Vísir Sunnudagsblað - 04.05.1941, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 04.05.1941, Blaðsíða 5
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 KRISTMANN GUDMUNDSSON: SPORl SANDI EFTIR STEIN STEINAR. Það væri synd að segja, að skáldferill Steins Steinars hafi verið stráður blómum, eða öðru grænmeti! Útlit hans ber þess vott, að hann er „alinn“ í því mikla bókmenntalandi, sem í heiðursskyni er nefnt „Sögu- eyjan“ út um gervallan herrn. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að eyju þessa byggir fornfræg menningarþjóð, er á mesta aragrúa af dauðum skáld- um, sem hægt er að tefla fram sér til ágætis, t. d. þegar finir útlendingar sýna okkur það lít- illæti að heimsækja okkur, eða í veizlum erlendis, og i viðtölum Við útlenda blaðamenn. Af þess- um ástæðum elskar þjóðin skáld sín og hlynnir að þeim eftir mætti, þegar þau eru dauð. Eai það hefir viljað brenna við, einkum á síðari árum, að það getur orðið nógu amsturssamt, að koma þeim í gröfina. Lengi vel þótti sú aðferðin duga bezt, að drepa bara niður andlegaii þrótt þeirra með ahnennri lít- ilsvirðingu, og gæta þess um leið, að þau byggi við sífelldan skort á öllum lífsnauðsynjum, þangað til þau voru orðin svo aum, að ekki þurfti nema vont kvef eða mislinga til þess að kippa þeim af klakknum. Tær- ingin var og um langt skeið mjög nytsamleg í þessu tilliti. Á eftir gat svo þjóðin grátið há- stöfum af meðaumkun með þessum aumingjum, hvað þeir hefðu átt bágt meðan þeir voru að yrkja sin ódauðlegu ljóð. En timarnir breytast og skáldin með. Nú eru þau farin að brúka derring og digurmæli, og gefa dauðann og djöfulinn i meðaumkunarvæl landsmanna að þeim önduðum. Þau heimta fæði og jafnvel föt fyrir „starf“ sitt, er þau kalla svo. Og þó flest þeirra heri menjar eftir skort og volæði frá blautu barnsheini, eru þau sízt auðveld- ari fyrir það. Þetta hefir gengið svo langt, að höfðingjar þjóðar- innar hafa orðið að grípa til ör- þrifanáða, svo sem nýtízku taugastriðs og pólitískra gagn- ráðstafana. Þá hefir og verið reynt að fara að skáldunum með góðu, t. d. með því að lofa þeim greftrun á frægum sögustöðum, rómuðum fyrir náttúrufegurð, og jafnvel að husla þar hjá þeim einn eða tvo fyrrverandi ráð- herra, — en allt kemur fyrir ekki. Skáldin vilja lifa, og það sem verra er, þau kref jast þess, að liafa áhrif á menningu lands- ins í lifanda lífi! — Eins og menningu þjóðarinnar ætti nú ekki að vera horgið, á meðan kaffisamsætin hlómgast í Reykjavík, Jón Evþórsson er formaður útvarpsráðs, og Loft- ur Guðmundsson skrifar eitt leikrit á viku! Steinn Steinar skrifar víst lítið á viku hverri. En það dreg- ur sig saman samt, og „Spor í sandi“ er þriðja bókin hans.Hún kom út núna fyrir jólin, sam- tímis „Stjörnum vorsins“, og varð eðlilega fyrir skugga stór- skáldsins. En hún’ er fullkom- lega þess virði, að eftir henni sé tekið, því með þessari bók liefir Steinn sannað, að hann er góðskáld, og á merkilegri fram- farabraut. —■ Hann hefir ekki getið sér orðstír sem bardaga- maður, og þeir sem óttast hrun íslenzkrar menningar fyrir at- beina skáldanna munu ekki hafa „reilcnað með honum sem slik- um“. En væri ekki rétt að henda þeim á, að maðurinn er ekki allur þar sem liann er séð- ur? Það þarf ekki nema rétt meðal liugmyndaflug til þess að sjá vel úti látið kjaftshögg í vísu eins og þessari: Og berjist þeir og berjist og brotni og sundur merjist, og hásli völl og verjist með vopnabraki og gný. Þó borgir standi í báli og beitt sé eldi og stáli, þá skiptir mestu máli, að maður græði á því. — Og meðan eg man: livaða séní meðal islenzkra ritskýr- enda var það, sem „sló því föstu“, að Steinn kynni eklci að ríma? Eru þessi erindi þá ó- hundið mál: Eg ligg hér einn og Iúinn, úr lífsins liarki flúinn, og vilja'óg vopnum rúinn á vinsamlegum stað. Manns liug ei hátt skal flíka, eg hefi barizt líka og átt við ofraun slíka. En ekki meira um það. Vort líf er mikil mæða og margt vill siárið blæða. Og knappt til fæðu og klæða er kannske nú sem þá. En samt skal sorgum rýma, þó sækist hægt vor glíma, því eflaust einhvemtíma mun einhver sigri ná. Þó ekki sé bjartsýninni fyrir að fara í þessurn skáldskap, þá er hann af þeirri tegundinni, sem gleður hjartað. Ög eg myndi hiklaust telja þetta rím- að, ef eg mætti ráða. Ekki getur mér heldur skilist, að eftirfar- andi sé rimlevsa: Eg hefi látið úr höfn allra landa og runnið í farveg hvers fljóts. Og á botni hins óræða djúps lief eg vitund og vilja minn grafið, og ég veit ekki lengur, hvort liafið er ég — eða ég er hafið. Steinn er gamansamur, en oftast á þann hátt, að maður klórar sér á bak við eyrað að afloknu hrosi, og segir eins og kerlingin við býfluguna: Æ hver skollinn, stakkstu! — í kvæðinu um mislieppnaðan tónsnilling eru þessi erindi: Vér áttum kanske erfitt og athvörf miður hlý. Og naumt varð oft að nægja til næsta dags. Ojæja, vor list var lítils metin, og launin eftir því. Um það er bezt að þegja og þreyta ei ónýtt hjal. Það snertir einskis eyra, og öðrum bar víst meira, því það er misjafn máti, hve mönnum gjalda skal. Það er karlmennska og ró í ljóðum Steins Steinars. Og hon- um lætur vel alvaran: Og þungur gnýr sem hrynji höf mitt hjarta lystur enn eitt sinn: Mín liljóða sorg og hlátur þinn, er hlutu sömu gröf. Sem sandur rynni gegnum barnsins greip, var gildi alls í koti jafnt sem höllu. Og slóðin, sem þú raktir langa leið, er loksins liorfin þér að fullu og öllu. Svo situr þú hjá líki dáins dags, hver draumur vöku og svefns er burtu máður. Um djúp þíns hugar flýgur svartur fugl, framandi, þögull, engri minning háður. Það bjargast ekki neitt, það ferst, það ferst, það fellur um sig sjálft og er ei lengur. Svo marklaust er þitt líf og lítill fengur, og loks er eins og ekkert hafi gerzt. Af gleri strokið gamalt ryk og hjóm er gleði þín og hryggð í rúmi og tima. Það andlit, sem þú ber, er gagnsæ gríma og gegnum hana sér í auðn og tóm. Það verður farið að fyrnast yfir ýmislegt smálegt úr ísl. nú- tímabókmenntum, um það Ievti' ?em þessi erindi eru að fullu gleymd. En svo sletlir skáldið í góm- inn: Skáld er ég ei og innþlástrunum fækkar, andagift minni er löngum þungt um vik. Mun ég þó yrkja, meðan krónan lækkar og mæddur hóndinn nær sér ögn á strik. Og svo framvegis. Gamansemin glitrar alltaf inn á milli, róleg og karlmannleg eins og alvaran. Það er heiður him- inn yfir því, sem þetta unga skáld skrifar; í því líkist hann stóra bróður Tómasi. Steinn er vitmaður og heimspekingur, en fyrst og fremst skáld. Og meira skáld mun hann verða. Ljóðavinum vil eg eindregið ráða til að lesa þessa bók hans. Hinuin vil eg gefa það ráð, að kaupa hana. Nú er menning vor að færast meira og meira i það liorf, að jafnvel efnuðum mönnum þykir ekki lengur skömm að því að láta sjást lijá sér bækur. Og þegar búið er að binda Stein í fallegt band, er prýði að honum, jafnvel í mahogny-hillu, einkum tölu- settu útgáfunni. Því fer víðs fjarri að eg liafi tilfært það bezta úr Ijóðum Steins. Eftir eru perlur eins og: „Leyndarmál", „Brúðkaups- kvæði í gömlum stíl“, „Chap- línsvísan“, „Mansöngur úr Hlíðar-Jóns rímum“, og margt fleira. Skemmtilegt „grin“ er:

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.