Vísir Sunnudagsblað - 25.05.1941, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 25.05.1941, Blaðsíða 7
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ þeirra á hinum „útvöldu" tak- markalaus. Á þá er litið sem dreggjar þjóðfélagsins og þegar að skuldadögunum kemur, verður þeim ekki gleymt. Misrétti. Danskar konur eru ekki leng- ur teknar á fæðingarheimili í Kaupmannahöfn og öðrum borgum. Þau eru ætluð þýzkum konum, sem eru sendar þangað til þess að forða þeim frá þvi að heyra í brezku sprengjuflug- vélunum. Danir mega ekki láta nokkra Ijósglætu -sjást úr gluggum sín- um að næturlagi, að viðlögðum þungum sektum og fangelsi, en ibúðir Þjóðverja-eru uppljóm- aðar, svo að það sést langar leiðir. Flestir danskir bílar hafa horfið af götunum og þeir fáu, sem hafa leyfi til að vera á ferli, verða að fara lúshægt með dimm ljós. En þýzku bilarnir aka með fullum ljösum og feikua hraða um allt. Dönsk föðurlandsást. En þrátt fyrir þetta vex þjóð- ernistilfinning öana. Þeir eru fyrst og fremst Danir og mark- mið þeirra allra er frjáls Dan- mörk. Þjóðverjar róa að þvi öllum árum að tjaldabaki og í m.yrkr- inu, að bola Kristjáni X. af valdastóli. Þeir óttast þenna mann, sem þorir að riða óvopn- aður og einn síns liðs um götur Kaupmannahafnar. Þeir reyna með mútum og loforðum að stofna samsæri gegn ríkisstjórn bans, og lofa gulli og grænum skógum. En samhugur Dana er styrk- ur konungsins. Og styrkur hans fer vaxandi. Þ. 26. september s.l. varð Kristján X. sjötugur. Hundruð þúsunda landsmanna minntust dagsins og fylltust von um betri framtið. — I Kaupmannahöfn hyllti mannfjöldinn konungs- hjónin. Seint um kvöldið safnaðist fjöldinn saman fyrir framan Amalienborgarhöll og hélt á ljóskerum, sem stöfuðu frá sér daufum, bláleitum bjarma. —¦ Þegar klukkan sló tólf gekk konungurinn fram á svalirnar og heilsaði mannfjoldanum. Hann hélt á samskonar ljóskeri og aðrir. Hann ávarpaði fjöld- ann nokkurum orðum, bað alla að fara heim í friði og bauð síðan góða nótt, eins og faðir, sem talar við börnin sín. Eí til vill voru þessi litlu bláu ljós fyrstu geislar hins nýja dags fyrir Danmörku og heim- inn, þar sem skugga nazismans ber hvergi á. §KAK Tefld á alþjóðaskákmótinu í Buenos Aires. Hvítt: V. Kahn (Frakkland). Svart: Blanco (Cuba). Hollenzk vörn. 1. d2—d4, f7—f5; 2. c2—c4 (e2—e4 og þvínæst Rbl—c3 er sterkt), e7—«6; 3. Bgl—f3, Rg8—f6; 4. e2--e3 (g3 o. s. frv. er betra), b7—b6; 5. Bfl—d3, Bc8—b7; 6. 0—0, Bf8^-d6 (Sama staða og Ekenberg— Aljechin, Örebro 1935, þar segir Aljechin að 7. Rbl—c3 sé bezt og sýnir af hverju leikur hvits er rangur) 7. Bf3—e5?, Bd6xRe5; 8. d4xBe5, Bf8—g4 (Nú má hvítt ekki leika f2—f4 eins og hann ætlaði vegna Dh4, Ji3, Dg3!); 9. e3—e4, Dd8—h4: 40. h2—h3, Bg4xe5; 11. elxf5, 0-0; 12. f5xe6 (Hvítt grunar ekki hvað yfir honum vof.ir) Hf8—f3! Staða eftir 12. leik. *¦ ¦ ¦•*¦ ^ "'¦ ¦-•¦ /Áwík 'm 4 9 2 ¦ Wi. A i im'mm ABCDEFGH 13. e6—e7, Bb8—a6; 14. Bd3— e2, Hf3xh3! 15. g2xHh3, Dh4x3; 16. f2—f3, Dh3—g3+! 17. Kgl—hl Re5—g4; 18. Bcl—f4» Dg3xBf4 og hvítt gaf. Tilraunir fara nú fram á kaffirækt í Tyrklandi. Hafa bændur hjá Alexandrette unnið að þessumi tilraunum með opin- berum styrk og hafa þær reynst vel. IjeidréÉtingr. í sögunni „Freydís", er birtist í Sunnudagsblaði Vísis hinn 11. þ. m. eru þessar prentvillur: Bls. 4, fyrsta dálki, þriðju línu talið ofan fná: flæktist — á að vera fluttist. Bls. 4» þriðja dálki, þritugustu línu, talið neðan frá: að — á að vera af. Bls. 4, þriðja dálki, tíundu linu neðan frá: bamið — á að vera komið. Bls. 5, fyrsta dálki, tuttugustu og fimmtu línu ofan frá: rétti — á að vera setti. BIs. 5, þriðja dálki, tuttugustu og annari linu, néðan frá: hólar — á að vera hálsar. Bls. 5, fjórða dálki, annari linu, neðan frá: húsgarðinn — á að vera túngarðinn. 'Auknefni Gríms frá Hrotta- stöðum á að vera Hrotti, en ekki Hroki. Skipaskaga-vísa (Gerð i marzmánuði 1931). Hafnleysið á Skipaskaga skötnum þar er helzt til baga; brimöldur við björgin jaga, belta landið hvitum kraga; verður því að leita laga, landsfjár-miljón þangað draga; munu þá i þorpið slaga þéttingsflokkar „letimaga",*) lýðs, er virðir engan aga, átta stundir telur daga; kauptúnsins mun þessi þvaga þrif og gengi stórum bjaga; til að hafa nægt að naga nokkrir þó til vinnu kjaga; sökkulgrjót úr Flösum flaga firðar, og til „hafnar" vaga, bólvirki, sem bezt má haga, byggja skipunum til hlés; hafizt gæti síðan saga siglinga til — „Akranæs" (-nes). B. B. Frá danskri landbúnaðar- sýningu. *) Sbr. visu Péturs biskups, þá er rætt var um að löggilda höfn á Skipaskaga.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.