Vísir Sunnudagsblað - 20.07.1941, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 20.07.1941, Blaðsíða 2
2 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ seint um liaustið, tók Þorsteinn kaupmaður Thorsteinsson á ísafirði að sér að sjá um, að ferðirnar frá ísafirði suður i Iljarðarliolt í Laxárdal yrðu farhar reglulega næsta vetur. Þá vildi svo til, að maður nokk- ur, Jens að nafni Þórðarson, kom sunnan úr Dölum vestur á ísafjörð i atvinnuleit. Hann hefir sennilega verið húsmað- ur. Hann var örsnauður og átti niargt- barna í ómegð. Þegar hann kom á Isafjörð, vildi svo til, að mann vantaði til að fara næstu póstferð suður að Hjarð- arholti. Jens greip tækifærið og bauðst til fararinnar, og ekki aðeins það, heldur réðist liann til þess að fara allar póstferð- irnar þá um veturinn, gegn því að hann fengi greiddan allan ferðakostnað samkvæmt reikn- ingi og 13 kr. — þrettán krón- ur — að auki fyrir hverja ferð. Sennilega hefir liann átt að fá frítt fæði að auki hjá Th. Th., er hann liéldi kyrru fyrir á Isa- firði á milli ferða. Hann hóf svo ferðirnar eitt- Jivað um veturnætur, og allt gekk vonum framar og vand- ræðalaust fram á þorra. Jens reyndist i alla staði hinn ötul- asti og áreiðanlegasti. 1 annari þorraviku leggur Jens af stað frá Isafirði í póst- ferð og tveir menn með hon- um, annar hét Sæmundur Joch- umsson, bróðir Matthíasar skálds og þeirra systkina. Hinn maðurinn liét Þorsteinn, til heimilis í Dalasýslu. Fimmtu- daginn þriðja í þorra leggja þeir félagaf af stað á Þorskafjarðar- heiði, frá Bakkaseli. Segir svo ekki meira af ferðum þeirra fyrst um sinn. Þegar nokkuð kom fram á daginn, líkast til nær hádegi, skall allt í einu á norðan heiftar áhlaupsbylur með grimmdar- frosti. Hélzt það allt til kvölds, nóttina og fram á næsta dag, þar til að liðnu hádegi. Þá rof- aði upp, svo að nokkurn veg- inn var fjallabjart, en hvass- viðrið hélzt og frostharkan. . Þá um kvöldið kom maður sá að Þórisstöðum í Þorska- firði, sem Sumarliði hét Krist- jánsson, bóndi i Skógum þar við fjörðinn. Hann hafði þá sögu að segja, að þá um nón- bil eður litlu síðar, hefði Jens póstur komið að Múlakoti — nú Múla í Þorskafirði, — og hefði tapað mönnunum, hesti, sleða og póstflutningi. Hann hefði sagt, að þeir hefðu reitt póstflutninginn á hestinum, en haft þó með sér léttan skíðasleða, til vonar og vara. Nokkur ófærð hefði verið fram Laugadalinu og upp lieið- arbrekkurnar, en er þeir konm ofarlega á Högnafjall, gafst hesturinn upp; lögðu þeir þá klyfjarnar á sleðann, og þeir Sæmundur og Þorsteinn drógu hann, en Jens gekk á undan og teymdi hestinn. Þannig gekk upp fyrir Brötluhrekku. Þá fór að syrta að og skafa; samt pauf- uðu þeir í áttina suður eftir nokkra stund. Er þeir töldu sig komna suður undir Fjölskyldu, skall áhlaupið á svo svart, að ekki sá út úr augunum, sem kallað er. Jens teymdi hestinn á undan. Allt í einu, heyrist hon- um þeir Sæmundur hlása i lúð- urinn, sem. var á sleðanum. Hann sleppir þá heslinum og hyggst að hitta mennina, en finnur þá livergi. Þá hvggst hann að finna hestinn, en finn- ur hann ekki lieldur. Enda veð- uraftökin svo, að hann réði sér ekki. Hjarnið þarna var gler- hart og illt að fóta sig. Þannig hrökklaðist hann stjórnlaust undan veðurofsanum; hvergi var mishæð né afdrep. Þar til allt í einu, að hann sér að sviðr- ar fyrir ægilegri klettabrún. Þar kemst liann í skjól eður afdrep undir kletti, og þar skeflir yfir hann. Þar hímir hann, það sem eftir var dagsins, nóttina og þar til að upp rofaði daginn eftir. Hann skreið þá úr Iiolu sinui, og sá, að liann var á austur- brún Djúpadals. Þar var alls- staðar langt um ófært að kóm- ast ofan. Nú vissi hann, hvar hann var staddur. IJann gengur því austur jdir fjallið og kemur ofan í Þorgeirsdal, og lieldur ZSs$3í£:jlML hann svo heim að Múlakoti. Þar fékk hann góðar viðtökur og aðhlynningu. ís var á firðin- inum og var brugðið við og sent yfir að Skógum og Sumarliði beðinn að safna mönnum til að Ieita þess, sem vantaði, næsta dag, ef fært yrði veður. Sumar- liði hóf þegar liðssöfnun, og fékk til fararinnar auk sjálfs sín, Jóhann Þórðarson á Ivolla- búðum, Samúel Jónsson, HjöII- um, og Pétur Jónsson, Þóris- stöðum. Skyldu þeir hittast á Hjöllum næsta morgun og leggja upp þaðan. Síðla þá um, kvöldið — föstudagskvöldið — kom sendi- maður vestan frá Djúpadal að HjöIIum, Andrés að nafni Sig- urðsson, og sagði þær fréttir, að seint þá um daginn hefðu þeir Sæmundur og Þorsteinn komið að Djúpadal. Hefðu þeir gengið frá sleðanum langt fram á fjalli. Þar hefðu þeir liímt við hann um nóttina eftir að hafa hrakizt lengi villir vegar undan veðurofsanum. Báðir myndú þeir kalnir til óbóta. Þeir gengu frá sleðanum, þar sem þeir höfðu látið fyrirberast um nótt- ina. — Andrés sagðist búast við, eftir frásögn og lýsingu Sæ- mundar, að sleðans myndi vera að leita nálægt svo nefndu „Hrútafelli“. Það er austur og fram af Djúpadalsdrögum. — Báðir voru mennirnir kalnir til örkumla, Sæmundur þó meira. Enn var ekkert vitað um hestinn, fjórðu lífsveruna, sem var með í ferðinni. Ráðgert var um kvöldið, að Andrés legði upp frá Djúpadal næsta morgun og annar maður með honum, sem Einar hét Jó- hannsson frá Barmi í Djúpa- firði. Hinir fjórir skyldu leggja upp frá Hjöllum. Næsta morgun fóru þeir f jór- ir frá Hjöllum, svo sem ráð- gert var. Sumarliði réð ferð- inni. Þeir gengu fram Þorgeirs- dal og upp með svonefndu Sel- gili, sem er framarlega í daln- um og þar upp á f jallið, sem er milli Þorgeirsdals og Djúpa- dals, og stefndu norður til heiðarinnar. Þeir höfðu með sér töðuvisk i poka og stóran vel beittan hníf. Töðuna til að næra með hestinn, fyndu þeir liann lifandi og svo hressan, að hann gæti etið, en hnífinn til að stytta með þjáningar lians, fyndu þeir liann með lífi, en ósjálfbjarga. Þegar norður kom á fjallið, segir Sumarliði: „Við skulum ganga upp á „Ruglandi- borg“, piltar, þaðan blasir öll flatneskjan við, frá Reibols- fjöllum austur að Fjölskyldu.“ „Ruglandiborg“ er há kletta- horg austnorður af Djúpadals- drögum. — Þeir gerðu svo. Skyggni var þá gott, en hríðar- mökkur var á lofti til norðurs að sjá. Færi var hið bezta. Rifa- lijarn yfir allt, og óvíða sást steinn upp úr snjóbreiðunni. Þegar þeir höfðu litazt um af Borginni, segir einn þeirra: „Ætli að litli, svarti depillinn þarna norður frá sé nú ekld hesturinn.“ — „Það er ekki gott að vita,“ sögðu hinir. -—- „Það getur verið steinn.“ — „Jú mér sýndist það hvika. Eg vil halda í áttina þangað.“ Alríkislögreglan ameríska — G-niennirnir — gætir þess vel, að sér fari ekki aftur í skotfimi. Á myndinni sjást þeir æfa sig að næturlagi. Bjarminn á myndinni og Ijósrákirnar stafa frá svonefndum „tracer“-kúlum. Þær eru fylltar fosfóri, sem lýsir að næturlagi, og sést af því, hvort kúlan hæfir markið, en að degi til sést það af reyknum, sem leggur frá kúlunni. —

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.