Vísir Sunnudagsblað - 13.07.1941, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 13.07.1941, Blaðsíða 3
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ 3 Hulda: Hinn ljúfi Maí er kominn með lauf og grein á kvist. Nú lifi hver, sem getur, í sorg og fangavist. Sem skýin blælétt berast um bláan himingeim svo ber mig hugarþrá út í viðan, víðan heim. Guð verndi ykkur, faðir og móðir munarblíð. Nú má ég ekki tefja, mig kalla von og tið, og ótal götur liggja, þar aldrei ber ég fót, en ótæmdur hver bikar frá lífsins hjartarót. Ó, fjarlægð, ó fjarlægð! Þú frjálsa æskulund, þá fyllir andi himinsins brjóstið hverja stund. Og hjartað sólglatt syngur í sumarbláan geim: Hve sælt er og fagurt um víðan, viðan heiin. (Þýtt úr þýzku, brot). Farfiifflaiöngvar Öræfin kalla: æska komdu fljótt! uppi við fjöll er enginn skuggi af nótt. Sveitirnar grænar, um syngjandi ár stikla ■sterkir laxar, —- við strönd sviflir már. Bifreiðainar þjóta um brunasand og liraun, fegursta fjallsýn er ferðamanns laun, I. IV. efsta frá tindi, eygir hann mar í útsuðri og norðri — svo víðsýnt er þar. Sæluhús nýbyggð seiða, sýður í livera borg, gufur frá laugum líða — líður úr brjósti sorg'. Gleðin og æskan eiga einar hinn langa dag, syngja með flúðum og fossum frelsisins lag. Fjall af fjalli, stall af stalli steypast fossar, duna fljót. Jöklar skríða, jötnar smíða jakaskip við gljúframót. Hærri og liærri, stærri og stærri standberg halda i bratta vörð. Lausagrjótið hruni hótar, hækka skriður, þrýtur svörð. Stígsins leita, stuðning veita, fótur fæti, liendi hönd, unz við stöndum ofar löndum ■ efst við hvíta jökulrönd. Snær á fjallsins faldi kallar: Fagra æska, heil sért þú! Alla leið i himinheiðið hugsjón bendir, frjáls og trú. II. Hve ilmbjörkin angar, hve himininn er hár, hve hlýtt er í hvömmum og flötur vatna blár, við elfarnið og ótal fugla klið nú út i sumardýrðina göngum við. Á tindi fjalls var fagurt og ferðin gekk í vil. Hér stund skal nema staðar við straumhvítt lækjargil, þar foss af fossi sindrar og frelsishörpu slær, en geisla gullregn tindrar og grjótið jafnvel lilær. Kom sæll, litli lækur, kom sæll, þú Ijúfi blær og sælt veri blóm hvert, er meðfram stígnum grær. 1 dag er hlýtt og landið frjálst og frítt, því förum við að skoða hve allt er nýtt. III. Við náðum efstu eggjum og allt var skýrt og bjart, við sáum land og leiðir og langra dala skart. Frá liafsins strönd að heiðum var horft og spurt og tjáð um landnám, sögn og sögu og sælli framtið spáð. Hellirinn i hrauninu er hrjúfur og hlár, með ótal skrítnum ranghölum og undir loftið hár. Kom, kom, kom! segir hvelfingin blá. Ivom, kom, kom! og skiftumst vinar orðum á. .............•••••••••♦•♦•••.....t Ef logn og hiti lamar fót og langt er að hæ er gott að hafa í lielli hvíld í húmi og svölum blæ. Ró, ró, ró! hvíslar gola um göng. Ró, ró, ró! • Hér er ei stundin leið né löng. V. Til baka leiðir lágu, en lækjargilið frítt bauð gestum hvild — i hvammi var livílst, við nónskin hlýtt. Þó grjótið skorti gróður það geislans drekkur skál og drangar enduróma vorn æskusöng og mál. Heim, heim! Nú hallar degi og hjartað glatt og rikt af dagsins dýrð, ltýs húmið af draumsins englum vígt. Við þökkum fossi og flugum og fögrum sumargeim, já, öllu, sem við eygðum — og ánægð hverfum heim. 9 éiéééiééiiié

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.