Vísir Sunnudagsblað - 13.07.1941, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 13.07.1941, Blaðsíða 5
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 stund, flatmagaði sinnulaus í hvilubekk, fullum af skraut- saumuðum koddum og púðum. Dvrnar opnuðust liljóðlega, Þórunn kom inn og staðnæmd- ist við borðið án þess að mæla orð. Eg virti fyrir mér útlit hennar í rökkurskímunni. Hún var i ljósbleikum kjól með stutt- um og viðum ermum, hárið lið- að í mörgum aflíðandi stöllum. Fögur var liún og tíguleg, drottning, prinseása, fertug í næsta mánuði. Ljósgullið hár yfir enninu, kúptu með flögr- andi brúnum, ávalar kinnar, sem í fullbirtu sýndu nokkrar smárósir á mjallhvítum fleti, varirnar ómálaðar, brosmildaf yfir snjóhvítum ófölsuðum tönnum, skarð í liökuna, spé- koppar við munnvikin. Barm- nrinn hvelfdur, brjóstin fremur lítil, en kvik af örlæti, joegar slikt átti við. Hún starði hljóð út í vesturgluggann. Líklega hefir liún séð við hafsbrún þessar dulræðu veraldir skýjanna, sem fagna kveðjandi degi með und- ursamlegum skrautbúnaði. Ein- lvver dásamleg fegurð hlaut að speglast í vitund liennar. Eg lá þarna rétt eins og stein- gerfingur. Blárósótti púðinn, sem Þórunn hafði nýskeð lokið við að sauma, fór dásamlega vel undir lmakkanum á mér. Já, þessi blessaður kollur, hvílíkur undrasjóður staðgóðra vits- muna. En livað var að Iionum l>essa stundina? Var það einhver framandi kraftur að verki? Var þar einhver falsmvnt i launhólf- um, sem allt í einu fór að hringla meðal gullkornanna? Umbrot þessi leiddu geigvæna strauma til fjarstu liluta líkamans. -— Hvað sérðu, Þórunn? skauzt fram á varir mínar. — Ekki neitt, svaraði liún, færði sig að bekknum og setlist á brún lians fyrir framan mig. Að augna- bliki liðnu féllu gullnu lokkarn- ir hennar í bylgjum niður um andlit mitt, langur titrandi koss fór um varir mínar, hjartsláttur við brjóst mitt — og svo var hún horfin úr stofunni. Hún fór eins og vofa. Það varð litið úr námi hjá mér um kvöldið. Að morgni, þegar eg fór i skólann, rakst eg á kvenmann i forstofunni, hún var að seilast upp á snaga til að hengja þar kápu sína. Það gekk illa, snag- inn var ofhlaðinn fyrir. Eg hjálpaði henni til. Einhvern veginn skynjaði eg, að hún mundi vera fyrirsæta Þorvarðar á málarastofunni. Eg liafði ald- rei séð hana fyr, en duldist þó ekki kostir hennar sem fulltrúa þjóðarinnar á kvenlegri fegurð- arsýningu. Hún þakkaði mér hjálpina. Nú gataði eg i skólanum í fyrsta sinn á þessum vetri. Eg skammaðist min og beit mig í vörina. Var eg orðinn svikari við köllun núna? Svéi því. Déskot- ans falsmyntin í kollinum á mér skyldi þó ekki trufla mig aftur í kvöld. En eitthvað glamraði þar í sifellu, líkt og vekjaraklukka, sem ekki verður stöðvuð. Glamrið fékk með köflum form — Þórunn, Þór- unn, mynd, sem kemur eins og draumsýn, snertir eins og ham- ingjan, hverfur eins og vofa. Þórunn — og stúlkan í gangin- um, fyrirsætan. Eg gat ómögu- lega munað hvernig kjóllinn hennar var litur, hún var eins og landssýn í fjarska. Mundi Þor- varður kunna þar nánari skil- greiningu ? Skólabræður mínir sendu mér glósur að skilnaði. Eg fór upp á herbergi mitt og las. í ljósaskiptunum byrjaði falsmyntin al'tur að glamra, kollurinn afsagði bóklestur. Eg rölti niður i dagstofuna, kind- arlegur eins og þjófur, sem stolið hefir eggjum á hænsna- búi, vitandi það að hænsnin horga stuldinn daginn eftir og veita tækifæri til endurtekning- ar. Og viti menn. Þórunn sat í bekknum og liallaði sér aftur á bak að veggteppinu. — Gott kvöld, sagði eg og staðnæmdist við borðið. í kvöld var Jiað eg, sem horfði vestur í dagsetrið. Svona var upphaf syndarinn- ar. Nú er veturinn liðinn og vorið að Jónsmessu. Eg fór í gegn um prófið svo, að ekki var um að sakast. Það var annað verra sem falsmyntin í kollinum liafði gert mér. Eg var orðinn svívirði- legur glæpamaður — eg sjálfur, Ásmundur Bjarnason, hug- sjónamaðurinn, körinn af guði til að berjast fyrir andlegri vel- ferð minnar eigin þjóðar. Mað- urinn sem liafði þá köllun að lesa syndumspilltu þjóðfélagi pistilinn, var orðinn stærsti syndarinn meðal þeirra. Þórunn sat við lílið mér i bekknum olckar sæla. Það var alvörublær yfir viðræðum okk- ar, hógvær og dularfullur. Þang- að til hún sagði: Eg geng með barn af þínum völdum. Hún sagði það blátt áfram, eins og það væri þýðingarlaust. Eg féll í stafi við orð hennar. Nú sé eg að slíkt var furðulegur bjánaskapur. Vissi eg svo sem ekki hvað gerzt hafði. Fávíst barnið, hafði eg trej7st því, að hún sæi þar öllu borgið. Hún hélt í hönd mína. Eg tautaði stöðugt einhverja regin- vitleysu, sem eg býst ekki við að hún hafi heyrt. Þangað til allt í einu að eg hrópaði við eyra hennar: — Eg hefi svívirt þig, svívirt allt, svívirt köllun mína. Eg hlýt að devja, deyja deyja. Eg veit ekki hvað lengi eg hef grátið við barm liennar. Það fyrsta, sem eg vissi greinilega til mín eftir það, að húsmóðir ,mín talaði, sama móðurlega röddin og í gamla daga, töfra- víman fokin út i buskann. Litli drengurinn minn, sagði hún og strauk jdir hár mitt. Nú hefir þú grátið nóg, grátið synd þína burt. Köllun þín veit ekki neinar sakir á hetjuna sína. Enginn fær að vita það, sem eg hefi sagt þér í kvöld, né annað sem gerst hefir, nema við tvö, þú og eg, og svo Þorvarður, máðurinn minn. Eg var ekki lengur nógu góð til að sitja fyrir lijá honum. ítölsk móðir fór til framandi lands með son sinn ungan. Drengurinn skildi ekki nokkurt orð af því, sem liann lieyrði tal- að. Og ekki lieldur neitt af þvi, sem mamma hans sagði við þetta ókunnuga fólk. Honum leiddist þetta, sem von var. Svo bar það til einn daginn, að gelt- andi hundur þaut fram hjá þeim mæðginunum. Þá varð drengur- inn liarla glaður og sagði við móður sína: — Mamma, mamma! Hundurinn talar it- ölsku! — Farir þú inn í þessa and- styggilegu knæpu, Jörundur, þá fagnar andskotinn og fer með þér. — Hann um það! En ekki horga- eg það sem hann drekk- ur! — Manuna! Við krakkarnir ætlum að skreppa út og athuga sólmyrkvann. —- Já, en elskurnar mínar góðu — gætið þess nú vel, að koina ekki of nærri. KOMST EKKI UNDAN. — George P. Whittington er í Bandaríkjahernum og er bílstjóri. Einu sinni lenli liann „á því“, náði í hil og lögreglan veitti honum eftirför. Flóttanum lauk með því, að George — sem situr á öskutunnu l. v. á myndinni — ók á brunahana og braut hann, með þeim afleiðingum, sem myridin sýnir.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.