Vísir Sunnudagsblað - 11.05.1941, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 11.05.1941, Blaðsíða 3
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 3 skéldskap, sem er svipa'ður skrípamyndagerð. Þessháttar ,,list“ er eigi aðalsættar, né tig- inborin og lyftir engum hug tii hæða. Hún er stundleg dægurfluga. Sigurður Nordal segir í rit- gerð sinni, „um ilmandi slcáld- skap“, að H. K. L. komi oft les- endum á óvart og á þetta vissu- lega að tákna ágætiseinkunn, skáldinu til handa. En maður getur komið manni á óvart með klámi og skrípa- myndagerð eigi síður en með frumleik og andagift. Þegar fjandinn kemur úr sauðarlegg, af því að tappinn liefir losnað úr leggnum, kemur sá gamli, manninum á óvart, þeim sem er staddur andspænis leggjaropinu. En sá þytur, sem hvín þá í loftinu, þarf ekki endilega að vera niáskyldur ilm- andi andagift. Á það má drepa, að sumir rit- höfundar, sem ekki hafa verið grafnir á kostnað alþjóðar, né hlotið viðurkenningu i lifanda lífi, koma lesendum á óvart. Sveinn sem kendur er við Mæli- fellsá kemur Iesendum á óvart í „Veraldarsögu“ sinni (ævi- sögu) alloft, þó að liann sé á liinn hóginn vaðalsaskur. Lýs- ingar hans á bardögum í Skaga- firði út af beit og engjum í Borgarey eru á við heztu lýsing- ar í skáldsögum H. K. L. Frá- sögn Sveins af drukknun bróð- ur hans í ósi Héraðsvatna, jafn- ast á við frásögn Snorra í Heimskringlu á falli Erlings á Sóla — og er nú mikið sagt og árinni dýft djúpt. Eg siá Svein i Söluturni við Lækjartorg í Reykjavík og sýndist mér mað- urinn vera tæplega með öllum mjalla og líklegán til að sækja um 12 þúsund króna fúlgu til Alþingis, með þeirri greinar- gerð, að hann ætlaði sér að lcoma á (verzlunar) sambandi milli Jarðar og Marz. Sveinn var slyngur kaupa-héðinn ogmangs- maður mikill og fær í flestan sjó, kom ólal mönuum á óvart og eigi allur þar sem hann var sénn. Innan um og saman við lifandi lýsingar sveitalifs, orti liann kviðlinga svo gersneydda skáldskap, sem sum kvæðin eru, þau er birlust i „Gerska ævin- týrinu“.....Mönnum og skáld- um eru mislagðar hendur, svo að furðu sætir og er einsætl að meta hvern og einn fyrst og fremst eftir þvi, sem hann gerir bezt. Áður en eg lýk máli mínu, vil eg bjóða útvarpinu „gott kvöld“. Leikrit útvarpsins er sá kveldmatur, sem margur maður vill nólgast. En þar verða ótal sálir fyrir vonbrigðum. Sá Ijóð- ur er á ráði margra leikenda, að varla heyrist til þeirra og kveður mest að þessum annmarka, þegar verst gegnir, þ. e. þegar forvitni hlustenda er mest. En sú forvitni stendur einkanlega á öndinni, þegar elskendur eru að bræða sig saman. Það má vel vera, að eðlilegast sé að elskendur hvíslist á. En til hvers er að bjóða leik, sem ekki heyrist? Sumir leikendur eru lausir við að gabba hlustendur á þenna hátt. Ávallt heyrist vel til Frið- finns Guðjónssonarv leikara, Gunnþórunnar, Brynjólfs Jó- hannessonar, Þorsteins Stephen- sens, enda þó að þetta fólk leiki elskendur. Þá er fljótmælgi leikenda vitaveið. Ekki er hún listræn, né líeldur eðlilegt bergmál mannmáls, sem kunna að tala, sæmilega í hversdagsstellingum. Þar svara menn hver öðrum eigi eins ört og gerist á leiksvið- um vorum. Mér er minnisstætt, hve Guðmundur Kamban lék vel í „Vér morðingjar“, móti Soffiu GuðlaUgsdóttur. Hann lék svo eðlilega: talaði hægt, hugsaði sig um svör, eins og menn gera á leikvelli lífsins sjálfs. Fleiri Ieikendur kunna þessa list. En hinir eru þó fleiri sem eru óðamála og þylja i helg og biðu, sem svo er kallað. Einn listamaður las í útvarp- inu kafla úr Berlingssögu Selmu. Hann framdi hvíslinga- leik, fremur en hann læsi skil- merkilega. En ef hann hefði les- ið í tíumanna stofu, mundi liann hafa farið vel að ráði sínú. En vér sem leggjum i söl- urnar fvrir úlvarp á ári hverju fé, -sem nemUr ómagameðlagi, viljum fá í aðra hönd meira en reyk af réttunum. Guðmundur Friðjónsson. Skolfæraframleiðsluráðherra ílala heitir Alfredo Dalliolo, hershöfðingi. Hann er nú 88 ára gamall, cn var gerður að ráðherra, vegna þess hversu vel hann stóð sig í þessu sama em- hælti eftir ósigurinn milcla við Caporetto 1917. Á undanhald- inu þá skildu ítalir eftir ó- grynni hergagna, en Dalliolo neyddi verksmiðjurnar til að slarfa 24 klst. á sólarhring og tókst á tiltölulega skömmum tíma að vopna herinn á ný. Vorvísnr. Leið er vönd um loft og sjó - ' lán og gifta bilar, sigling ein úr suðri þó sínum farmi skilar. Flytur Ijóssins frí og grið frelsisgnoðin ríka hefur að engu hafnbannið , og hættusvæðin líka. Heyi stríð við þjóðarþor þeir, sem byssum ota; á til varnar íslenzkt vor ósigrandi flota. * Þegar heftir þeirra leið þrautirnar og skaðinn geysist hingað gullin skeið gróðurmagni hlaðin. Tafarlaust um tímans sjó til síns frónska vinar sú mun gnoðin sigla, þó sökkvi allar hinar. Þó að heimsins hrikadans heppnist þjóð að pretta, á henni brotnar andi hans eins og brim við kletta. Loki heljarheiptin ströng hafsins sjóði vænum öðlast mun hún önnur föng úti á stundasænum. Þó að hennar þrengi hag þjáning dimmrar nætur lítur hún sumarlangan dag ljóma sér við fætur. Hún er af vori heilluð, því henni er það svo náið; meðan grundin grær á ný getur hún ekki dáið. Þegar landi þessu að þrengir herjaskarinn Ijóssins gnoð til liðs við það leggur á himnamarinn. G í s 1 i Erlendsson., Hið fleyjamli líf. Glitskrúð á himni, eins i dag sem a'ðra yndisdaga liins góða og bjarta lífs, fjarlæga öllu amstri strits og kífs, en rætur lífsins nagar dauðans naðra. Slepjuð og föl og þvöl með glyrnur grænar, gefandi frá sér ei hið minnsta hljóð, læðist hún fram um lifsins skógarslóð, spúandi eitri á gras og reinar grænar. Og siðan fölna óðum litir lífs, sem logi sólar frarn við yzta haf, myrkursins bóla brestur lofts á raf, og bráðum ríkir köld og aldimm nótt. M. E.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.