Vísir Sunnudagsblað - 01.06.1941, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 01.06.1941, Blaðsíða 5
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ i HIMMLER. sjá ríkisins, en þar nieð Ijeinl undir yfirráðum nazisia. 1931 var liætt við þetta fvrir- tæki undir þvi yfirskini að það væri ekki hægt að reka það nerna með tapi. Það lifði þó það lengi, að það var húið að koma að gagni; það þurfti ekki að safna fleiri slaðreyndum og ekki að taka fleiri Ijósmyndir. Þjóðverjar komu þó átla árum síðar í ógáti upp um hina hern- aðarlegu þýðingu hinnar fyrstu „friðsamlegu innrásar". Þegar flugstarfsemin var lögð niður undirrituðu þeir samning, sem lieimilaði þeim að fá endurnýjað flugleyfið, nær sem þeim byði svo við að horfa. Alveg á siðustu stundu fyrir síðari ófriðinn í marz 1939, mundu nazistar allt í einu eftir þessu ákvæði og sendu nefnd til íslands, sem fullkom- lega skorinort átti að krefjast þess, að flugleyfið væri endur- nýjað. Lufthansa var aftur látið ganga fram fyrir skjöldu fyrir herstjórnina. í þetta skipti sá ís- lenzka stjórnin í gegnum hin dulbúnu hrögð nazista, og vísaði ákveðið hinum sykruðu úrslita- kostum þeirra á bug. Meðan þýzka nefndin var ,að semja i Reykjavik, afréð þýzlca stjórnin að sýna islenzku stjórninni dá- lítið í tvo heimana. Beitiskipið „Emden“ var látið fara til Reykjavikur og beina ógnandi fallbyssum sinum að stjórnar- ráðshúsinu þar sem forsætis- ráðherrann Hermann Jónasson með festu veitti rökum og ógn- unum mótstöðu1). Enda þótt þessi tilraun til að ná íslandi undir sína umsjá mistækist , kunnu nazistar ráð til þess að-lála þekkingu þeirra á staðreyndum fylgja með tím- J) Enginn hér á landi veit til þessa, að þýzk herskip hafi nokkurntíma beint • neinum fallbyssum eða vígvélum að neinu hér fvrir ófrið. Þýð. anum. Þeir uppgötvuðu það allt í einu Í9372), að Island væri ágætlega fallið til svifflugs. ís- lenzkum drengjaskátum . var hoðið til Þýzkalands og var þar kcnnt svifflug, en þegar þeir komu lieim aftur, voru þýzkir flugliðsforingjar, sem þóttust vera svifflugkennarar, i fylgd ]neð þeim. Þessir sérfræðingar rannsökuðu itarlega vindskil- yrðin, og þeir r^nnsökuðu á lireyfilflugvélum sinum hóhn- ann aftur. Athafnir þeirra voru fyrsta aðvörunin til íslendinga um hernaðartilgang falinn bak við þokuslæðu íþróttanna. — „Kennurunum“ var i kyrþey sagt að yfirgefa ísland'1) ,sem nú vissu meira um sviflug en liolt virtist fyrir sjálfstæði hólmans. Athafnir leynilögreglunnar (Gestapo). Meðan þessu valt fram, liafði Heinrich Himmler ekki setið auðum liöndum. Þegar nazistar tóku til sin völdin 1933, var það svo til fvrsta verk hans að benda á ísland sem hið „helga land germanskrar menningar“. — Menn úr úrvalaliðinu voru hvattir til að eyða leyfisdögum sinum á hóhnanum, og flóð af þýzkum ferðalöngum var sent norður á bóginn til þess að leita þar að sjálfum sér1). Þeir voru studdir í viðleitni sinni af dr. Werner Gerlach, sem var annar umboðsmaður Gestapos frá, og sendur var til Tslands með stjórnmálareksturs- vegabréfi til þess að slarfa sem aðalræðismaður Þýzkalands. Dr. Gerlach var ágætt sýnishorn af 2) Óskiljanlegt er hvernig al- burðir 1937 liaí'i getað verið af- leiðing atvika, sem gerðust 1939. Þýð. ' 3) Ekki er neitt kunnugt um það. Þýð. ]) Það komu hingað margir útlendir menn, aðrir en Þjóð- verjar um þessar mundir. Þýð. þeim mönnum, sem liöfðu byggt upp nazistaríkið. 142 menn af þýzku þjóðerni, ópóli- tískir menn, liöfðu fast aðsetur á íslandi. Þeir urðu fyrstu skot- spænir, og það er óliætt að seggja fyrstu fórnarlömb, þessa hrokafulla nazistafulltrúa. Dr. Gerlach r'eyndí aldrei að dylja hinn sanna tilgang stjórnmála- erindreksturs • síns. Hann full- vissaði Þjóðverjana sína um, að ísland mundi innan stundar vera komið inn undir valdsvið nazista, því að Hitler ætti ekki hægt með að líða, að þessi vagga hins norræna kyns liéldist undir erlendum yfirráðum. Það voru Danir, sem liann hér átti við, en' þessi teutónski postuli virtist ekki leggja neitt upp úr því, að þeir eru skyldari hinuni sagn- frægu víkingum að frændsemi. En það var dómur á þessari skemmdarstarfsemi Gerlachs, að hún átti að mistakast. Honum tókst aldrei að gera flokk is- lenzkra þjóðernis'sinna, þetta pólitíska frárennsli hinnar fábyggðu íslenzku glæpamanna- veraldar, að raunverulega þýð- ingarmiklu aflliði. Hinar lieil- brigðu tilhneigingar og' liinn al- varlegi framfaraliugur liins sanna íslendings, sem alinn er upp við ei'fðafrelsi og fornt þingræðiskerfi2, virtu að vettugi hin klunnalegu tilboð hans um að ganga krákustíg með naz- ismanum. Því var það, að ís- lendingar náðu aftur andanum, þegar Kanadamenn gerigu á land og fóru rakleiðis að bústað þessa dr. Jekylls i líki nazista- ræðismanns til þess að taka Iiann ofan af háhestinum3). Hann var sendur lil Englands um leið, og allir Þjóðverjar bú- settir á Islandi voru leitaðir uppiogfluttir í leynilegar fanga- búðir, og er það liernaðarleynd- armál ,hvar þær eru. Það var ekki skilin eftir nein fimmta herdeild á íslandi. Þetta var hin dramatiska eyði- legging sjö ára harðrar vinnu af liendi Himmlers. En hann er ekki sá maður, að liann gefist upp í baráttu, nema hgnn reyni og reyni og reyrii aftur. Himm- Ier lítur enn á ísland sem sitt eigið einkalífsrúin (Lehens- raum), hið fyrirheitna land ]iess, sem liann girnist. Hann er fastnáðinn i því að ráða frani- tíðarforlögum hólmans i liá- 2) Þingræði er, svo sem kunnugt er, glænýtt fyrirbrigði hér á landi. Þýð. 3) Það voru brezkir liermenn, sem handsömuðu dr. Gerlach. Þýð. fleygu æfintýri, sem liann kall- ar orustuna um ísland. I úrvalaliði sinu lætur liann nú liðsforingja undirbúa dular- fulla stjórnarbyltingu á íslandi. Stjórn þessa leynilega fyrirtæk- is, sem cr kallað Hauptstelle (aðalstöð) C, er i hönduni Philo'von Throtha, sem er æfð- ur í að sletta sér fram i norræn mál. Erindisbréf lierra von Throtha var í fyrstu með meiri eða minni tröllasögubrag. Ilon- um var falið að gera ísland að dómkirkju norrænna kynþátta- kenninga undir beru lofti, þar sem Himmler gæti dýrkað vík- ingahetjurnar sínar. En síðan ófriðurinn braust út, og sérstak- lega eftir að Danmörk var lier- numin, vikkaði skylduverka- hringur hans. Draumur Himmlers. I dag stjórnar hann sérstöku liði, sem boðið er út meðal traustustu mannanna i úrvala- liðinu og þjálfað til þess að vera ,vGestapo leiðangurslið“, er á að reyna að vinna ísland aftur undir Heinrich Himmler. Ef hin æfintýralega innrás þeirra skyldi nokkurntíma takast, þá mun hún verða framin sem tröllaukið samsæri af þeirri tegund, sem Himmler er svo lagin frá fornu fari. Sérstakir hópar úr Gestapoliði hans hafa margsinnis ráðist inn i Sviss- land, Austurriki og Holland til þess að ræna þar sérstökum ó- vinum nazismans. Þeir liafa meira að segja barizt við Tékka í einni eða tveimur kauðalegum orrustum áður en Miinclien- fundurinn batt enda á vandræð- in, án þess að til frekari blóðs- úlhellinga kæmi. íslenzka æfin- týrið mun verða sniðið eftir þessum vopnaleiðangrum, en verða miklu stærra í brotinu. Himmler trúir því, að þetta muni takast, ef það er vel skipu- lagt, vandlega undirbúið, og ef því er komið i verk með þeirri purkunarlausu festu og nafn- frægu kunnáttu, sem Gestapo ræður yfir, og það jafnvel þótt sé við yfirgnæfandi liðsmun að etja. Þetla samsæri er allt of fjar- stæðukennt til þess að takandi sé nokkurt mark á þvi,jafnvel þó með varúð sé gert. En þeir sem kunnugir eru hinum einkenni- legu vinnubrögðum . lieila Himmlers, vita, að það (lregur aldrei úr lionum kjarkinn, að séfintýri sé vonlaust; liann von- ar með með þessum furðulega leiðangri að lifga við víkings- andann, sem menn hans eru þjálfaðir til.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.