Vísir Sunnudagsblað - 22.06.1941, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 22.06.1941, Blaðsíða 1
1941 Sunnudaginn 22. júní 25. blað Flotti undan Stalin. Eíftir Alexander Barmine. Alexander Barmine var sendifulltrúi — charge d'affaires — Rússa í Aþenuborg þangað til í ágúst 1937, en féll þá í ónáð, eins og svo margir aðrir um sömu mundir. — Barmine fæddist 1899, og er hann var tvítugur gekk hann í Kommúnistaflokk Rúss- lands og gerðist sjálfboðaliði í Rauða hernum. I fyrstu var hann óbreyttur liðsmaður, en var eftir sex mánuði gerður að stjórn- málaerindreka við herdeild, fyrir vel unnin störf. Árið 1920 var hann sendur í liðsforingjaskóla og hafði síðar herstjórn á hendi víðs vegar á Vesturvígstöðvum Rússa undir yfirstjórn Tukha- chevskys, hershöfðingja, þegar Rússar herjuðu á Pólverja. Arið 1923 fór hann úr hernum, sem hershöfðingi yfir „brigade" (4—5000 menn), og var þá gerður að aðalræðismanni í Persíu, því að hann hafði þá leyst af hendi ýms stjórnmálastörf. Á árunum 1925—35 starfaði hann fyrir verzlunarráðuneytið í París, Milano, Briissel og Póllandi. Þá varð Barmine forseti útflutningssam- bandsins á vopnum, flugvélum og bílum, en í desember 1935 var hann gerður að starfsmanni við sendisveitina í Aþenu. „Flótti undan Stalin" er kafli úr æfisögu Barmines, „Frjáls- borinn maður" (Born to be free), sem hann hefir ritað sjálfur. Snemma £> sumri eru blátt og gyllt aðallitir Grikk- lands og júnidagur einn 1937 hófst eins og allir aðrir dagar við Eyjahaf. Úr dyrunum á litlu húsi rétt hjá Aþenuborg sá eg bændabýlin á við og dreif, hvit og bleik á lit, og fjallahlíðarnar þaktar vínviði. Þjóðvegurinn, sem lá niður við sjóinn aðskildi Kalamaki-þorpið frá hinum skrautlegu „villum" á strönd- inni. Þetta virtist vera blettur, sem óhamingjá, eymd og glæpir höfðu ekki lagt leið sina til. Var það mögulegt nokkurstaðar? Klukkustund síðar stöðvaði eg Ford-bílinn minn við dyr sendisveitarhússins. Það stóð rétt hjá konungs- höllinni. Þessi vistlega bygging, með rúmgóðum sölum, hafði áður verið aðsetur liinnar keis- aralegu sendisveitar og við höfðum erft hana. Allt gekk vel. Maður þurfti ekki mikið fyrir lífinu að hafa í Aþenu. Sovét- ríkin og Grikkland þurftu ekki að óttast hvort annað. 1 Moskva hugsuðu menn lítið um Grikk- land og því var lítið að gera hjá okkur. Eg var sendifulltrúi í fjarveru sendaherrans, Kobet- sky, og gat ekki óskað mér betri stöðu. Stjórnmálafulltrúi, sem starfar fyrir land sitt í slíkri stöðu, laus við hættur og erfið- leika,- hlaut að vera manna ham- ingjusamastur. Grísku blöðin og hlaði af bréf- um lágu á borðinu mínu. Frétta- dálkarnir voru leiðinlegir. Á bréfaumslögin hafði jafnvel ver- ið prentað: Hellenar, sofið í friði. Hellas er öflugt. Jan Me- taxas. Síminn hringdi. „Forstjóri grísku fréttastofunnar segist verða að fá stutt viðtal við yð- ur," sagði skrifari minn. Eg tók símann. „Við vorum að heyra i út- varpi," sagði röddí símanum, „að einn af fnlUrúum land- varnaráðherrans hafi framið sjálfsmorð. Við náðum ekki nafninu. Getið þér staðfest frétt. ina og sagt okkur hvað er að baki sjálfsmorðinu?" Eg varð aUyggjufullur ahdar- tak. En eg svaraði fljótt og „diplomatiskt": „Eg hefi ekki fengið neina fregn um þetta frá Moskva. Landvarnaráðherrann, Voroshilov marskálkur, hefir fjóra undirráðherra: Gamarnik, Tukhachevsky marskálk; Alk- snis hershöfðingja og Orlov að- '. "^- '':*,'£¦ :' : ¦ '-^. . Rauða torgið í Moskva. A Rauða (orginu i'ara árlega i'rani miklar hersýningar og önnur há- líöahöld, þ. á m. 1. niaí liátíðahökiin, sem eru ein þau mikilvægustu, sem haldin eru í Rússlandi. Safnast þá milljónir nianna sainan á torg- itíu, hœði sem ])átttakendur og áhorfeiidur. Myndin er tekin uppi á hakinu á Hótel Moskva.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.