Vísir Sunnudagsblað - 25.05.1941, Blaðsíða 3
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ
GÍSLI J. ÁSTÞÓRSSON:
Engrinn weit §ínst ævina.
Höfundur þessarar sögu er kornungur, aðeins 17 ára aö aldri.
Eru lesendur blaðsins því beðnir að taka tillit.til aldursins þeg-
ar þeir dæma söguna, efni hennar, byggingu og stíl. En þrátt
fyrir nokkurn viðvaningshátt eru tilþrif, hugmyndaauðgi og
f jör höfundar svo mikið, að Sunnudagsblaðið vill fúslega kynna
hann lesendum sínum.
Dússi elskaði Petru. Petra
elskaði mig. Eg elskaði
ekki Petru. — Lesið þenn-
an ástarharmleik og lærið
af honum.------------
Eftir því seni eg man bezt, þá
hófst rás viðburðanna annan
laugardag eftir knallið hjá
liugmynd hans, að flytja bóka-
safnið til eyjarinnar, vegna stað-
hátta; samgöngur væru þangað
ekki greiðar, en hann hefir svar-
að því, að með þeim nýtízku
samgöngufærum, sem við nú
höfum ætti það ekki að hamla
neinum; t. d. með flugbát mætti
fljúga þangað á klukkutima frá
Chicago, sem hann hyggur að
verði notaðir meir og meir í
framtíðinni; og fyrir utan það
eru samgöngur þangað ekki ó-
greiðari en víðast annarstaðar
hér um slóðir, og mun óvíða
kvartað um samgönguleysi í
Bandarikjunum. Einnig sagði
hann að fyrir Bandaríkjafólk
yrði greiðari aðgangur að þessu
bókasafni, settu þarna á eyj-
unni, heldur en að hinu mikla
Hungtington-bókasafni í Pasa-
dena, Calif.
Ætlun hans er að flytja safn-
ið á næsta sumri; hann hafði
hugsað sér að framkvæma það
á síðasta sumri, en annríkis
vegna, varð þvi ekki við komið.
Eitt af því sem hann segir að
mæli mjög með því, að flytja
bækurnar þangað, sé loftslagið.
Þar í eyjunni mundu þær end-
ast margfalt lengur en í Chicago,
því þar sem þær eru nú, er mjög
erfitt að halda þeim frá
skemmdum. Ryk, reykur og
saggaloft hjálpast að að eyði-
leggja þær; er því viðhald þeirra
mjög kostnaðarsamt.
Eg held eg hafi svo ekki neinu
við þetta að bæta utan þakklæti.
til Mr. Thórðarsonar fyrir heim-
boðið til eyjarinnar og hans
sönnu íslenzku géstrisni; hafði
eg mjög mikla ánægju af ferð-
inni. Og nú þekki eg „Edison Is-
lendinga" mikið betur en áður.
(Heimskringla).
Bjössa. Eg var á gangi niður
Laugaveg i sérstaklega góðu
skapi. Dagurinn ^ var einn af
þessum góðu dögum þegar sól-
in brosir á himninum, og allir
eru svo brosleitir, að maður fær
krampa i kjálkana af að brosa,
og brosir þó. Eg hafði nýlokið
við ágætis hádegisverð á Borg-
inni og var að velta þvi fyrir
mér, hvort eg ætti heldur að
eyða deginum við að spila golf
eða léttan póker. Eg var nýbú-
inn að ákveða að spila golf, þeg-
ar eg rakst á Dússa. Aldrei hefir
aumari sjón borið fyrir augu
mér, og hefi eg þó séð marga
timbraða menn um ævina. Hann
líktist einna helzt kerlingu, sem
er að velta því fyrir sér, hvort
hún eigi heldur að kjósa prest
nr. 1 (af því að hann er eitthvað
svo myndarlegur) eða prest nr.
2 (af því að hann er svo góð-
legur) eða prest nr. 3 (af því að
hann hve vera svo voðalega
mikill ræðumaður), en endar
svo með því að kjósa prest nr.
4 (af því að hann á svo afskap-
lega góðan bróðir).
Já, eg mætti sem sagt Dússa.
Nú er Dússi hreint ekki svo ó-
mögulegur. Sleppi maður því,
að hann er með augu eins og í
freðinni ýsu og barkakíli sem
þýtur lengst upp i hausinn á
honum í hvert sinn og hann
kingir, þá er hann bara alls ekki
svo Ijótur. Og reyni maður svo
að gleyma því að hann er hjól-
beinóttur og með það sem i dag-
legu tali er kallað „Plattfod",
er hann bara sætur. En þó f innst
mér það lang hvimleiðast við
hann að starfi hans er að yrkja
erfiljóð. Já, ekki er einhver fyr
dauður en Dússi er rokinn upp
í herbergi, og þar hangir hann
og hnoðar saman heilmikla
erfiljóðarollu, þar sem lýst er
söknuði ættingja og aðstand-
enda. Kvæðin gefa misjafnlega
mikið af sér, og fer það mest
eftir því, hvort hinn látni lætur
mikið eftir sig. Dússi lifir sæmi.
legu lífi. Að vísu koma tímar
þegar heldur dauft er yfir við-
skiptum Dússa, en svo koma
aftur hrotur þar sem nóg er að
gera, og Dússi þarf að vinna dag
og nótt, til að missa ekki við-
skiptavini", eins og hann orðar
það.
Jæja, eg hitti Dússa sem sagt
þenna umrædda dag og tók, þvi
miður, ekki til fótanna. Ef til
vill hafa örlaganornirnar verið
búnar að ákveða það þannig, ef
til vill ekki, en þó get eg aldrei
fyrirgefið mér, að velja ekki
'hina sigursælu aðferð Bretanna
í Fi-akklandi, sem sagt undan-
hald. Eg rétti úr mér, bölvaði í
hljóði, og sló vingjarnlega í bak.
ið á Dússa, en með þeim eina ár-
angri, að hann hneig hóstandi
niður á bekk, sem var svo nær-
gætinn að vera viðstaddur.
„Halló", sagði eg.
„Halló", sagði Dússi.
„Bliðan í dag", sagði eg.
„Já", samsinnti Dússi.
„Ekki var það verra í gær,"
hélt eg áfram.
„Nei." Dússi samsinnti enn.
„M var það ekki verst í fyrra-
dag," sagði eg með sigurhreim í
röddinni, og þótti nú tími til
kominn að skipta um umræðu-
efni, þar sem hinum venjulegu
veðursamræðum hafði verið
gerð svo góð skil.
„Já," sagði Dússi.
Eftir þessar háfleygu sam-
ræður hafði eg, eins og áður er
sagt, ákveðið að skipta um um-
ræðuefni, en áður en eg gerði
það varð mér ljóst, að hér gat
ekki verið allt með feldu. Að
vísu hafði eg ekki vanist neitt
háfleygum svörum í samræðum
við Dússa, ekki nema þá ef sam-
talið var leitt að jarðarförum og
þess háttar, en að hann svaraði
ekki öðru en já og nei, fannst
mér of mikið af því góða. Eg
ákvað því að kanna sálardjúp
hans (Dússi er mikill sálkönn-
uður, og orðið sálardjúp er stol-
ið frá honum), en fara ákaflega
fínt í það, til að særa ekki til-
finningar hans, en þó mest
vegna þess að eg hélt þá að hann
væri orðinn vitlaus. Já, lesandi
góður. Svipur hans var svo æð-
isgenginn og allt látbragð háns,
að ég bjóst við'á hverri stundu
að hann ryki á mig, stútaði mér,
og settisí við að yrkja erfiljóð
mín. Til allrar hamingju kom
þó i Ijós að hann var ekki geð-
bilaður, nokkrum minútum
seinna, er hann trúði mér fyrir
sorgum sínUm.
Og svo hófst samtalið, að
visu stutt, en þó nægilega langt
til að láta mig efast um hvor
okkar væri orðinn vitlaus, eg eða
Dússi. Það var eitthvað á þessa
leið:
Eg: „Hvor finnst þér betri í
Útvarpinu, Sigurður Einarsson
eða Helgi Hjörvar?"
Hann: „Guðmundur á Sandi."
Eg brosti mildilega en hélt
áfram.
„Hvað finnst þ£r mesti gall-
inn á Strokhljómsveit Útvarps-
ins?"
„Að hún skuli ekki láta verða
af þvi að strjúka."
Eg brosti beiskjulega en hclt
áf ram:
„Þeir segja, að það liggi hérna
togari sem enginn fæst til að
fara á!"
„Ekki er það mikið."
„Nú, veiztu um annan?"
„Já."
„Hver?"
„Tappatogari."
Eg brosti illskulega en gafst
þó ekki upp:
„Eg fór um daginn í heilmörg
þvottahús með tau, en enginn
vildi þvo það".
„Það sama hefir komið fyrir
mig."
„Nú, með hvað fórstu?"
„Sultutau."
Þá gafst eg upp. Eg þóttist nú
viss um að hin einkennilegu
svör ættu rót sína að rekja til
æðisgengins sálarástands, en þó
tel eg víst, að hefði eg vitað
.hversu ægilegar afleiðinga'r
hjálpsemi mín átti eftir að hafa
i för með sér, þá hefði eg valið
hina einu réttu leið, með öðrum
orðum, ^gefið aleigu mína og
gengið í klaustur. En maður er
nú einu sinni enginn miðill, og
ber því ekki gáfur til að sjá
fram i tímann, að minnsta kosti
ekki svona alveg slæðulaust. Og
því var það, að eg sló aftur
hressilega i bakið á honum, og
. er hann hafði hóstað og stunið
eins og hann þurf ti með, leiddi
eg hann inn á Landið.
Ein af alvarlegustu fyrirvelt-
um mínum síðan Moggi hóf að
velta fyrir sér vandamálum lífs.
ins, hefir jafnan verið hvernig
Dússi fór að krækja sér i konu.
Já, það hafa jafnvel verið dagav
sem eg hefi verið kominn á
fremsta hlunn með að skrifa
Mogga og leggja fyrir hann þetta
vandamál lif s mins. Eg hef i þeg-
ar i stórum dráttum lýst Dússa
og þykist mega vera viss um að
lesandinn sé mér alveg sammála
um að Dússi sé frámunalega ó-
fríður náungi, en þó dreg eg i