Vísir Sunnudagsblað - 25.05.1941, Síða 2

Vísir Sunnudagsblað - 25.05.1941, Síða 2
z VÍSIR SUNMUDAGSBLAÐ megin á aðalstrætinu. í ’öðru sýndist allt uppljómað og á ferð og flugi, en hinu var víst verið að loka; streymdi því liópurinn sem þar var yfir á knæpuna sem opin var; var þar glatt á hjalla og hafði Bakkus náð góðu haldi á æði mörgum bæði piltum og stúlkum. Flest af því var ungt fólk, mun liafa verið þar á að gizka um 60—70 manns. Mátti þar sjá misjafn- an sauð i mörgu fé. Sýndist þar vera allra þjóða lýður sam- ankominn, ljóshærðir Skandin- avar, margir liverjir stórir og myndarlegir. Þegar maður sér þá innan um svona mislitan hóp, eru þeir töluvert áberandi. Mið-Evrópusvipinn mátti sjá þar víða, einnig latnesk andlit; innan um þetta voru fáeinir> Indíánar. Voru þeir ekki eftir- bátar hinna þegar til flöskunn- ar kom. Einn lítill lögreglu- þjónn var að vandra innan um þennan hóp; virtist hann þekkja þetta fólk vel, og var ekki neinn óróleika að sjá á svip hans, þó hávaði væri mik- ill. Gistingu fengum við ó öðru hótelinu og sváfum svefni hinna réttlátu til morguns. Þá var komið þurt veður og sól- skin, svo nú var ákveðið að nota vel daginn. Strax eftir morgunverð fór- uin við að liitta Joe Lindal, sem þar á heima. Þekkja Thorkels- son lijónin hann vel, því liann er ættaður úr Lundar, Man., og er einn af þessari stóru Líndals familíu sem margir kannast við; systir lians, Helga, er gift Dúa syni Hr. Thordarsonar, sem við vorum að heimsækja. Næst tókum við okkur keyrslu- túr um skemmtigarð, sem þar er á tanganum (National Park). Er þar mjög fagurt landslag, og sýndist vera vel hirt. Turn liefir verið byggður þar viðvatn- ið sem kallaður er Arnarturn, er hann 75 fet á liæð og stendur ó liöfða, sem er 225 fet vfir vatnsmál; klifruðum við upp á efstu hæð hans, og tókum myndir. Var þar víðsýnt mjög, þó ekki sæum við öll ríki ver- aldar, er hætt við að dýrðin liefði ekki sýnst mikil á sumum stöðum hennar eins og nú standa sakir i henni veröld. Þegar eg var staddur þarna uppi um 300 fet yfir vatnsmál, og sá yfir þetta yndisfagra landslag: vatnið spegilslétt á aðra hönd eins langt og augað eygði, með eyjum og hólmum hér og þar; landið öldumyndað með skógarbeltum hingað og þangað og sléttir grasfletir á milli allt í mesta blóma; fólk al- staðar á ferð að skemmta sér bæði á vatninu og um skennnti- garðinn. Þá kom í liuga minn hvílík afskapleg mótsögn væri i þessu mannlífi hér á jörðu. — Þarna var fólk að skemmta sér í friðsælli sumardýrðinni og njóta lífsins í fyllsta mæli. En ef við gætum séð nógu langt mundum við sjá eyðileggingu og dauða orsakað af heift og hatri mannflokka á milli stjórnað af fáeinum mönnum. Hvilíkt brjálæði! Fyrirgefið, eg er kominn út í aðra sálma en eg ætlaði að skrifa um, en þelta æði mannkynsins liggur svo þungt á huga einstaklings- ins að hvar sem hann stingur niður penna, eða liefir sam- ræðu við nágrannana biýzt þetta út óafvitandi. Þegar við höfðum keyrt yfir mestan Iduta skemmtigarðsins, og villst dálítið af réttri leið, fundum við samt veginn til Gills Rock, þar sem við tókum ferjuna til Washington-eyjunn- ar; bíllinn var tekinn með. Dá- htið rugg var á bátnum, en eng- inn hafði tíma til að verða sjó- veíkur, þvi það tók aðeins 45 mínútur að fara yfir sundið, sem er eitthvað um 8 mílur. Þegar jiangað kom settumst við up]) í bílinn og keyrðum þvert yfir eyjuna til Dan Lin- dals, bróður áðurnefnds Lin- dals. Er hann búsettur þar og stundar fiskveiðar. Skammt frá heimili hans er bátahöfn fiski- manna og lendingarstöð, þegar komið er frá Rock Island. Þar mætti Tryggvi Thordarson okkur með mótorbát og tók okkur það sem eftir var leiðar- innar til landsins helga. Þegar lagt er af stað yfir sundið milli eyjanna,' sem er iy4 míla, blasir við manni báta- húsið og samkomusalurinn, sem er uppi yfir því og eins hinaj’ byggingarnar, sem eru á víð og dreif um allstórt svæði, sem hreinsað hefir verið og gert að rennsléttu túni. Er þar mjög fallegt um að litast; bak við þessa sléttu eru hæðir skógi vaxnar með mjög mörg- um mismunandi trjátegundum, bæði stórum og smáum. Eyjan má lieita öll skógi vaxin. Hún er þúsund ekrur að stærð, og er eign Mr. Thórðarsonar að und- anskildum 90 ekrum sem stjórnin á og hefir liún þar vitahús; vinna tveir menn þar til að líta eftir vitanum. Byggingarnar, sem Mr. Thórðarson hefir byggt þar eru að miklu leyti byggðar úr efni sem tekið er af eyjunni; sum húsin úr bjálkum og sum úr steini; eru þau mjög smekklega hvggð, sérstaklega er bátahús- ið og samkomusalurinn stór- kostleg og eftirtektarverð bygg- ing. í þeim sal er eldstæði (Fireplace) sem er 7 fet á liæð og 8 fet á breidd (sagt stærsta ,,íireplace“ í veröldinni). Mr. Tliórðarson segir mér, að þeg- ar liann var að láta byggja þetta eldstæði, hefðu menn spáð því að það mundi ekki lukkast að hafa eld i því; það mundi reykja. En liann hefir oft liaft þar stóra elda, og hefir aldrei reykt. Þegar eldur er kveiktur í þessu mikla eldstæði koma manni í hug langeldar í skálum forfeðra okkar, sem við lesum um í fornsögunum, enda ýmislegt annað á þessu íslandi hans Thórðarsonar, sem minnir mann á gamla landið; allstaðar situr ísland honum, i andlegum skilningi, á hægri hönd hvar sem liann er. I sumar var verið að leggja víra og undirbúa fyrir rafur- magnsljós i allar byggingarnar. í samkomusalnum verða þrír stórir ljósahjáhnar, sem Mr. Thórðarson liefir smíðað sjálf- ur. Ef eg man rétt eru um 60 ljós á hverjum þeirra með ýms- um litum; eitt af ýmsu ein- kennilegu við þessa Ijósa- hjálma er að á hverjum þeirra eru 22 buffalohorn, skyggð og fægð, með ljósi í hverju. Þeir mega lieita sannkallað lista- smíði. Flaggstöng hefir hann sett þar upp, sem er 60 fet á hæð, þráðbeint „balsam“ tré, tekið þar af eyjunni; stendur stöng sú við hlið mikið, byggt úr steini; vörður eru sitt hvoru megin við þetta lilið, 12 fet á hæð að mig minnir. Eg ætla ekki að leggja út í að lýsa hyggingunum og verk- legum framkvæmdum sem þar hafa verið gerðar. Það yrði of langt mál og eg finn mig ekki færan um það svo í lagi sé. Nokkuð var það sem vakti athygli nuna sérstaklega, og það var hvað ýmislegt virtist benda á og minna mann á Is- laiul og það sem íslenzkt er; stórskorin náttúrleg fegurð, (rugged natural beauty) en lát- in blandast inn í eðlilega‘nátt- úrufegurð. Allstaðar má sjá frumlegar hugsanir á bak við allt sem þar er starfað, enda mun Mr. Thórðarson vera sá íslendingur sem hefir haft meira af frum- legum hugsunum en nokkur annar Islendingur sem nú er uppi, enda sá eini uppfyndinga- maður áf okkar þjóðflokki, sem nokkuð kveður að. Undir hans nafni eru vfir 100 einka- leyfi (patents). Getum við þvi sannarlega gefið honum nafn- ið „Edison íslendinga“. Ekki þætti mér undarlegt þó eitthvað eigi eftir að koma fyrir almenningssjónir af nýj- um uppfyndingum eftir hann. Hann mun enn i leit eftir nýj- um brautum og' nýju ljósi. Heili eins og lians er aldrei aðgerða- laus, alltaf nóg viðfangsefni til umbóta fyrir mannkvnið, þó aðrir lifi aðeins til að rífa niður það sem liann og hans likar byggja upp. Hann sagði mér að starf sitt þarna á eyjunni væri ekki liálfnað. Hann minntist lítillega á sumt af þvi sem hann liefir í huga að framkvæma þar. Eg ætla aðeins að minnast á einn liðinn af áformum hans, því eg fékk leyfi hans lil þess. Mér fannst hugmyndin svo fögur og lýsa lians innra manni svo vel, með að láta eitthvað gott af sér leiða og um leið, að hafa gamla Island í huganum. Bókasafnið lians fræga í Chi- cago, sem er álilið eitthvert merkasta prívat bókasafn í Bandarikjunum, og þó viðar sé leitað, sérstaklega vegna sjald- gæfra bóka. Margir hafa hafl þá spurn- ingu í huga, hvað hann ætlaði að gera við það í framtíðinni, eða hvað yrði um það eftir hans daga. Nú lét hann í ljósi við mig áætlun .«ína því viðvíkjandi í framtíðinni, og er liún sú, að flytja það út í eyjuna og setja það í samkomusalinn uppi yfir bátaliúsinu. Það virðist nijög heppilegur staður fyrir það ýmsra ástæðna vegna, fyrst að plássið er framúrskarandi að- laðandi, i öðru lagi, að óviða væri meira næði til að stúdera en þar. Það er einmitt lians hug- mynd, að hægt væri að koma því til leiðar, að stúdentar frá íslandi, sem heimsæklu þetta land, (sem liann hyggur að verði meir og meir um í fram- tíðinni), geti mætt þar liérlend- um stúdentum og kynnst þeim, og um leið rannsakað ýmsar fræðibækur, sem i safninu eru, og notið þess fróðleiks sem þar er að finna, sem mun kannslce óvíða annarstaðar hægt að fá; og um leið notið hvíldar i hinu friðsæla umhverfi þar. Ákjósan- legri staður mun vart finnast, fyrir þá sem vildu njóta hvíldar og næðist frá asa og þrasi stór- borgarlifsins. Ýmsir liafa mótmælt þessarí

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.