Vísir Sunnudagsblað - 29.06.1941, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 29.06.1941, Blaðsíða 6
6 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ af því sem slceð hafði eða ekki. „Hún hefir fengið kast,“ sagði Aage sjómaður. Það könn- uðust allir við köstin, sem Stína fékk á liverju ári. Silfurbyssan lá á beklc undir glugganum. „Nei,“ sagði Jörns. „Það get- ur ekki hafa verið hún. Hún vissi ekki einu sinni livernig á að skjóta úr byssu.“ „Það verður að rannsaka fingraförin," sagði sýslumaður- inn. En hann hafði ekki á sér neitt stækknnargler, og með berum augum var ekkert að sjá. Undir kvöld kom rannsókn- arnefnd frá Stavangri. Allir á heimilinu voru teknir til yfir- lieyrslu og urðu að segja hvað þeir vissu og hvað þeir vissu ekki. Stína sat hreyfingarlaus á stólnum og hún hreyfði hvorki legg né lið hvernig sem hún var spurð. Það voru tekin fhigra- för allra á heimilinu, einnig af fingrum Stínu og þá kom það í ljós, að hún hafði haft byssuna milli handanna. En það sannaði raunar ekki neitt. Um kvöldið sat Stiev í veit- ingakrá nokkurri og drakk „genever“, á milli þess að liann raðaði dótinu niður í ferða- skrínu sína. Það var ekki um annað rætt þar inni en morðið á Nor’dal Berglund. Allt í einu birtist lögregluþjónn í dyrun- um. „Komdu!“ sagði liann við Stiev. „Eg má ekki vera að því,“ svaraði farandsalinn og lokaði varningskistlinum. „Á morgun hefst markaðurinn i Stavangri, svo að eg verð að leggja af stað í kvöld.“ „Markaðurinn liefst án þin!“ Stiev hengdi kistilinn á sig og fór með lögreglumanninum. Hann var yfirheyrður í þaula, hann varð að segja,alla ævisögu sína og lýsa tildrögunum til ó- vináttu sinnar við Nordal. Það voru líka tekin af lionum fingraför, en þau fundust ekki iá byssunni. „Vísindin hafa stundum farið vill vegar,“ sagði sýslumaður- inn. „Varst það ekki einmitt þú, sem kærðir Nordal Berglund saklausan fyrir skattsvik?“ „Eg veit ekki hvort það kemur þessu nokkuð við,“ svaraði farandsalinn. „1 öðru lagi geri eg ráð fyrir að þetta séu embættisleyndarmál.“ Það var ekki neitt hægt að háfa upp úr honum, og loks var honum sleppt. Stína var flutt á sjúkrahús. Þar svaf hún i 60 klukkustundir samfleytt án þess að vakna. Þegar liún vaknaði, var hún eins og hún átti að sér, og hún vildi Vita hvar hún væri og hverju það sætti að hún væri ekki lieima lijá sér. Sýslumaðurinn var sóttur. Hann talaði lengi og gætilega við liana. Þegar hann sagði henni að Nordal Berglund væri dáinn greip hún báðum hönd- um í'yri r andlitið og lirópaði: „Nei - nei — nei“ - að minnsta kosti þrjátíu sinnum í röð. Sýslumaðurinn tók um hend- urnar á lienni og tók þær frá andlitinu. „Þér fenguð vist kast þenna dag, þér vissuð ekki hvar þér voruð né hvað þér gerðuð þenna ^íag. Vitið þér það nú?“ „Nei — nei nei,“ sagði liún aftur og aftur. „Það er bezt að þér segið allt. Byssan lá í herberginu yðar. En annars var þar enginn inni.“ Hann beið þegjandi nokkura stund. Stína hætti að grála. Hún fiktaði með fingrunum við sængurhornið. ,Já,“ sagði hún allt í einu, alveg róleg. „Það var eg.“ „í hamingjunnar bænum,“ sagði sýslumaðurinn, „menn sóru og sárt við Iögðu að þú liefðir aldrei umgengist skot- vopn og kynnir ekkert með þau að fara. Hötuðuð þér föður.yð- ar ?“ „Eg hefi lieldur aldrei haft skotvopn milli handanna.“ „Voruð þér að leika yður að byssunni? Hjálpaði hann til?“ „Nei eg var ekki að leika mér. Stiev stóð við gluggann og sagði að eg skyldi sýna sér liana eins og eg hafði gert fáeinum dög- um áður. Svo byrjaði hann að tala um myndirnar. Hann fékk mér byssuna og sýndi mér hvernig eg ætti að halda á henni, hvernig eg ætli að miða og lileypa af.“ „Og ef það hreyf- ist, sem maður ætlar að skjóta á, hleypir maður af,‘^ „sagði hann,“ „annars er það um sein- an.“ „Svo sagði hann mér líka að pabbi væri vondur maður, liann liefði stolið konunni frá sér. I rauninni hefði hann átt að vera faðir okkar Óla. Ennfremur sagði hann, að pabbi hefði svilc- ið og logið saman peningana sem hann liefði eignast. Eg liló að honum og sagði að þetta væri ekki annað en öfundsýki. Að síðustu sagði hann: „Og Óla bróður þinn hefir liann líka drepið.“ — „Það er ekki satt,“ öskraði eg upp í eyrað á hon- um. ,,Óli fór til sjós, liann fór liéðan burlu, og það er satt að þeir áttu ekki skap saman.“ — „Nei liann er dauður*“ endurtók hann og um leið fór hann að leita að einhverju í vösum sín- um. „Eg skal sýna þér það svart á livítu. Eg þekkti Óla. Hann drakk oft með mér genever. Hann ætlaði að kvænast fátælui stúlku frá Stavanger og skrif- aði föður ykkar bréf, þar sem liann bað um dálitla peninga- upphæð, svo að hann gæti keypt sér eitthvað í búið. En pabbi þinn svaraði, að hann ætti að koma heim — þá skyldi hann fyrirgefa honum — hann skyldi kvænast Tinu Anker, liún væri auðug; og auður ætti við auð. Það væri síðasta orð sitt í þessu máli. Þá henti Óli sér niður úr siglunni — það er að segja, í blöðunum stóð að liann hefði dotlið fyrir klaufaskapl^ Og svo sýndi liann mér úrklippu úr blaði með fyrirsögninni „Slys á sjó.“ Þar stóð að Óli væri dá- inn. Eg stóð með byssuna í þönd- unum. Stiev liélt leiðar sinnar. Hann gaf mér bendingu utan af götunni. Hann settist á stein, en hafði ekki augun af mér. Þau stækkuðu stöðugt, mér fannst þau gleypa mig og mátturinn þvarr úr líkama minum. Eg heyrði að hann sagði í annað sinn: „Og ef það hreyfist, sem maður ætlar að skjóta á, lileyp- ir maður af, annars er það u«i seinan.“ Þá heyrði eg að dyrnar opn- uðust. Bréf og hlöð þyrluðust upp af borðinu. Eg miðaði og skaut." „Og svo?“ spurði sýslumað- urinn eftir stundar þögn. „Svo? Ekki neitt. Það var bara eins og svo oft áður. Eg var eins og lömuð. Eg fann ekki til, sá ekkert. Mér fannst eg sofa. Daginn eftir var Stiev hand- tekinn i Stafangri. En í mála- ferlunuip gegn honum sannað- ist ekkert á hann. Stiev var lát- inn laus, því hann var ekki sek- ur nema í augum fólksins. — Lögin gátu ekki dæmt hann. „En Lína,“ sagM frúin við nýju stúlkuna, „af Iiverju þurk- ið þér bara innan af gluggunum en ekki að utan?“ „Það er til þess, að þér getið horft út“, sagði stúlkan, „án þess að nágrannarnir geti horft inn.“ Mrs. Roosevelt heilsar Leopold Stokowski og hinni amerík- önsku æskulýðshljómsveit hans, sem er nýkomin úr Suður- Ameríku ferðalagi. Franklin Roosevelt yngri er á myndinni fyr- ir aftan móður sína.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.