Vísir Sunnudagsblað - 29.06.1941, Blaðsíða 1
1941
Surinudaginn 29. júni
¦¦BBBigi^HHHHI
26. blað
Xcódói* Áriiason:
Hverjir voru Útilegumenn
og
hverjir eru Skógarmenn K.F.U.M.?
Það er ekki ótítt, að ýmsir
hinna merkustu og mætustu
manna erlendra þjóða, einkum
Breta og Bandaríkjamanna,
minnast með hrifningu og þakk-
læti „those happy and heaven-
ly days I had in „Y. M. C. A.-
Camp". — telja sig eiga þaðan
einhverjar unaðslegustu endur-
minningar frá æskuárunum og
rekja þangað upphaf hám-
ingju sinnar.
Líklega er almenningi ekki
kunnugt um, að til eru hér iá
landi slikar K. F. U. M.-sumar-
húðir fyrir drengi og unglinga
og hafa verið starfi-æktar i nær
tvo áratugi, — eða réttara sagt:
hafa verið í smiðum á þessum
árum, að þaðan eiga nú fjöl-
margir ungir menn indæ'lar
endurminningar og að einmitt
er til þess stofnað, i og með, að
þangað geti merkismenn vorrar
þjóðar síðar meir rakið upphaf
sinnar hamingju, — að þeir
m.uni þá líka vitna til dýrðlegra
daga í sumarbúðum K. F. U. M.
Svo merkilegt finnst mér
þetta sumarstarf K. F. U. M. og
svo þýðingarmikið getur það
verið einmitt nú, á þessum öng-
þveitistímum, og vandræðatím-
um islenzka æskulýðsins, að eg
hygg að því verði vel tekið, að
einu sinni sé sagt frá því nokk-
uð nánar en áður hefir gert
verið, en þó aðeins i slórum
dráttum.
—o—
Það er langt síðan, að það
varð einn liður í starfi hins
fórnfúsa og umhyggjusama
leiðtoga K. F. U. M., sira Frið-
riks Friðrikssonar, að fara á
sunnudögum í skemmtiferðir
með drengjahópa upp um
sveilir í nágrenni Reykjavíkur,
þegar á því voru tök og veður
lej'fði, á sumrin.
í slíkum ferðum mun hann
oft hafa verið að segja þessum
ungu félögum sinum og vinum
frá sumarhúðum K. F. U. M.-
drengja erlendis, þar sem hann
hafði dvalið sjálfur. En þegar
þeir síðan stálpuðust, drengirn-
ir, sem verið höfðu með hinum
elskaða f oringja sínum í þessum
sunnudagaferðum, — þeir, sem
tryggð héldu við hann síðan, og'
K. F. U. M. - fóru þeir að skrafa
um það sín á milli, að gaman
væri nú að geta komið upp slík-
um sumarhúðum fyrir drengi,
einhversstaðar þar, sem fagurt
væri umhverfi og vel gæti farið
um þá, — enda þóttu sunnu-
dagsferðirnar ekki ná þeim til-
gangi, sem vakti fyrir sr. Frið-
i-ik og hinum ungu aðstoðar-
mönnum hans. I kringum 1920
Sjómannalít.
Morgunþvottur í vatninu.
var orðinn mikill áhugi á þessu
og mikið um það rætt.
Árið 1921 varð svo til sjöður
til þess að koma upp sameigin-
legum sumarbústað fyrir drengi
úr Hafnarf. og Rvík, en ungu
mennirnir, sem mestan höfðu
áhuga á þessu, höfðu með sér
sameiginlegan félagsskap
(hafnfirzkir og reykvískir) og
fundi fyrsta föstudag í mánuði
hverjum, og lögðu þá venjulega
eitthvað af mörkum í þennan
sjóð. Árið 1925 var svo hægt að
koma upp skálanum í Kaldár-
seli. Elcki er rúm til að rekja
hér þá sögu, — um fórnfýsi,
erfiðleika og sigra. En þessi
staður varð brátt vinsæll og
hefir jafnan verið gestkvæmt
þar á sumrin. Þeir, sem vel
þekkja til fullyrða, að mikil
blessun hafi hlotist af sumar-
starfinu þar, og margir eru þeir
nú orðnir, sem þaðan eiga hug-
ljúfar endurminningar.
En á meðan þessi skálabygg-
ing í Kaldárseli var á döfinni,
voru reykvísku piltarnir að
sækja í sig veðrið og svipast um.
ef tir öðrum stað til slikrar sum-
ardvalar, því að eiginlega var*
Kaldársel sérstaklega á „hags-
munasvæði" Hafnfirðinga. Til-
lögu um að velja staðinn í
Svínadal á Hvalfjarðarströnd
mun. Hróbjartur burstagerðar-
maður Árnason hafa átt. Sira
Friðrik segir") að sér hafi ekki
litist vel á þessa hugmynd upp-
haflega, en hafi þó látið til leið-
ast að rannsaka málið. En a'ö
lokinni þeirri rannsókn sótti
hann um leyfi til rikisstjórnar-
innar til þess að fá reit í Vatna-
skógi, (sem tekinn hafði verið
undan Saurbæjarlandi) til sum-
arstarfsemi K.F.U.M. Kofoed
Hansen skógræktarstjóri veitti
þessari umsókn fylgi sitt og var
leyfi veitt fyrir einum hektara
lands í skóginum, sem félagið
skyldi girða og hafa umráð yf-
ir, svo lengi, sem K.F.U.M hefði
þessa sumarstarfsemi, og mætti
byggja þar skála og fara með
blettinn að vild, eftir þörfum
starfsins. — Var staðurinn síð-
an útmældur niður við Eyrar-
vatn, í rjóðrum tveim, nálægt
vestari enda þess,
En meðan á þessu stóð, var
farið með einn drengjaflokk til
dvalar í sveit — sumai'ið 1922,
— eða austur að Vatnsleysu í
Biskupstungum. Voru í þeirri
*) í Minningarriti Skógar-
manna 1939, sem aðallega er
stuðst við í þessari frásögn.