Vísir Sunnudagsblað - 25.05.1941, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 25.05.1941, Blaðsíða 5
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ hugsunina \im ískaldan sjóinn, og rækjurnar, sem alltaf hafa verið . minn uppáhaldsréttur, minntu mig á, að í sjónum eru kvikindi eins og t. d. krabbar. Eg gafst upp á morgunverðin- um og greip Moggann, staðrað- inn í að eyða þessum síðustu píslarstundum mínum við al- heimspólitík og sprengjuregn. Fyrsta fyrirsögn sem augu mín féllu á, var á þessa leið: MAÐUR DRUKKNAR I HÖFNINNI. Þá gafst eg upp. Eg var svo hamingjusamur að eiga eina whiskyflösku og með hjálp liennar, og aðeins hennar, fékk eg aftur þann styrk ogandlegan þrótt, sem vinir mínir kannast svo vel við. Eg hrökk upp úr liugsunum mínum við að klukk- an var að verða tíu og flaskan var tóm. Eg rauk á fætur, síengdi myndavélinni á bakið, og arkaði af stað. Það var ekki fjrr en í Austurstræti að eg varð þess var, að eg var kenndur. Að lokum komst eg niður að höfn. Eftir að vera búinn að labba meðfram höfninni í tíu mínútur fann eg loksins Dússa og Petru. Þau stóðu víð Hafnarhúsið. Eg gekk strax til þeirra. Það fór hrollur um bakið á mér við augnaraðið sem hún sendi mér, og kaldur næðingur um allan skrokkinn á mér, er eg komst að raun um að þau voru að hnakkrífast um hvort menn fengju oft krampa ef þeir féllu í sjóinn. Mér tókst með lempni að snúa samræðunum á annan veg, en með þeim eina árangri að háværar deilur risu um hvort vont væri að drukkna. Eftir nokkuð þóf fekk eg því þó sleg- ið föstu, að margt væri verra en að drukkna, og er eg varð þess var að Dússa var innanbrjósts eins og manni sem situr á tíma- sprengju, ákvað eg að láta til skarar skríða. Við höfðum í samræðunum færst allnálægt hafnarbakkanum og eg sá, að nú var timinn kominn. „Hvernig væri að taka af ykk- ur mynd í þessu dásamlega veðri?" stundi eg upp. „A-alIs ekki sem verst," stam- aði Dússi. „Jæja, stillið ykkur þá upp". Eg tók myndavélina úr hulstrinu og tókst, eftir nokkr- 'ar tilraunir, að opna hana. Eg beindi vélinni að þeim, og hleypti í mig öllum þeim kjarki, sem eg átti til. „Hm, eg er vist of nálægt," stundi eg og steig hikandi nokk- ur skref af tur á bak. JjCUSUflÓJtJC undir stjórn nazista Innrás Þjóðverja í Noreg og Danmörk kom ekki aðeins eins og reiðarslag yfir þær þjóðir, heldur allan hinn' siðmenntaða heim. Síðan í Heimsstyrjöldinni 1914—18 hefir það verið stefna Dana, að ekkert sé hægt að úr- skurða með stríði. Þeir höfðu viðbjóð á stríði. Þeir ógnuðu engum og þótt þeir einir Norð- urlandaþjóða hefði landamæri sameiginleg með óvininum í suðri, var það bjargföst trú þeirra, að hægt væri að leysa allar deilur með samningum. Þeim var það ljóst, að land- varnir voru engar frá náttúr- unnar hendi og þeir gæti i mesta lagi haft 100—150.000 menn undir vopnum með geysilegum kostnaði, sem Þjóðverjum yrði leikur einn að sigrast á — því að aðra þjóð þurftu Danir ekki að óttast. Og árásin hófst í dögun þ. 9. apríl 1940, þrátt fyrir griðasátt- Ekki nógu langt. Eg beið augnablik og steig svo enn aftur á bak út i óviss- una. Eg varð þess var, um leið og Dússi og Petra ráku upp voðalegt öskur, að fyrsta þætti hlutverks mins var lokið. Eg var að hrapa. Eg vaknaði á Landspítalan- um reifaður upp fyrir haus. Læknarnir sögðu mér að eg hefði dottið ofan í lest á vél- bátnum „Lukkan" frá Tálkna- firði. Það var nýbúið að gefa mér deyfandi lyf, þegar hjúkr- unarkonan rétti mér bréfspjald. Á því stóð: Hjartkæri vinur! .... Af öllú hjarta tek eg þátt í óhamingju þinni. Eg tók eft- ir augnaráðinu sem þú send- ir mér um leið og þú féllst. Þá varð eg þess vís að þú elskaðir mig. Eg las það i brennheitum augum þínum. Eg kem ekki i dag. Læknarn- ir vilja ekki leyfa það. En gráttu ekki vinur, hvern ein-- asta dag skal eg sitja hjá þér og hjúkra þér. Þín Petra. P.S. Myndavélin fannst hvergi. Það síðasta sem mér datt i hug, áður en leið yfir mig aftur, var, hvort erfiljóðin hans Dússa kæmust ekki bráðum á prent. Grein sú, sem hér fer á eftir er sérprentun úr tímariti Ame- rican-Scandinavian Foundation, sem gefið er út í Bandaríkj- unum. Höfundurinn, sem ritar undir nafninu „Bjarki", hefir átt tal við um tvö hundruð Dani, sem komið hafa til Banda- ríkjanna síðan í apríl. Af frásögnum þeirra, og bréfum, sem tekizt hefir að smygla vestur um haf, hefir hann getað sett sam- an þessa mynd af lífinu undir stjórn nazista. málann frá 31. maí 1939, og Þjóðverjar tóku Dani undir vernd sína. Þýzk loforð. ,Þjóðverjar héldu því fram, að þeir kæmi til að f relsa Dani og að innrásin væri alls ekki brot á griðasáttmálanum. Danir og heimurinn voru að vísu á annari skoðun, en hvað kom það Þjóðverjiun við? Þjóðverjar lýstu því líka yfir, að verndin yrði aðeins meðan stríðið stæði og þeir myndi ekki skifta sér af innanlandsmálum. Danska stjórnin ræður ennþá að nafninu til, en tilskipanir, reglugerðir og höft voru strax gefin út i tugatali af Þjóðverj- um og flutningatæki tekin í þehra þjónustu. Það, sem hefir þó haft mest áhrif á Dani, er að varnarleysi þeirra auðveldaði Þjóðverjum hernám Noregs. Þeir uppfylltu ekki þá skyldu að verja hann fyrir Þjóðverjum. Rán í stórum stíl. Þjóðverjar fóru strax ráns- hendi um matvælabirgðir Dana. Málmar, olíur, benzin o. þ. h. var flutt til Þýzkalands og 700 eimreiðir og járnbrautarvagnar voru „fengin að láni" og send til Þýzkalands. Sumir voru látn- ir flytja landbúnaðarafurðir, en aðrir lík þýzkra hermanna, sem höfðu drukknað í Skagerak, er Bretar sökktu skipum þeim, sem áttu að flytja þá til Noregs. Vikum saman rak líkin á land í hrönnum og á tæpum þrem dögum voru ,75 járnbrautar- vagnar fylltir af líkuni, sem flytja átti til Þýzkalands. Þjóð- verjar lofuðu að senda vagnana aftur með 3 milj. smál. af kol- um, en síðan hefir ekkert spurzt til kolanna eða vagnanna. En danska stjórnin þekkti efndir Þjóðverja og lét því um sumarið vinna af kappi að mó- námd. En það er ekki hægt að nota mó i öllum hitunartækj- um og þvi kemur þetta ekki nærri öllum landsmönnum að gagni. Kaupmannahafnarháskóli neyddist til að loka sumum deildum sínum og rannsóknar- stofum vegna þess, að ekki var hægt að hita þær. Margar stofn- anir, sem störfuðu í sambandi við háskólann, nutu mikilla er- lendra styrkja, ekki sízt frá Rockefeller-stofnuninni, og þær urðu því að lækka seglin. En Carlsbergsjóðurinn hefir þó hjálpað mikið í þessum efnum. „Vingast" við Dani. Vafalaust liður Dönum betur en mörgum öðrum, sem Þjóð- verjar hafa lagt undir sig. Aðþví er virðist langar Þjóðverja til að sýna, að hægt sé að lifa þolan- legu lifi undir umsjá 3ja ríkis- ins, og þeir sé fúsir til samvinnu við þá, sem það vilja. Og þeir vilja samvinnu við Dani. Þeir þarfnast danskra matvæla handa her sínum og halda, að ef þeir geti f engið danska bænd- ur á sitt band, þá geti þeir feng- ið allmikil matvæli hjá þeim. En danski landbúnaðurinn lifir á innflutningi frá Ameríku og Austurlöndum. Þaðan þarfn- ast hann áburðar og fóðurs. Hversu snjallar sem þær ráða- gerðir verða, sem fram koma, þá er hrun framundan fyrir landbúnað Dana, ef styrjöldinni heldur áfram. Þegar er búið að skera niður þriðjung allra naut- gripa og helming svínanna og hænsnanna og flytja til Þýzka- lands, en hungrið vofir yfir landslýðnum. Danskar kýr til Lothringen. Um miðjan nóvember voru 800.000 Frakkar neyddir til að flytja úr Lothringen til Frakk- lands eða Póllands. "Þýzkir bændur voru sendir þangað í staðinn og þeim sendar 25.000 kýr frá Danmörku, — vegna þess, hve hagar voru litlir þar í landi, að sögn Þjóðverja. Þjóðverjum láðist að geta þess, að hernám þeirra og því útilokun innflutnings á áburði og fóðri orsökuðu þessa „slæmu hagbeit" í Danmörku. En það er ekki aðeins vegna

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.