Vísir Sunnudagsblað - 01.06.1941, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 01.06.1941, Blaðsíða 1
1941 Sunnudaginn 1. júní 22. blad „Það sem fyrir mig bar 66 Ferlíkið í f jörunni. Á meðan eg dvaldist vestra, stundaði eg mjög sela- og refa- veiðar, eg hafði yndi af þeim og sótti þær af miklu kappi vetur og sumur. Svo bar það eitt sinn við, eg man ekki hvaða vetur það var, þvi eg er orðinn minnissljór á ártöl, þó eg muni löngu liðna atburði éins og þeir hefðu gerst í gær — en þetta mun hafa ver- ið skömmu eftir aldamótin — að eg lá fyrir tóum inni á fjörli með Hj allkárseyrarhlíðinni.Hún liggur nokkuð fyrir innan Hjall- kárseyrarbæinn og eru Rauðs- staðir næsti bær fyrir innan. * Eg rölti eina kvöldstund, löngu ef tir dagssetur, með byssu mína inn með hlíðinni. Það var útsynningsrosi með éljagangi,en hálfvaxinn máni, og lagði öðru hvoru föla birtu á fjörðinn og hvít fjöllin þegar hann gægðist fram á milli skýjarofanna. Eg lagðist undir stein niður við fjöruborðið og beið reiðu- búinn með hlaðna byssuna, ef tæfa skyldi nálgast. Biðin varð löng og eg varð einskis visari. Allt i einu rjúfa boðaf öll "mik- il og busl i sjónum kyrrðina, og kemur mér fyrst til hugar, að þarna kunni útselur að vera á ferð. Bráðlega varð mér þó ljóst, að svo var ekki, þvi eg heyri fruss og allskyns hljóð i sjónum, sem í fyrstu liktust Fyrir ekki löngu hitti eg mann þann að máli, sem Guðmundui Gísli Friðriksson heitir. Hann er ættaður úr Arnarfirði í Vestur-ísafjarðarsýslu og fæddur 7. maí 1861 að Álftamýri við Arnarfjörð. Guðmundur ólzt upp að Hrafnseyri, en byrjaði búskap á unga aldri í Hrafnseyrarhúsum, en eftir 6 ára búskap fluttist hann að Hjallkárseyri og þar bjó hann um þrjátíu ára skeið. Árið 1924 brá Guð- mundur búi, og hefir verið á ýmsum stöðum síðan. Er hann nú búsettur hér í' Rvík hjá dóttur sinni og lengdasyni, en fer á hverju sumri í átthagana og dvelur þá meðal ættingja og vina í Arnarfirði. Eg hitti Guðmund að máli rétt áður en hann fór „heim", eins og hann kallaði það. Hann var þá nylega áttræður orðinn, en unglegur, fjörmikill og kátur, eins og hann væri fimmtíu árum yngri. Eg spurði hann, hvort eg mætti' ekki hripa eitthvað upp eftir honum og varð hann fúslega við þeirri beiðni, enda -þótt hann teldi ekkert það í ævi sinni, sem væri þess virði, að það væri fært í letur. Þó kvað hann ýmislegt fyrir sig hafa borið, sem sér væri minnistætt ,og kvaðst hann ekki skyldi dylja mig þess. Hripaði eg upp fáeinar fyrirburðasögur eftir honum og fara þær hér á eftir. Þ. J. frisi i hesti, en tóku síðaf ýms- um breytingum, urðu stundum að hvellu hljóði eins og í gjall- arhorni, stundum blístrandi eins og í flautu, en aðra stundina breyttist hljóðið i dimmt og ógn- þrungið öskur, sem barst út i myrkrið og nóttina. Tóku f jöll- in undir og bergmáluðu öskrið. Verður mér litið 'fram á fjörðinn og kem eg þá auga á ferlíki, stórt og dökkt á lit, sem bærist í fjörunni skammt fra mér. Verður mér starsýnt á þessa skepnu, því hennar líka hafði eg ekki áður séð. En birt- án var dauf og það sást illa til dýrsins nema þegar ský dró frá tunglinu. Svó leit eg af því, til að hyggja að tæfu, en þegar eg horfði aftur út á sjóinn var dýrið horfið þaðan bg komið upp á land. Ekki gat eg komið á það auga þar, sökum myrk- urs, enda bar það í svarta bakk- ana. Hinsvegar heyrði eg bægslaganginn i þvi i fjörunni og small í, eins og þegar lamið er með sleggju i grjót, þegar ferlíkið byltist áfram eftir stór- grýttri urðinni. Öðru hvoru rak skepna þessi upp mikil öskur og heyrði eg á þeim, að hún fjarlægðist. Hélt hún inn með hlíðinni og heyrði eg til hennar alla léið inn að Grjóteyri, en svo heitir eyri sú, sem skilur Rauðstaða- og Hjall- kárseyrarlandeignir sundur. Sjóskrímslið á Hjallkárseyri. Það var sunnudag einn, surri- arið ef tir, að eg sá ferlikið í f jör- unni inn með Hjallkárseyrar- hlið, að við hjónin og börnin vorum stödd inni i bæ á Hjall- kárseyri, og bað konan mín mig þá, að skreppa fyrir sig út í skemmu eftir sykri. Þegar eg kom út úr skemm- unni verður mér litið niður i fjöruna óg sé eg þá boðaföll mikil eða hvítfyssandi hringiðu rétt fyrir framan tanga, sem gekk út í sjóinn framundan túninu. Dettur mér fyrst i hug, að þarna séu selir á ferli, eins og þeir eru oft á þessum slóð- um, enda þótt mér þyki boða- föllin, sem þeir mynduðu, ó- venjulega mikil. En það skipti engum togum, og eg var ekki búinn að gera mér neina Ijósa grein fyrir þessu, þegar eg sé risastórt fer- líki — einhverja ógurlega skepnu koma upp á yfirborð sævarins og renna á hröðu sundi inn með landinu. Skepna þessi var kolsvört á lit, nema á vinstri bógnum var snjóhvít skella. Það gljáði á all- an skrokkinn. Hausinn var klumbumyndaður og skálmynd- aðar klaufir í kinnarnar. Eyr- un liktust eyrum á kú, nema hvað þau voru miklu stærri. —* Einnig þau voru biksvört. Þegar dýrið fór í kaf, sá eg greinilega á fætur þess og gat ekki annað greint, en að það væri klaufdýr. Annars var það miklu ferlegra og sfærra i vexti en nokkurt landdýr sem eg þekki til. 'Hleyp eg þegár inri í bæ til konu minnar svo að hún og eins börnin gætu líka séð skepnuna, og sáu þau hana öll mjög greini- lega. Sjálfur hljóp eg út i skemmu eftir selarifflinum mínum, en þegar eg kom út með hann, hafði dýrið fjarlægst landið og bar svo ört undan, að eg taldi það tilgangslaust að skjóta. Þegar það var komið inn að svokallaðri Selseyri, fór það í kaf og sáum við það ekki ef tir það. Það má vera að fólk telji mig hafa séð sel, en slikum tilgátum vísa eg eindregið á bug, þvi eg tel mig þekkja seli allra manna bezt og hefi skotið þá unnvörp- um í fjölda mörg ár. Eg er heldjjr ekki einn til frásagnar um þetta einkenni- lega sædýr, það voru fleiri en eg og fjölskylda min sem sáu dýrið eða sporin eftir það — annarleg spor, sem stundum'sá- ust á leirum eða í f jöruborði. Eg man það, að Rikarð Torf a- son, sem um tíu ára skeið var sóknarprestur á Hrafnseyri, fékkst ekki til þess að trúa því, að spor þessa dýrs sæjust, fyrr en hann sá þau sjáifur einu sinni þegar hann fór inn að Borg, innst i Borgarfirði, til að skíra barn. Eftir það véfengdi hann aldrei sögusagnir þeirra manna, sem sáu dýr þessi eða sjávarskrímsli. Gröfin, sem opnaðisi Maður er nefndur Elías Pét- ursson. Hann bjó fyrst í Tungu við Iíúlu, en fluttist siðar að Álftarnýri, reisti sér þar Ms niðri á túninu og stundaði róðra. Hjá þessum manni réri eg.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.