Vísir Sunnudagsblað - 04.05.1941, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 04.05.1941, Blaðsíða 6
6 VÍSIK SUNNUDAGSBLAÐ Quðný. SLqiLhbaJidótíih: Þú átt alla sökína. Myndin er af Hr. Lacelle, skyttu í flugher Kanada, sem notar nú vélhyssu til að leggja andstæðinga sína að velli í stað hnef- anna áður. Lacelle var nefnilega mn tima hnefaleikameistari Kanada í bantam-flokki. Vann hann 275 bardaga af 300, sem hann háði. Hann tók þátt í Olympíuleikunum 1936. EDGAR ALLAN PQE: TU §túlkniiuar miniiar. (TO ONE IN PARADIS) Þú varst mér, kæra, eitt og allt, sem yndiskjör mér bjó. Þú varst sem eyja iðjagræn í óravíðum sjó; sem helgiskrín með laufsveig Iagt, sem lind í gróðurmó. Eg átti þetta dýra djásn. Sá draumur fegri var en svo, að gæti varað við sú von, sem birtist þar. En til hvers komstu, kæra von? Að kafna í skýjamar. En rödd úr framtíð mætir mér: „Við minninganna dóm berst önd mín gneyp um eyðisvelg, sem örn í heljarklóm. Ei gróa nú hin grænu tré, né glitra döggvuð blóm“. Sú bölvastund, er burt frá mér þig bar um hafsins ál, frá ást og lífi í gullsins gröf hún grýtti þinni sál. Það gjaforð, sem þú sæla hlauzt var svívirðingarprjál. Mín vökugleði gengin er. En gegnum næturdraum í brúðardansi um blómavang þú barst í geislaflaum. Þitt auga merlar ástarglóð, hinn eilífbláa straum. Pétur Benteinsson, frá Grafardal, þýddi. — Heyrðu Gitta, ætlarðu elcki að fara að koma? Viggó Valdi- marsson stakk höfðinu inn i dyragættina og sá konu sína liggja á hinu þykka gólfteppi, er húsbóndi ,hans hafði gefið þeim í brúðargjöf. — Jú, jú, elskan. Eg kem rétt strax. Eg ætla bara að taka noklcrar æfingar áður, sagði Gitta og brosti yndislega, um leið og hún sveiflaði fótunum upp í loft. — Vertu ekki að þessum hé- góma, þú ert nógu grönn, sagði hann dálítið gramur. — Það er of seint að byrgja brunninn, þegar bamið er dott- ið ofan í. Það er lílca of seint að byrja að stunda leikfimi, þegar maður er orðinn eins og olíu- tunna í laginu. — Komdu, eg er orðinn syfj- aður, sagði hann. — Eg er svo ánægð með nátt- fötin, sem mamma gaf mér, þau eru alveg tilvalin leikfimis- föt, sagði hún. — Ætlarðu að koma eða ekki, sagði hann og djúp hrukka var að myndast á milli augnabrúnanna. — Komdu, gerðu þetta lika; þér veitir ekki af. Það er orðinn grunsamlega stór á þér mag- inn. — Eg spyr þig í síðasta sinn: Ætlarðu að hætta þessu hoppi og handapati eða ekki, klukkan er að verða ellefu. — Þú ert sætur í röndóttum náttfötum sagði hún glettnis- lega og sparkaði léttilega í út- rétta hönd sína. Hann snerist á hæl og skellti aftur hurðinni. Gitta hélt áfram með líkams- „Kommúnistaflokkur íslands, in memoriam“. En minning hans mun lifa um ár og aldir, þótt allt hans starf sé löngu fyrir bí. Á gröf hins látna blikar benzintunna frá British Petroleum Company. Að svo mæltu óska eg skáld- inu, og öllum sem ljóð elska, til hamingju með „Sporí sandi“. Það er ein af þeim bókum, sem auka gleði hjartans á þessum hryggðartímum. æfingar sínar þangað til hún var orðin uppgefin. Þá fór hún inn í baðherberg- ið, nuddaði andlit sitt með hreinsunarkremi og hætti ekki fyr en það var orðið glóðheitt og gljáandi. Því næst vafði hún liárið upp á krullupinna og söng og trallaði nýjasta danslagið á meðan. Þegár öllum þessum kvöldverkum var lokið, dansaði hún brosandi inn í svefnher- bergið. En brosið fraus á hinum gljá- andi vörum hennar---------- Eiginmaðurinn var liorfinn. Röndóttu náttfötin lágu á rúminu umkomulaus og ein. Klæðaskápurinn stóð opinn og allt dót hinna ungu hjóna í megnustu óreiðu í hillunum. Skyrtuhnappur lá á gólfinu, einn sokkur og skóhorn. Gitta stóð dáhtla stund í dyr- unum gjörsamlega lömuð. — Viggó farinn út og hafði skihð liana eina eftir. Hún settist á rúmið, tók röndóttu náttfötin, gældi við þau og vætti þau með tárum sínum. Allt í einu stóð hún upp og stihti sér fyrir framan spegihnn á snyrtiborðinu. Hún sá velvaxna, unga konu, í gulum náttfötum, sniðnum eftir nýjustu kvikmyndatízku. Andlit konunnar var áreiðan- lega snoturt, en fríðleikinn hafði að mestu leyti flúið, af ótta við töframeðal tízkukon- unnar og tár hinna hryggu eig- inkonu. Hárið, sem var rauð- brúnt og þykkt, leið sýnilegar kvalir i járngreipum snyrtivél- anna. Gitta starði dálitla stund á spegilmynd sína, svo byrjaði hún að losa krullupinnana úr hárinu. Síðan fór hún inn í stofuna, þreif smábók úr bólca- hillunni. Fletti henni og komu þá í Ijós margar myndir af stúlkum, sem sýndu allslconar líkamsæfingar. Hún fór i slopp, labbaði ofan i kjallara og fóðr- aði gin miðstöðvarinnar með áðurnefndri bólc, um leið og hún tautaði: — Þú átt alla sök- ina. Þegar þessu öllu var lokið, klæddi hún sig og snyrti, eins vel og ástæður leyfðu. Svo fór hún út og s'tefndi rakleitt til Dodda bróður síns. Það var sjálfsagt gleðskapur hjá honum í kvöld, eins og venjulega á laugardagskvöldum, og þangað hafði Viggó áreiðanlega farið, ef hún þekkti hann rétt. Hún barði á dyrnar hjá bróð- ur sínum, og fór inn án þess að bíða eftir svari. Henni var heilsað með miklum fagnaðar- látum af nokkrum ungum stúlkum og piltum, en hún tók þeim mjög dauflega, því hún hafði strax komið auga á eig- mmann sinn. Hann sat á legubekknum og hjá honum ung, lagleg stúlka, er hallaðist mjög svo makinda- lega upp að öxl hans. Þegar hann só konu sína, brosti hann lil hennar og sagði: — Eg kem rétt strax, elskan, eg ætla bara að taka nokkrar æfingar áður.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.