Vísir Sunnudagsblað - 11.05.1941, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 11.05.1941, Blaðsíða 5
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 lamni og sá, aS einnig ofan þessa litlu vanga höfðu nýslceð runnið tár — nú leit ekki litla vinkon- an hennar upp, á milli mjólkur- teyganna eins og liún var vön, og sagði fná tíðindum dagsins, held- ur varp öndinni þungt, við og við og fól augu sín. Skyldi hún vita um samtal þeirra áðan? Sigríði húsfreyju var, sem hjarta hennar ætlaði að stanza er hún sá sorg barnsins, sem var svo fullorðið í fátækt sinni, að það lét ekki eftir sér aðgráta eða sleppa því aðdrekka úr skálinní. „Þú skýzt yfir uni til min, þegar þú ert húin að hátla systkinin — og velur þér sjálf í kjól og svuntu af því, sem eg kom með úr kaupstaðnum í_ fyrradag,“ mælti konan — og var ekki iá rödd hennar að heyra hve heitt lienni var innan brjósts. Frevdis litla lauk úr skálinni sinni og rétti hana frá sér á búrkistuna. Svo lagði hún armana upp um háls velgerða- móður sinnar og faðmaði hana svo fast, að það var með ólík- ilíduih, en ekkert orð kom fram yfir varir henni. Þvi næst fyllti konan skálina á ný og rétti hana litlu stúlkunni, sem þakkaði hljóðlega og bauð góða nótt. Þegar fótatak hennar var dáið út, tóku tárin aftur að hrynja ofan kinnar Sigríðar. „Blessað stráið,“ hvíslaði hún, „hvað ætli verði um liana — í öllu þessu striði?“Hún vissi það af reynslu, húsfreyjan, að ekkert þýddi að biðja Grím Hroka, ef hann ætl- aði sér eitthvað á annað borð; hún var því meira en vondáuf um úrslit þessa máls. Að vísu ætlaði hún sér að reyna aftur og aftur — ekkert skyldi hún spara til þess að fá að halda barninu eftir, því að nú sá hún það fyrir víst, sem hún hafði annars allt- af vitað: Að Freydis litla kveið sáran fyrir Ameríkuferðinni og þráði það eitt, að mega verða eftir — lijá henni. En á meðan engin var vonin mátti hún ekki láta neitt á neinu bera i návist barnsins — það mundi að eins þyngja sorg hennar og gera henni skilnaðinn enn þá erfið- ari. Húsfreyjan sinnti störfum sínum eins og vant var, en þerr- aði við og við tár, sem kom ó- beðið og valt ofan vangana. Að morgni kallaði liúsfrú Sig- ríður ó Grim Hroka inn i búr og bauð honum brennlieitt og sterkt kaffi. Þegar hann var að byrja á þriðja bollanum hóf hún máls á því, hvort að hann væri alveg ófáanlegur lil þess að lofa henni að halda Freydísi litlu eftir — liún skyldi ekki veila henni lakara uppeldi en sinum eigin börnum, sem nú voru öll uppkomin — hún hefði nú liænst að sér frá því fyrsta og þætti fyrir að þurfa að fara vest- ur — það vissi hún fvrir víst. Hún skyldi biðja hana Gunnu frá Hóli, sem ætlaði um leið og þau, að hjálpa Margréti með hörnin á leiðinni vestur. Sigríð- ur talaði rólega og alúðlega móli sínu og Freydísar litlu og Grím- ur hroki hlustaði á — augun tóku að snúast í tóttum sínum og skjóta ónotaglömpum — og það var ekki góðs viti. Hann hvolfdi í sig því, sem eftir var í kaffibollanum í einum teyg og reis þegar á fætur. „Eg hélt að þelta væri útrætt mál — eg skil ekkert í þér, Sigríður, að gela gengið í lið með þeim, sem einskis geta unnt okkur — ekki einu sinni þess barnsins, sem þið vitið að er okkur til léttis. Og ekki held eg, að hún Gunna frá Hóli verði okkur hjálpleg lengur en á leiðinni — þó að hún fari nú. — Nei, við megum ekla missa þessa einu stelpurýju, sem komin er til gagns og það kemur ekki til nokkurra mála, að lnin verði eftir. Það segi eg þér, i eitl skipti fyrir öll, svo að þú getir sparað þér fleiri orðin og kaffibolIana.“ Og Grimur Hroki sentist á dyr og skellti búrhurðinni á eft- ir sér, svo að hrikkti í dyraum- búnaðinum. Sigríður reis úr sæti, föl og sorgbitin. En í sama bili var búrhurðin rifin upp á gátt og Grímur stóð i dyrunum, augun ranghvolfdust i höfðinu og höndin, sem greip um dyrastaf- inn hvítnaði af takinu. „Ef þú reynir enn — ef þið reynið, — skal verða slagur, sem lengi verður í minnum hafður hér i sveit. — Eg læt engan taka barn mitt frá mér! Heyrirðu það?“ grenjaði hann, hás af villimann- legri bræði. Hurðin skall aftur að stöfum svo að þilið skalf. „Jesús Kristur varðveiti bless- uð börnin!“ mælti húsfreyjan, lirærðum rómi og stóð sem steini loslin. Svo gekk hún þögul til starfa sinna. En hugur henn- ar var allur við örlög f jölskyld- unnar, sem innan skamms álli að hverfá af lieimili liennar. — Eg læt engan taka barn mitt frá ínér! Veslings Hroki! Það var líkast því, sem allar hans mann- legu tilfinningar væru álögum bundnar — föðurásl lians lika. En í þessum orð'um var sem liún hefði brolist undan álaga- farginu, Iieil og sterk, og laus við sora sjálfselskunnar. Innst inni unni hann börnum sinum, sem aðrir menn, }><’) að honum væri þess varnað, að sýna það daglega i orði eða verki. Húsfrú Sigríður minntist þess, að hún liafði lieyrt, fyrir löngu, að Grímur Hroki væri barngóður maður, þrátt fyrir þussaskap sinn. Og bún liafði sjálf orðið þess vör, áður en hann giftist. En vili sín eigin börn hafði liann aldrei verið öðruvísi en hrana- legur og óstilltur — það skyldi þá lielzt vera Freydís litla — bann var mjög hreykinn af henni þegar hún fæddist og ó meðan hún var smábarn. En þegar næsta barn kom, var úti um öll gæði. Börnin voru hin- um æfa manni byrði, sem liann reis ekki undir. Þessi snögga innsýn í sál ó- lánsmannsins og óttinn við, að hann mundi beila ofbeldi, gerði Stórugrundarhúsfrevj unni enn- þá örðugra að sækja það fast, að Freydís litla vrði eftir hjá henni. Það var víst vonlaust, með öllu. Norður Sandinn þokaðist kaupstaðalest, hægt og hægt. Hestarnir fóru hálftölt og virt- ust ekki liafa neina löngun til þess, að taka sprett. Þetta var lieldur ekki nein venjuleg kaup- staðarferð, með velriðandi bændum, liúsfreyjum og heima- sætum, lieldur lest óheppinna manna og kvenna, sem liöfðu ekki fundið gæfuna i sínu eigin ættarlandi og voru nú á leið til framandi heimsiálfu — á leið til Ameríku. Ein og ein ung stúlka eða ungur maður hafði slæðst með af æfintýralöngun. Þrjár fjölskyldur, með allstóra barna- hópa, tveir einhleypir menn og þrjár stúlkur riðu þarna i síðasta sinni kaupstaðargötuna út úr sveitinni á leið til sjávar. Vest- urfararskipið beið þeirra í næstu höfn. Enn voru fjöll á báðar hendur, Iieiði framundan og lengra burtu lágir hólar, sem luktu fyrir útsýnið til hafsins. Sandurinn vará þrotum, lieiðar- vegurinn lók við. Djúpar, krók- óttar götur lágu svo langt, sem sásl til, i bugðum fyrir mýrar- sund og smátjarnir. Sunnan í hálsunum utan við beiðina blasti við bærinn Fell. Þar átti að tefja. Aftast i lestinni reið lítil stúlka og leit oft til baka, en hún sá fjöllin sín eins og i móðu, jwí að tárin blinduðu augu henn- ar lil hólfs. Hún leyfði þeim ekki að hrynja, en þau komu fram í augun, við og við, hvernig sem hún slriddi á móti. Nú lækkaði Stórugrundargnípan óðum og Hádegishnjúkurinn var rétt að segja horfinn. — Ef blessuð lóan hefði ekki sungið svona blítt úti i móanum mundi henni allri liafa orðið ískalt af óyndi á þess- um framandi slóðum. Hún hafði aldrei komið svona langt út fyrir sveitina sína. Það var bjart til fjallanna og sólskin, en kuldanæðingur, eins og svo ofl, jietta sumar. — Fram í sveit- inni, sunnan undir Stórugrund- arbæ var skjól. Og inni í eldbús- inu bjá liúsfrú Sigríði var lilýtt — ó, svo hlýtt og gott og rólegt. — „Komstu áfram, stelpa!“ Rödd Gríms Hroka kvað við bátt yfir hinn lága klið lesta- fólksins. Menn litu við, og sóu hest Freydísar litlu taka við- hragð, því að faðir hennar hafði slegið í liann. „Gáðu að barninu, maður!“ Roskinn bóndi, góð- legur á svip, sveigði hest sinn til baka og mætti litlu reiðkonunni, sem righélt sér í söðulbogann og brosti til bóndans, þegar liann kom á móti lienni. Hann var bróðir húsfrú Sigriðar á Stóru- grund og fylgdarmaður fólks- ins. Svo seig lestin áfram út á heiðina. Smábörnin sváfu flest, því að snemma morguns hafði verið lagt af stað. Fólkið talaði fátt. Það var ennþá flest með liugann heima i sveitinni sinni og hjá þeim, sem það hafði kvatt, fyrir allt sitt líf. Þá dró annar ógifti maðurinn upp tvo vasafleyga og bauð samferða- mönnunum að súpa á. Þetta hressti — og nú varð samtalið glaðlegra, hestarnir stigu held- ur liarðar og einn fjölskyldufað- irinn tók að kveða kveðjuljóð, gamla raunastöku manns, er lieldur á burtu úr óttliögum sín- um og veit ekki livað við tekur. Enginn tók undir, en liver liugs- aði sitt. Svo jiagnaði kvæðamað- urinn, strauk sér í laumi um augun með, handarbakinu, stöðvaði síðan hestinn og yrti glaðlega á þanp, sem kom næst á eftir honum. Og samtalið smá- lifnaði við á ný. — Eftir tæpa klukkustund var ferðafólkið komið í lilaðið á Felli. Freydís litla hafði enga ró. Yngstu systkini hennar sváfu vært í einu baðstofurúminu ó Felli, þau eldri voru að leika sér með öðrum börnum og lilaupa út og inn. Fullorðna fólkið sat eða lá út af uppi i baðstofurúm- unum eða frammi í stofunni, á meðan jiað beið eftir kaffinu. Eldri krakkarnir voru látnir eiga sig. —■ Frevdís liljóp ein sér upp á hól i túninu, liana langaði til jiess að vita hvort að jiað sæist ekki þaðan ofan á fjöllin liennar. — Nei, j>að sást ekki. En af hlöðujiakinu upp við húsgarðinn? Hún hentist j>ang- að. Ó, — ó! Hún stóðó öndinni.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.