Vísir Sunnudagsblað - 25.05.1941, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 25.05.1941, Blaðsíða 4
4 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ efa að liann geti gert sér fnlla grein fyrir liversu ægilegur út- lits liann var í þessu sálarástandi sinu. Brjóstið, sem aldrei hefir verið meira en fimmtíu senti- metra i ummáli, virtist nú vafla meir en fjörutíu. Munnurinn var orðinn ótrúlega stór af skeifunni sem afmyndaði hann, og eg hló nú ekki lengur að brandaranum um Göhbels sem hljóðar þannig: „Brjóstmál þrjátíu, munnmál sextíu“. En eg var að tala um hið stórmerki- lega tilfelli sem svo mjög ásótti mig, sem sagt hvernig Dússi náði sér i konu. Eg man að spurning- in ásótti mig, sérstaklega þann dag sem eg komst áð sannleik- anum. Dússi kynnti mig fyrir hinni hamingjusömu. Sagði bara ósköp rólegur, og eins og það væri sjálfsagðasti hlutur í heimi, að þetta væri nú unnust- an sín, liún Petra. Og þá varð allt svo dásamlega ljóst og skýrt fyrir mér. Allar þær spurnirígar sem eg hafði lagt fyrir mig, virt- ust fá svar á þessum skamma thna. Stúlkuauminginn var sem sé engu hetri en makinn. Það var ómögulegt að skera úr hvort væri Ijótar. Eg man það enn þann dag í dag hversu dásam- legur friður færðist yfir mig allan. En sá friður stóð ekki lengi. Eg varð þess var, um leið og óttaleg hræðsla greip mig, að stúlkukindin horfði gagntekin á mig, og áður en nokkurri hjörg væi'i við komið, gekk hún til mín og tjáði mér ást sína. Sá dagur gleymist víst seint. 'Við stóðum þarna þrjú eins og söngtríó, nema livað einn (Dússi) var al- veg óður, annar (eg) örvinglað- ur, og kvenmaðurinn í tríóinu með innilegt sælubros á vörum. Eg man ekki hvernig málið var leyst, en svo mikið er vist, að vandlega var séð um frá okkar Dússa hálfu, að eg rækist ekki á kvenmanninn aftur. Og nú sátum við Dússi saman inni á Landinu og sötruðum í okkur kaffisopa, meðan Dússi sagði mér að hún hefði yfirgefið sig. Eg var skelfingu lostinn. Ekki aðeins yfir að sjá þetta eina tækifæri Dússa ganga svona úr greipum hans, heldur einnig yf- ir þeirri hroðalegu mynd sem rann upp í huga mínum. Mynd af kvenmanni, ægilega ófríðum, á hælunum á mér. Eg sá strax, að taka þurfti til einhverra róttækra ráða. Eg hugsaði og hugsaði, en það eina sem eg hafði upp úr því var liöf- uðverkur. Og þá fékk eg þá góðu hugmynd að spyrja Dússa um ástæðuna fyrir skilnaði Jjeirra. „Dússi“, sagði eg, um leið og eg reif hurtu serviettuna, sem hann ætlaði að fara að snýta sér í. Ekkert svar, aðeins lágtsnökt. „Dússi“, sagði eg aftur, en nú hærra. „Þú hlýtur að vita um einhverja ástæðu fyrir því að liún segir þér upp svona allt í einu.“ Enn ekkert svar. „Hún getur ekki hafa farið fná þér án þess að gefa einhverja skýringu,“ liélt eg áfram. „Það er þó ekki Breti?“ Lágt niðurbælt andvarp kom frá Dússa og tvö tár hrundu nið- ur í kaffibollan hans. Eg forðaði bollanum og þreif aftur hurtu serviettuna. „Hún hefir eitthvað sagt þeg- ar Iiún sagði. þér upp. Þú hefir þó ekki verið að daðra við ann- an kvenmann? Eða hefirðu sagt við liana eitthvað særandi? Hef- nrðu gleymt afmælisdeginum hennar, eða einhverjum öðrum hátíðisdegi? Eitthvað hefirðu gert af þér maður.“ Dússi snýtti sér í serviettuna. „Eg gaf henni bók,“ snökkti hann svo. „Bók?“ „Já.“ „Nú, ekkert er ljótt í þvi?“ „Nei, en hún las hana.“ „0, þú hefir gefið henni kvæðabókina þína. Það hlýtur að mega laga það. Þú getur hara sagt að kvæðin séu ekki eftir þig. Þú getur sagt að þú hafir safnað þessum kvæðum sem dæmum um lélegan skáldskap.“ „Eg gaf henni ekki kvæða- hókina mína.“ „Ha?“ „Eg gaf Jienni ekki kvæða- hókina mina,“ öskraði hann ör- vinglaður. „Eg gaf henni: Hetj- an frá Sidney.“ „Hetjan frá Sidney?“ „Já.“ „Hvað er að því,“ stundi eg. Mér var innanbrjósts eins og stjórnmálamanni, sem liættur er að skilja vitleysuna. ■ „Ja,“ svaraði Dússi, og var nú miklu rólegri, „það er Hetjan frá Sidney.“ „Hetjan frá Sidney?“ öskraði eg. „Reyndu að skýra ])etta.“ Og þá kom það. Það er ein- Jíennilegt hversu fátalaðir menn geta talað, þegar þeir loksins taka sig til. Orðaflaumur hans minnti mig einna helzt á orða- flaum - spiJarans í klúbbnum „Rauðar rósir“, þegar eg lokaði píanóinu, og tók eftir því að vesalings spilarinn var ekki hættur að spila. Orðin streymdu út úr honum, og munnvatn Iians buldi á andliti mínu. Og þá loksins skildi eg allt. Dússi gef- ur henni hók. Bókin er um Iietj- una frá Sidney. Hún les um hetjuna frá Sidney. Hún verður lirifin. Ei*hún liefir lesið bókina vill hún að Dússi verði hetja. Dússi getur ekki orðið hetja. Hún skilur við Dússa. Dússi grætur. Eg var ekki búinn að liugsa málið nema í mesta lagi í hálf- tíma þegar eg fann lausnina. „Eg hefi fundið ráð,“ hrópaði eg upp. „Ráð?“ Dússi stóð svo harka- lega á fætur að allt leirtauið sópaðist af borðinu. „Já, og' ráð sem er örugt“, æpti eg bæði glaður og stoltur, um leið og eg reyndi að likjast þeim öllum í senn: Hitler, Mussolini og Churchill. „Attu við að þú liafir fundið í'áð sem bjargar oklcur lit úr öll- um erfiðleikum? Áttu við að þú hafir fundið ráð til að gefa mér Petrn, rós hjarta míns, aftur? Áttu við . . .*. ? Rödd hans varð að ámátlégu gauli. „Já.“ Svar mitt var stutt en ákveðið. „En það krefst fórna“, bætti eg svo við. „Eg verð að fórna mér.“ Krampadrættir komu í kring- um munninn á Dússa, um leið og vonarglampinn dó úr augum lians. „Þú — þú ætlar að fórría þér, en slíkt gengur ekki nú á dögum. Öll skurðgoðadýrkun er útdauð. Átta hundruð manns fórnuðu sér á altari kirkjunnar um daginn. En liafði það nokkur áhrif ? Mýlitist hjarta Eysteins? Nei; og aftur nei. Slikt gengur ekki nú á dögum. Mér er jafn gott að skrifa min eigin erfi- ljóð.“ Eg stirnaði upp. Eg skildi strax við hvað hann átti. Sjálfs- morð skein úr augum hans. „Eg á ekki við að fórna mér i orðsins beztu merkingu”, æpti eg, um leið og eg reif blaðið sem hann var byrjaður að hripa á. „Nú?” Það kom aftur vonar- glampi í augu hans. „Eg á bara við að eg ætla að leggja á mig meira fyrir þig, en eg hefi gert fyrir nokkurn ann- an mann.“ Innilegur kærleikur og virð- ing' skein úr augum Dússa. „Segðu mér hvað þú ætlar að gera“, stamaði hann svö. Eg svaraði rólega: „Eg ætla að gera þig að hetju.“ „Gera mig að hetju?“ „Já.“ „En eg get aldrei orðið hetja.“ „Maður getur það sem maður vill,“ sagði eg ákveðinn, og sagði honum svo ráðagerð mína. „Á morgun,“ byrjaði eg, „ferðu til þinnar fyrrverandi.. og biður liana að ganga með þér í hinzta sinn. Hún gerir það sjálfsagt, ef þú segir henni að annars fáir þú aldrei frið i hjarta þinu. Þið gangið niður að höfn og þar hittið þið mig. Eg slæst i för með ykkur og við röbhum saman um daginn og veginn.. Jónas og forsetaefnið, Jónas og Háskólann og svo framvegis. Eg verðísportfötum með myndavél á bakinu. Svo stingur þú upp á því að eg taki af ykkur mynd, og eg segi að það sé alveg sjálf- sagt. Síðan stilli eg mér upp fyr- ir framan ykkur, og undirbý með fagmannshandtökum myndatökuna. Þegar allt er til- búið, beini eg að ykkur mynda- vélinni, og' alvarlegasti þáttnr leiksins liefst. Eg segi að eg sé of nálægt og stíg nokkur skref aftur á bak án þess að lita við, og eg geng aftur á bak, þar til eg dett í sjóinn. Og þá er komið að þér. Þú hendist fram á hafn- arbakkann, rifur af þér jakkann og skóna og steypir þér i sjóinn. Og þegar þú ert búinn að bjarga mér, þá értu orðin hetja“, end- aði eg svo ræðu mína. Það þarf meiri mann en mig til að lýsa liver áhrif þessi ræða mín hafði á Dússa. Shakespeare hefði sjálfsagt séð í augum hans sama græðgisglampan og í aug- um Romeos fyrst er hann komst í færi við Júlíu,ogLaxness hefðí eflaust séð barkakýlið taka dýfu, en þó allir rithöfundar heimsins legðust á eitt gætu þeir ekki gef- ið fullkomna lýsingu á útliti Dússa. Maðurinn var alveg bandóður. Það tók mig minnsta kosti hálftima að losa mig úr faðmhrögðum hans, og annan hálftíma að koma því inn í koll- inn á honum, að versta aðferðin lil að sýna, mér þakklæti sitt væri að kyssa mig. Þó tókst mér að lolcum að stilla liann og hann var sæmilega rólegur er eg ók honum lieim og við kvöddumst með þeim ásetningi að „Dramaet“ færi fram kl. 10 næsta morgun. Meira skeði ekki þann dag, að þvi undanteknu að Dússi hringdi mig upp um kvöldið og stakk upp á því að við smyrðum okk- ur, eins og Pétur og aðrir sund- kappar gera, áður en þeir leggja á haf út. Eg neitaði því alveg. Eg vaknaði klukkan átta sunnudagsmorguninn. Eg svaf lítið um nóttina. Tilhugsunin um hið ískalda bað hélt mér vakandi. Eg klæddi mig í snatri og settist að morgunverðinum. Mér var innanbrjósts eins og dauðadæmdum manni. Brenn- heitt kaffið vakti hjá mér til-

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.