Vísir Sunnudagsblað - 29.06.1941, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 29.06.1941, Blaðsíða 7
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 7 Sdmal Davidsen: AFLAKÓ^ÍGAR Fyrir' rúmum, mannsaldri hófu Færeyingar fiskveiðar þær sem tóku síðar sess landbunað- arins sem aðalatvinnuvegur eyj- anna. Færeyingar hættu að vera bændaþjóð og urðu fiskimanna- þjóð. Þessi mikla breyting hafði af- ar mikil áhrif á allt menning- arlif eyjaskeggja í framfaraátt. Velmegun fór liratt vaxandi, svo að mönnum óx ásmegin og þeir urðu djarfari við að leggja út á nýjar brautir og leggja grundvöllinn að nýhyggingum innan hinna þröngu takmarka þjóðfélagsins. Eg ætla ekki að þreyta lesend- ur mína á lýsingum að þessum hagfræðilegu breytingum, en ætla aðeins að nota þessar hug- leiðingar sem formála að efni þvi, sem eg ætla að rita um — aflakóngana. íslendingar hafa löngum átt x aflakónga og munu eiga þá á ókomnum árum — mennina, sem lagt hafa mestan afla á land liverja vertíð, eða allt árið í heild. Orðið aflakóngur liefir alltaf haft mikil áhrif á Fær- eyinga, því að hann var sá slyngasti af þeim hópi „liers- höfðingja“, sem herjuðu fyrir föðurlandið, eins og hinn ágæti rithöfundur Færeyinga, Jör^en- Frantz Jacobsen, sem látinn er fyrir nokkuru, lcomst einu sinni að orði í einni af bókum sinum. Færeyingar veiddu á hand- færi í tugi ára og þar sem sú veiðiaðferð var hezt til þess fallin, að sýna dugnað eða heppni hvers skipverja, voru veiðarnar sifelldur bardagi ein- stakra skipverja um að draga sem flesta og bezta fiska. Starfsferilíinn liófst, er ung- lingurinn fór fyrstu veiðiför sina og hlaut eldskirnina. Á hverju ári sýndi hann dugnað sinn og starfsferill hans náði há- marki, er liann sigldi úr höfn á skútunni, sem honum hafði verið falin skipsstjórn á. Veið- arnar voru oft erfiðar og höfðu mikla vosbúð í för með sér, svo að ekki var hætta á öðru, en að þær sýndu ljóslega hvað bjó i hverjum þeim, er lagði út á liafið. Það er eiginlega það sama og að fletta blöðunum í sögu Fær- eyja, að fara að kynna sér liver hafi verið aflakóngur í hvert skipti. Þeir hafa ýitanlega verið margir þau ár, sem liðin eru, siðan menn fóru fyrst að hafa áhuga á að fylgjast með afi’ek- Sámal Davidsen. um skipstjóranna, eða fi-á 1872 til voi-ra daga. Þeir hafa heitið mismunandi nöfnum, vei’ið frá mismunandi stöðum, stjórnað ýmsum skipum, en eitt var þeirn sameiginlegt: Þeir hófu bai’áttuna 'súð Ægi á unga aldri, lieppni þeirra og dugnaður sköpuðu þeirn rétt til að verða skipstjórar og sörnu eiginleikar færðu þeim lokasigurinn — gerðu þá að aflakóngum. Þeir áttu það líka sameiginlegt, að þeir voru átrúnaðai'goð landa sinna frá því að að þeir sigruðu og þangað til öðrum tókst að velta þeim úr sessi. Fyrsti aflakóngurinn fær- eyski var Daniel Haraldsen frá Tórshavn, og liann var líka brautryðjandinn á sviði skútu- veiðanna. Hann sigldi skipi sínu „Fox“ til íslands árið 1872 og i kjölfar hans hefir síðan siglt fjöldi skipa. Nöfn margra eru þó gleymd, en ef vel er að gáð, er þó hægt að kynnast möi'gu, sem ekki er á allra vitorði og skemmtun er að. Af þeirn aflakóngum, sem enn eru á lífi, eru þessir og fer nafn skips þeirra á eftir: Simon Höjgaard, Toftii’, „Silver belle“, Andreas Godtfred, Yági, „Krist- ina“, David Joensen, Klakksvík, „Skálanes“, Napoleon Jacobsen, Glyvrar, „Sauna“, Christian Paulsen, Strendir, „Standard“, og' Ricard Jacobsen, Klakksvík, „Yiðoy.“ Eg gæti nefnt fleiri. Afla- kóngarnir hafa verið margir og frábrugðnir að skapfei-li og eðl- isfari. Þeir voru heiðraðir og virtir i byggð sinni umfram alla aði-a. Saga sú, sem eg ætla að segja héi% lýsir vel virðingu þeirri, er aflakóngurinn naut: Tveir fær- eyskir skipstjórar hittust á Seyðisfii'ði um sumartíma Þeir heilsuðust, enda þótt þeir þekkt- ust ekki. Þeir voru ekkert að kynna sig, því að það liefir ekki þótt mest nauðsynin , samneyti Færeyinga innbyrðis. Þessir tveir menn voru eins frábrugðnir í fasi og útliti og hægt var. Annar þeirra var lit- illi og grannur maður, hæglát- ur og þögull, svo að það var alltaf eins og hann væri ráða- laus. Hinn var stór og sterkleg- ur, auðsjáanlega gortari, og það var liann, sem rauf þögnina með þessum orðum: „Á hvaða sldpi ert þú, karlinn minn?“ Hinn svaraði með mesta lítil- læti, eins og liann vildi helzt ekk hafa hátt um það: „Eg er skipstjórinn á Kristinu.“ Þögn --------Það var þá aflakóngur- inn, sem stóð þarna andspænis gortaranum. Hann spurði ekki frekari spufninga, fór á burt hið skjótasta, en aflakóngurinn stóð einn eftir. \ Sérhvert skip er þjóðfélag út af fyrir sig. Það er heimili, sem hefir þjóðfánann að skjaldar- merki og er sá orustuvöllur, þar sem skipverjar lieyja baráttuna við náttúruöflin (um auðinn, sem sjórinn býr yfir og er Iíf- gjafi eyjaskeggja. Afrek þeirra ber vitni um orku þá, sem býr með þjóðinni. Sá maður, sem ber ábyrgðina á framgöngu skipsliafnarinnar, hjálpar við að byggja brú yfir hafið. Þeir eyða ekki lífi sínu til einskis, því að þeir lialda við trú þjóð- arinnar á krafta og dug sjálfr- ar sin. SKÁK Skák þessa tefldi lieims- meistarinn, dr. Aljechin, nýlega í Lissabon, en hann var þá nýsloppinn frá Frakklandi, en þar hafði hann verið frá þvi stríðinu lauk, hvað Frökkum við- vék. Dr. Aljechin var liðs- foringi í franska hernum. Hvítt: Nokkrir portúgalskir skákmenn. Svart: Dr. Aljechin. Caro-Kann vörn. 1. e4, c6; 2. d4, d5; 3. exd5, cxd5; 4. c4, Rf6; 5. Rc3, e6 (Bg4, eftir Rc6 og Rf3, er farið úr móð, það er of liættulegt); 6. Rf3, Be7; 7. Bd3 (c5 hefir verið leikið, en það er tvíeggj- að), o-o; 8. o-o, b6 (Tilraun, sem tekst illa); 9. cxd5, Rxd5; 10. RxR, DxR; 11. Hel (Ef hv. hefði leikið Dc2, ætlaði Alje- chin að Ieika Bb7; ef þá Bxh7+, Kh8, Bd3, Rc6 með sókn), f5; 12. Bf4, Rc6; 13. Iicl, Rxd4 (Aljechin var i vanda, Bb7 var slæmt vegna Bc4); 14. RxR, DxR; 15. Df3, Bd7; 16. Be5, Dg4; 17. Db7, Had8! (Ef nú Dxa7, Bc5, sem, hótar Bc6); 8 7 6 5 4 3 2 1 ABCDEFGH 18. Hc7, Db4; 19. Bc3, Dd6; 20. Bc4, Kh8 (Hv. hótaði HxBd7, Hb8 nægir hinsvegar ekki); 21. Be5, Dd2; 22. Bc3, Dd6; 23. Be5, Dd2, jafntefli samið. ♦ Ingólfur Kristjánsson frá Hausthúsum: Landið kallac. Berðu ætíð eld í hjarta, íslands vertu sonur góður, gegnum húmið, geisla hjarta gefðu þinni kæru móður. Leggðu alla orku þína, æskumaður, landi og þjóð. í öllum verkum áttu að sýna íslenzkt hetjublóð. Landið þarfnast þinna handa þungum steini burt að ryðja, vinna skaltu í orði og anda, efldu farsæld þinna niðja. Horfin kynslóð hefir unnið hetjuverk í sinni tíð. Er feðrablóð vort burtu runnið bæði fyrr og síð? Nei, enn á landið okkar drengi, er arfi sinna feðra halda. Saga þeirra lifir lengi, lýsir fram um raðir alda. Tengjumst bræðraböndum allir, búum okkar landi hag. Tökum sáttir saman höndum, sigra vinnum hvern einn dag. „Frotte“-efni (upphleypt tau) uppgötvaðist með þeim hætti, að vefstóll bilaði lijá vefara ein- um og i staðinn fyrir venjulegt slétt efni, sem hann var vanur að vefa og átti að vefa, kom hrjúft og óslétt efni -— en efni sem síðar komst í tízku og þykir mjög fallegt.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.