Alþýðublaðið - 28.04.1922, Page 4

Alþýðublaðið - 28.04.1922, Page 4
4 ALÞYÐUBL AÐIÐ Á Besg«t.4rætl 21 B t óáyrs -t Oí bezt gert yið prim ma og b.rnsvagna. — Litek Og kopa'húð jámníunir. — Vinnaa vönd ð Verðið sanngj .rnt Nokkrap vsettlp freð- Isa tl! ^ölu taert góðu verðl nú st-ax A v á Sáðhafra, Tilbúinn ábruð, Grasfræ, Gulrú'nafræ og Fóðurnæpufræ útvegar Búnaðarfélag íslands. Níu myndir ú lííi ineÍKtariins eitir Qlfert Rtcard er bezta fermtngargjöfiii' t nja bók>olunui». Bóbar. Signrjóns Jónssonar L->'it>aveg 19 R'tsttó'i og abyeð rr»»ður: ólafur Friðrikswn. Pesstsmiðjin G jtenberg Tilkynning. Rafo ka rerxi se!d er til ljósa, suðu og hitunar gegnum txæli samk .æmt taxta A eða B í gjaldskrá Rafmagosveitunaav verður seld i sumar samkvæmt t x'a D á 12 aura hver iwit frá næsta iflestri iriælanna i maí til 'y ta aflesturs í sept Lssið verður af roælunum í sömu 'öð bæái skiftin. Þeir, sem hafa i'tla Ijómtæla (3 eða S atrp). en ætla sér að nota suðu eða hita i sumar, eru beðnir að tiikyaua það á skrifstofunni Laufásveg 16, avo að hægt vetði að setja stærri roæli á meðan, þar sem þarf Rafmagnsstjórinn. Hús og Þyi^g'iiiffarlóðir seiur Jónas H. Jónssoa. — Birunni — Sími 327. zrrrm= Aherzla lögð á hagfeld viðskifíi beggj*. aðila ' A morgun laugardaginn 29 sprll opna eg undimtaður brauðgerðarhús á Berg- staðastræti 29. Aðeins notað bezta efni Póntun á all .konar kökum veilt u óttaka Og sendast um allan bæ nn Simi 961. VirðJngarfyiht. J. C. C. Nielsen. Edgar Rice Burroughs. Tarzan. „Ekki kom það heldur alveg heim við þær hugmyndir, sem eg hefi gert mér um tign hinna guðlegu sendiboðaS, sagði prófessor Porter með spekingssvip, „þegar þessi , herra setti hálsband á tvo heiðvirða og stórfróða lær- dómsmenn og teymdi þá síðan gegnura skóginn, eins og það hefðu verið uxar“. XVII KAFLI. öreftranir. Par eð nú var orðið bjart af degi, tóku þeir félagar að búast til snæðings, því enginn hafði etið eða sofið frá því morguninn áður. Uppreistarmennirnir á Örinni höfðu flutt á land nokkuð af þurru kjöti, grænmeti, hveiti, kexi, te og kaffi. Þessi forði var nú fluttur heim í kofann og menn söddu hungur sitt. Næsta skref var að gera kofann byggilegan. Og var þá fyrst fyrir að flytja burtu beinagrindurnar, sem mintu svo mjög á þann hræðilega sorgleik sem íarið hafði fram í kofanum, endur fyrir löngu. Porter prófessor og Philander rannsökuðu beinagrind- urnar nákvæmlega. Þeir komust að þeirri niðurstöðu, að þær stærri væru úr karli og konu af hvítum þjóð- flokki, á háu stígi. Minstu beinagrindinni gáfu þeir að eins litla eftirtekt, vegna þess, að þeir töldu víst að hún væri úr afkom- anda hinna. Þegar þeir voru að búa stærri beinagrindina til greftr- unur, tók Clayton eftir gullhring er vafalaust hafði verið A hendi mannsins er hann dó, því hann var á einni kjúkunni. Clayton tók hann upp, skoðaði hann, og rak upp undrunaróp, er hann sá skjaldarmerki Greystokeættar- innar á honum. Um sama leyti fann Jane Porter bækurnar í skápn- um, og er hún opnaði eina þeirra sá hún nafnid, „John Clayton London", standa á saurblaðinu. Á annan bók stóð að eins „Greystoke“. „Hvað er þetta Clayton**, hrópaði hún, „hvernig stendur á þessu? Það er nafn einhvers ættingja yður á þessum bókum*. „Og hér“, svaraði hann alvarlegur, „er signethringur Greystokeættarinnar, sem hefir verið tíndUr síðan John Clayton frændi minn, fyrverandi lávarður af Greystoke, hvart á sjóferð einni.“ „En hvernig geta þessir munir verið komnir hingað?" mælti stúlkan. „Að eins á einn hátt, ungfrú", sagði Clayton. Lávarð- urinn af Greystoke diuknaði ekki. Hann dó hér í kof- anum og jarðneskar leyfar hans liggja þarna á gólfinu. „Þá hefir hitt verið kona hans“, mælti Jane Porter. „Hin fagra lafði Alice", svaraði Clayton, „sem eg hefi svo oft heyrt föður minn og móður hæla fyrir feg- urðar og mannkosta sakir. Veslings ógæfusama kona", muldraði hann sorgbitinn. Með djúpri lotningu og alvörugefni voru leyfar lafði og lávarðarins af Greystoke grafin fyrir framan litla kofann þeirra á strönd Afriku, og á milli þeirra var sett beinagrindin af ungbarni Kölu, apynjunnar. Meðan Philander var að vefja seglpjötlu um minstu beinagrindina, athugaði hann hauskúpuna nokkra stund. Því næst kallaði hann á prófessor Porter, og ræddust þeir nú við drykklanea stund í láum hljóðum. „Stórmerkilegt, stórmerkilegt", sagði prófessor Porter. „Svei mér þá“, sagði Philander, "við verðum að segja Clayton frá þessari uppgötvun, þegar í stað“.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.