. Það 'er stórt og að útliti hygg eg það ólikt öllum húsum á öðrum bæjum þessa lands. Það er fag- urt tilsýndar og fer vel í lands- laginu, eins og fjárhúsin — og er það meira en hægt er að segja um margar nýbyggingar í sveitunum okkar, því miður. — Það er stíll í þessum húsum, eins og raunar í Hjákoni sjálfum, hugsunum hans og öllum verk- um. — Nú gat Hákon strikað húsbyggingarnar út úr verk- efnabókinni sinni, og svipu- höggin seni eftir voru, voru minni. Og nú ætla eg, lesandi sæll, að biðja þig að koma með mér, á sólheitum sumardegi, — í hug- anum — til hjónanna á Borg- um. Himininn er dökkblár yfir Vatnajökli, sem teygir sig með- fram endilangri Austur-Skafta- fellssýslu. Fyrir neðan jökulinn blána f jöllin og hrikalegir skrið- jöklar ná niður á láglendið. En byggðin er græn og grösug. Hornafjarðarfljótin breiða sig út yfir sanda og minna á spegil- sléttan fjörð, en sjálfur Horna- fjörður minnir á stórt stöðu- vatn. 1 austri gnæfir Hornið úr gráu forngrýti en i vestri hillir Öræfajökul uppi, svo það minnir á undrasýnir — fata morgana — eyðimarka. Við höldum yf ir Laxárbrú og stönzum við kirkjuna. Þar beygjum við til vinstri, inn á hliSarveg heim til Hákonar. Þarna eru Borgir, gaflinn á húsinu er blár á ht, en þakið er grænt af grasi. Yfir þakinu blakta tveir fánar í sumarblæn- um. Hákon á von á þér og flagg- ar i kurteisisskyni við þig. — Gerum við Islendingar ekki of lítið að því að sýna fiána okkar við hún? Mér finnst það. En þarna var ekki einn fáni, heldur voru þeir tveir. Annað er ríkisfáni okkar allra. Hinn er

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.