Vísir Sunnudagsblað - 01.06.1941, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 01.06.1941, Blaðsíða 6
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ Framtíð íslands er í hug- myndum Himmlers nátengd við hið nýja heimsskipulag Hitlers. Þetta norðlæga útvirki mun verða liin bezta trygging fyrir þetta skipulag með liinum ger- mönsku lifnaðarháttum þcss, könnuðum og dreifðum frá ís- lenzku tilraunastöðinni, sem mun breyla hinni liorfnu vik- ingaöld í lifandi veruleika. Að- alstöð Heims-Gestapo mun verða flutt til lögregluborgar á íslandi, og íbúarnir þar eiga að vera hinir alvitru varðmenn þess heims, sem nazistar ráða yfir. Engum mun verða levft að koma inn í þá helgu borg,-nema vandlega völdum og ættprófuð- um eintökum af hinu germ- anska höfuðkyni, körlum og konum. Þau eiga að verða Ad- amar og Evur nýrrar kynslóðar, er sé öllu öðru fremri, sem fram að þessu hefir hyggt jörðina. Það er að skoðun Himmlers ekkert, nema náttúruskilyrði ís- lands, sem gelur alið þessi ofur- menni, því að aksvið hetjulegra eldfjalla-, jökla-, hvei-a- og f jarðalanda er þar á óviðjafnan- legan hátt tengl erfðaeðli viking- anna. Einangrun hólmans mun varna skaðlegum meginlands- hugsjónum og löstum að ryðjast inn í þetta Tibet norðursins. Hluta af íslandi, hinum við- áttumiklu, veðurbörðu og snjó- þöktu sléttum þess, mun verða breytt í fangabúðir, til þess að þar verði geymdir allir póli- tiskir fjandmenn nazismans. Við þessi úrhrök munu erind- rekar Gestapo leika hinar hár- fínu listir ógnanna. Meðan Himmler heldur for- ustu hinsN volduga þýzka lög- regluliðs. og kvelur saklaust fólk um leið og hann, eins og hann sjálfur orðar það, elur upp „forfeður handa höfuðkyn- þætti framtíðarinnar, sem mun drottna yfir heiminum“, mun' liann halda áfram að dreyma um hina mörukenndu aðstöðu Islands i hinu nýja heimsskipu- lagi Hitlers. G. J. þýddi. Frá 1. júní 1939 til 30. júní 19-10 fengu 70.756 útlendingar leyfi til þess að setjasl að í Bandaríkjunum, þar af voru 21.520 frá Þýzkalandi, en af þessum hópi voru 20.000 Gyð- ingar, en af 5032, sem komu frá ítaliu voru 700 Gyðingar. Alls fengu næstum 40.000 Gyðingar landvistarleyfi þessa 12 mánuði, en þess er að gela, að Gyðingar voru hraktir úr landi í Þýzka- landi og Italíu, Kafli Síðsumarkvöld Það var búið að kveikja i slofunni á IIóli, þegar hanh kom upp eftir. Lampinn hékk yfir matborðinu og rólaði dálít- ið á króknum, svo ljós og skuggar voru á sífelldri hreyf- ingu í herberginu. Árni settist, og tók til matar síns. Hann var léttur i skapi, en þó dálítið angurvær, því þetta daufleita lampaskin minnti á haust. Hannes á löppinni sat og að snæðingi og var heldur þung- búinn; hann tók ekki kveðju Árna og lóst elcki sjá hann. Aft- ur á móti svaraði einhver annar; mjúk, glettin rödd, sem sagði gott kvöld. — Á milli glugganna, þar sem ljósið að innan mætli daufum bjarma. kvöldsins, sat ung stúlka, í gamla rauða sóf- anum hennar Mörtu Jerimías- dóttur. Árni leit upp og horfði á hana eins og í draumi; honum fannst eitt augnablik að þetla væri ekki að ske núna, héldur liefði verið endur fyrir löngu. Hann þekkli hana, þó hann greindi varla andlit liennar og liefði aldrei séð hana fyrr; þau höfðu þekkst æfinlega. Hann heyrði að Iiún hló, lágt og glatt, hann kom til sjiálfs sín og hélt áfram að borða. Marta ráðskona kom inn, bætti soðn- ingu á fatið. Hún var hörð á brúnina og hvatskeytsleg í öll- um hreyfingum. Stúlkan i sóff- anum sagði eitthvað við hana, en fékk ekkert svar. Svo þetta var liklega einhver sem var að draga sig eftir Snjólfi kaup. manni? Árni leit aflur á hana sem snöggvast og sá að hún var Iagleg. Það gelur líka verið að þetta sé einhver sem skósmið- urinn hefir elcki biðlað til enn- þá, hugsaði Iiann. Hannes á löppinni var mjög þungbúinn. Það var auðséð á andliti hans að hann var ný- kominn úr biðilsför, því liann var dökkrauður i framan og þegar orðinn pöddufullur. Þrátt fyrir geðstvrfni syst- kinanna, var rótt og friðsælt í borðstofunni. Húsgögn voru þar fá og fátækleg, nokkrir lialtir tréstólar, gamall skápur, sem einu sinni hafði verið rauðmál- aður. liálf tóm bókaliilla. rvðg- aður ofn og sóffinn rauði á milli glugganna. — Árni sá út á fjörð. inn úr sæti sínu; það gljáði á vatnið í rökkurmóðunni og það var búið að kveikja Ijós í Bryggjuhúsinu, þessari ein- kennilegu byggingu, sem var íjyggð á stólpum út í sjóinn. Logn var á, en kominn dálítill suddi. Eftir nokkra stund gafst skó- smiðurinn upp við að borða; honum hafði gengið það all skrykkjótt. Hann staulaðisl þeg- ar út, en Marla Jerimíasdóttir kom inn og tók af borðinu. Unga stúlkan í sóffanum raulaði „Hjáhnar og Hulda“ og yrti ekki framar á náðskonuna, enda lét Marta eins og hún sæi liana ekki. Árni sat á stól sínum og lét sér líða vel. Það var mildi og friður í þessari gömlu stofu, og hnusið í húsmóðurinni rask- aði ekki ró lians. Honum var að vísu Ijóst, að hún ætlaðist til að þau færu bæði, en hann brosti bara með sjálfum sér að annari eins fjarstæðu, og að síðustu varð hún að víkja af hólmi. Hurðinn sinall á eftir henni svo húsið liristist. En þessi liá- vaði virtist ekki rjúfa kyrðina. Árni sat þögull og sæll eins og fyrr. í rauða sóffanum milli glugganna rétti unga stúlkan úr sér og hló. Á grasflötinn fyrir utan féll sumarregnið með eintóna niði, og inn um opnar rúðurnar lagði angan af gróðrarmold. Árni teygaði hana að sér og minntist hernsku sinnar, þegar hann lék sér í nýslegnu grasi á túninu heima. Hann fann sætleika jarð- arihnsins, er umlukti hann eins og móðurfaðmur, og vissi um leið, að það var ástin hans sem sat þarna gagnvart honum. Hlátur hennar var Iágur og rór, eins og regnið; kvöldið og hún voru eitt. „Af hverju ertu að hlæja?“ — Hann heyrði sjálfan sig segja þetta; en röddin var ekki lians eigin. Honum fannst hin milda samhljóðan herbergisins bresta, og hann roðnaði iit undir eyi-u, því hún hafði nefnilega alls ekki verið að hlæja. Það var að minnsta kosti löng stund liðin siðan. „Eg er að hlæja að þér; mér finnst þú líta út eins og prestur! Hvað heitirðu?“ „Eg heiti Árhi.“ „Húff!“ sagði hún og and- vai'paði um leið. Hann horfði á hana og skildi ekkert i þessu; en þá sagði hún: „Heyrðu, þor- irðu ekki að setjast hjá mér; ertu liræddur við mig?“ „Hræddur við þig, — nei, nei.“ sögu, eftir Krlstmann Gudmundsson, Hann reis á fælur og gekk þessi fáu skref yfir að sóffanum. Hnén á honum voru ekki eins og þau áttu að sér og liann vissi ekkert hvað liann átti að gera af höndum sinum. Það hressti hann þó dálitið, að sjá livað hún var lika feimin og slcritin. „Eg hugsaði að við gætum rabbað svolítið saman,“ sagði hún fljótmælt. „Mig langaði svo til að tala við þig.“ „Já, — mig lika.“ Hann var glaður og þakklátur henni fyrir að þetta skvldi hafa gengið svona vel; samt sagði hann: „En þú ert nú lildega á gægjum eftir honum Snjólfi, eins og all- ar hinar stelpurnar!“ Hann var dálítið skrækur og talaði of liátt. — Hún leit ská- halt upp á hann, teigði fram andlitið og sagði, með undrunar og gremjukeim í málrómnum: „Því ert þú vondur við mig, þegar eg hef ekki gert þér neitt?“ Hann hlustaði á óm raddar- innar, sem var innileg og mjúk, og minnti á eitthvert lag er liann var löngu búinn að gleyma, meðan hann horfði á liána frá hvirfli til ilja, eins og í leiðslu. Hiin var nokkuð liá, og grönn, en hraustleg og fagursköpuð. Ljósbrúnt liárið var fallegt, en heldur illa greitt. Grænköflótti ullarkjóllinn féll eins og liann væri steyptur utan um unga, fullkomna líkamann hennar, en liann var orðinn gamall og víða göt á honum. Og skórnir hennar voru óburstaðir. Árni var sjálfur mjög stærilátur og umhyggju- samur með ldæðnað sinn; eitt augnablik lá við sjálft að þessi útgangur á stúlkunni fældi hann frá lienni. En svo varð honum litið á andlit hennar og hann sá hana í fyrsla sinn. „Þú spyrð mig ekki einu sinni að hvað eg heiti!“ sagði hún og lést vera móðguð, en rödd lienn- ar glitraði af kátínu og ertni, og það var bros í bláum augunum. „Ha, — anzaði hann, og liún hló hált. En svo varð hún allt i einu alvarleg og hvislaði, eins og hún væri að trúa honum fyr- ir leyndarmáli: „Eg heiti Helga.“ Hann slarði enn á andlit hennar, frá sér numiim. Hún

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.