Vísir Sunnudagsblað - 13.07.1941, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 13.07.1941, Blaðsíða 1
1941 Sunnudaginn 13. jiilí 28. blad Bepgsveinn Skúlason; IleÍBiiMékiB tii g'ainsiEiai* koiin í Flatey er fleira fóik en í öðr- um eyjum á Breiðafirði — ungt fólk og gamalt fólk, — og a. m. k. suma tima ársins er þar fólk á bezta aldri. Og svo er þar læknir, prestur og kirkja, eins og vera ber. En þegar liaustar að og húma telcur um hina kyr- látu byggð þarna úti á firðinum, flytur unga fólkið hurt — suður -— ásamt ritunni úr liöfninni og máríuerlunni af húðarsillunni. En gamla fólkið sýnir ekki á sér neitt fararsnið og situr heima. Það kann hvergi betur við sig. Þeir sem hafa hlustað á nið sævarins og þyt yjndanna í 70— 80 ár og séð sólina setjast við Skor jafn lengi, yfirgefa ekki sveitina sína nema híða við það eilíft tjón. I gömlu húsi, með gráum veggjum og svörtu þaki og stói’- unx gluggum móti vesturátt, hjuggu um langt skeið gömul lijón: Kristín Jónsdóttir ljós- móðir og Jakoh Þorsteinsson verzlunarstjóri, og voru þau að góðu kunn víða. —- Nú býr Kristín þarna ein. Jakoi) er dá- inn fyrir nokkrum árum. Á æskuárum mínum var eg heimagangur i þessu húsi. For- eldrar mínir voru góðkunningj- ar þeirra lijóna, og naut eg þess. Nú liöfðu atvikin liagað þannig til, að eg hafði ekki komið í hús- ið um nokkurt skeið. En fyrir skömmu átti eg leið um í Flat- ev, og leit þá inn til gömlu kon- unnar í rökkrinu. —- Þegar eg kom inn úr dvrunum lagði á móti mér notalegan húsvl og kaffiilm. Kristínu þykir góður kaffisopinn eins og’ fleirum stallsystrumliennarog hefirheitt á könnunni allan daginn. Það er gamail vani. Og hvergi er hetra að koma en þar sem kaffið er alllaf heitt á könnunni. Gamla konan hafði lagt sig fyrir á leguhekk i stofunni sinni og hvildi sín lúin hein. Gigtin ætlaði alveg að geia út af við hana. Þarna var'kvrrt og hljótt, og þegar eg var sestur í mjúkan stól í stofuhorninu fór reglulega vel um mig. — En þó vanlaði nú eitthvað, Blindi öldungurinn sem venjulega sat í ruggustóln- um sínum eða gekk um gólfið, teinréttur og fyrirmannlegur i fasi, og ræddi við gesti sína um liðna timann: æskuárin í móð- urliúsum heirna í Húnavatns- sýslu, æfintýrarík störf við æð- arvarp í Árnesi á Ströndum norður og vetrardvöl í Kaup- mannáhöfn, var nú horfinn. Norðlénzk lieiðríkja var yfir hugsun hans, málfarið skýrt og skoðanirnar álcveðnar og karl- mannlegar. Jalcob gieymdist seint þeim senx lxöfðu af honuixx nokkur kynni. Eg liafði orð á þvi við Krist- ínu, hvort henni findist ekki ein. veran tónxleg og löng, en lxun kvað svo ekki vera. Hún sagðist hafa óskað þess að Jifa nxami simx. Sér hefði orðið að þeirri ósk sinni, og nú væri ekki amx- að að gera en að bíða. Hún liefði verið við því búin. Lífinu væri lokið fyrir sér. Hér er i’ólegt heinxkynni, hér er ólund fjarri. Hér skin sól í kalviðri. hér eru góluð ljóðmæli, sagði hún einlivern tíma. Kristín er lxagixxælt vel, en liefir gert lítið að því að yrkja, og eixix minna að því að flíka skáldskap sínum. En eriridið við gömlu konuixa var nú ekki hvað síst, að reyna að veiða upp úr lienni eilthvað af skáldskap liennar, og svo að spyi’ja liana um eitt og annað úr lxeixnar löngu ævi, eftir þvi sem fæii gæfist. Rristin sagðist vera fædxl í Svefxxeyjum 2. sept. 1858, og hafa nú átt lxeinxa i Flatey síð- ustu 52 árin. Og 82 ára gönxui kona getur sagt frá nxörgu, sem okkur, sem nú erum á nxiðjum aldri, er liarla ókunnugt uixi. En það er sturidum ekki hlaupið að vizku gamla fólksiris, og svo fór hér. Kristíix vai’ðist allra frétta, sagðist aldrei lxafa verið neitt, hvorki skáld né annað, ewda væri liún nú húin að „brjóta og týna“ því litla sem hún hefði átt, eiixs og þessi „eftirixxæli“ sem hún liefði gert um sjálfa sig gæfu hugmynd um: Þegar eg yfir líf nxitt lít lítils er að geta. I engu vei’ið eg lief nýt og ekki til að éta.1) í einfeldni minni spyr eg, livort hún liafi lært ljósmóður- stöi’f. Jú, segir ganxla konan. Eg lærði ljósnxóðui’fi’æði i 3 nxán- uði Iijá Hirti lækni Jónssyni i Stykkishólmi. Það var nú allur Iæi’dómurinn; og það lá við að eg iðraðist eftir það fyrst i stað, að liafa nokkurn tínxa farið að talca þetta að mér. Það var ekki góð stoð að vera lærð ljósmóðir í þá daga. Það var ætlazt til að maður gæti allt jafnvel meira en guð almáttugur. Það liafði verið komizt af með ólaunaðar og ólærðar ljósmæður fram að þessu, sögðu eyjahændurnir í þá tíð. Guðrúnu í Miðhæ, Ólöfu í Skáleyjum, Ingihjörgu í Herg- ilsejr og livað þær nú allar hétu, hiriar ólærðu en giftudrjúgu 1) Sbr. stökurnar eftir þær Guðrúnu Andrésdóttur í Flatey og Ólöfu Guðnxundsdóltur í Skáleyjum. Guðrún kvað um sjálfa sig: Handarmjalla lirundin hvít heims þó lalli vegi. Orðin valla neins til nýt nú svo kalla nxegi. Ólöf sagði: Þau við kjör eg þreyja lilýt þessa leið má feta. Eg er ekki í neinu nýt nenxa til að éta. Allar voru þessar konur þá í frenxstu röð breiðfirskra kvenna — og allar ljósmæður. ljósnxæður, sem voru hér á und- an nxér. — Og karlmennirnir sátu yfir engu síður en konurn- ar, t. d. Sveinbjörn Magnússon í Skáleyjum og Eyjólfur Eyj- ólfsson í Bjarneyjunx, og þótti sá síðarnefndi ekki sérlega nostursamur í störfum; en það er undarleg heppni senx fylgir liöndum sumra manna. — Eg hefi heyrt orð á því gert, hvað Ingibjörg í Hergilsey liafi verið Ijót. — Jú, hún var elcki fríð kona, en hún var góð. Frábær kona að rausn og gæðunx. Því varð Sím- oni Dalaskáldi að oi’ði, þegar hann kom fyrsta sinn í Hergils- ey: „Þú ert ósköp ljót, elskan nxín, en eg lield að þxi sért hetri en margar aðrar.“ — Var nokkur læknir í Flatey, þegar þú varst ljósnxóðir? Nei, Flateyjarlæknishérað varð ekki til fyrr en margum ár- um seinna. Þá var styzt að sækja Iæknir suður í Stykkishólm, og þá‘ leið varð að fara^á opnum árabátunx, annað þekktist þá ekki, og það gat tekið langan tíma —- allt of langan. Eg vai’ð því að gera nxargt senx eg hafði enga þekkingu á, en það lagast margt af sjálfu-sér ef maður er rólegur og lætur skyiisemina ráða. -— En ekki meifa um það. Hver voru laun Ijósmæðra á hvítvoðungana? — Föstu launin voru 40 krónur á ári og 3 kr. fyrir að taka á nxóti barninu. — En þá voi’U margir fátækir liér í hreppnum; þó ekki væru nema húsnxéíxn- irnir í Bjarneyjum — og eklci fór eg nxeð 3 kr. í vasanum frá hverri sængui’konu. Verst þótti mér þegar ekkert var til að vef ja hvítvoðunga í. — Allt vei’ður að ferðast á sjó í Flateyjai’hreppi, og eg spyr Kristínu livort mikill kuldi og voshúð liafi elcki fylgt hinum tíðu sjóferðunx. Hún gerir ekki nxikið úr því, segist hvorki hafa verið sjóveik né sjóhrædd og þá lxafi hún heldur ekki verið gigt- veik. Verstar voiru sjóferðirnar

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.