Vísir Sunnudagsblað - 20.07.1941, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 20.07.1941, Blaðsíða 4
4 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ A. F. FILBY: Yilltir á §ahara Höfundurinn. FLESTIR þeir, sem leggja það í vana sinn, að flakka um fjarlæg og ókunn lönd, munu einhvern tímann iiafa villzt. En venjulega geta menn áttað sig fljótlega á ym.su i um- liverfinu. Þegar maður hins- vegar villist á eyðimörku, eins og kom fyrir mig, ekki alls fyr- ir löngu, er nokkuð öðru miáli að gegna. Vindur og sandur ráða ferðum manns, og oft er ekki liægt að átta sig á neinu. Þegar eg var síðast í N.-Af- ríku, fengum við tveir vinir þá flugu, að aka suður yfir Saliara- eyðimörkina í 12 Iiestafla brezk- um bíl, smíðuðum 1928. Við vissum, að röð virkja liafði ver- ið byggð þvert yfir eyðimörk- ina, en annað fólum við for- sjóninni. Við lögðum af stað frá Algier og eftir þúsund mílna (1600 km.) viðburðasnautt ferðalag, komum við að virk- inu, sem stóð við enda þjóðveg- ®arins. Þegar við sögðum yfjrmönn- um virkisins, að það væri ætl- an okkar, að halda áfram og fara þvert yfir ógreiðfæi’asta bluta eyðimerkurinnnar, þá litu þeir á okkur forviða, horfðu svo á bílinn og liristu liöfuðin. „Þið hljótið að vera gengnir af göfl- unum!“ sögðu þeir. „Það er ó- mögulegt!“ Þessi ummæli skutu okkur skelk í bringu, en við gerðum það, sem við gátum, til þess að láta ekki bera á því, kvöddum og fórum leiðar okkar. Við komum bráðlega ú enda Tademit-básléttunnar, sem er afar grýtt og mikið flæmi. Hún er umhverfis 28° n. br. og 2° a. I. Framundan lá hjarta eyði- merkurinnar. Það var allhvasst og þegar vindurinn þeytti sand- inum til, myndaði hann liljóð, sem var eins og livíslingar. Nú fór að ganga ver. Bíllinn sökk oft i sandinn, dýpra í hvert skipti. Þegar þetta gerðist, og ómögulegt var að komast á- fram, ýttum við vírnetum, sem til þess voru ætluð, undir aftur- hjólin. Það er stytzt að segja að við urðum að ferðast í rykkjum og urðum hvað eftir annað að grafa vagninn lausan úr sand- inum. Við þorðum ekki að fá okkur að drekka, nema við vær- um tilneyddir, því að okkar voru þegar farnar að fljúga í hug ýmsar sögur um menn, sem far- izt höfðu í eyðimörkinni. Við komumst til næsta virkis stórslysalaust. Taldi eg þá, að björninn væri unninn og fór að gorta af þvi. Eg vissi ekki hvað framundan var. Þegar við fórurii frá þessu virki, ætluðum við að fara nýja leið, nokkuru vestar, en foringi virkisins og loftskeytarnaður þess tjáðu okkur, að þeir téldu hættu á, að sandstormur væri í aðsigi. „Leggið ekki af stað að svo stöddu,“ sögðu þeir. „Ver- ið okkur til skemmtunar, þang- að til stormurinn er búinn.“ En við vorum ungir og þráir og vildum ekkert vera að bíða eftir stormi, sem kæmi kannske- alls ekki. Ákváðum við því að leggja upp. Við Iiöfðum komizl að því, að árið áður hafði leitarflokk- ur verið sendur út frá þessu virki, til lijálpar ferðamönnum, sem sandstormur liafði skollið á, 20 mílum fyrir sunnan það. Er rétt að geta þess, í þessu sam- bandi, að þegar bíll er á ferð yfir eyðimörkina og fer frá ein- hverju virkjanna, sendir virkið, sem hann fer frá, loftskeyti lil virkisins, sem ætlunin er að fara til, með upplýsingum um, hvenær bíllinn sé væntanlegur. Ef bíllinn er á eftir áætlun, er flokkur gerður út til að leita hans, — ef veður leyfir. í þetta skipti — árið áður — höfðu ferðamennirnir týnt slóð- inni og þegar björgunarmenn- irnir komu á vettvang, voru tveir þeirra látnir, en hinir að- framkomnir. Síðan þetta gerðist, hafði það náð verið tekið, að merkja erfið- asta hluta leiðarinnar. Var það gert með svörtum flöggum, sem stungið var ofan í sandinn með 70 m. millibili. Stengurnar, sem flöggin voru á, voru sumar fjögur fet á hæð, en stærð flagganna var 20’xlO sentimetr- ar. Þótt við værum fvrirhyggju- lausir kjánar, áttum við alls ekki að geta villst. Við lögðum af stað um, sólar- upprás, ~en um hádegi höfðum við aðeins faiúð fáeina kíló- metra, jiví að enda þótt það væri hægðarleikur að fylgja brautinni, sökk bíllinn hvað eftir annað í mjúkan sandinn. Um liádegið námum, við stað- ar til að fá okkur matarbita. Sáum við þá, að þykkt mistur huldi sjóndeildarhringinn að baki okkur, en rendur mistur- þykknisins voru dreyrrauðar. Áður en við vorum lagðir af stað, var einkennilegt suð farið að berast að eyrum, okkar og sandský þutu framlijá okkur. En fyrstu klukkustundina barst sandurinn aðeins lágt með jörð- inni. Þegar við litum fram at vélarhúsinu, virtumst við aka eftir hreyfanlegri silkiábreiðu. En eftir því sem vindinn herti, feykti hann sandinum Itærra og hærra, þangað til að- eins' sást efst á svörtu flöggin. En svo hurfu þau með öllu, og það var aðeins endrum og eins, að við sáum þau. Eg ók, en félagi minn stóð á aurbrettinu. Ilafði hann vafið handklæði um höfuð sér, svo að aðeins sá í augun og skimaði eftir næsta flaggi. Allar aðstæður versnuðu eft- ir því sem stormurinn jókst. Smá steinvölur þeyttust á bíl- inn og glumdi í honum eins og trumbu. Hraðinn fór minnk- andi og áður en varði uppgötv- uðuni við, okkur til mestu skelfingar, að við liöfðum týnt flöggunum! Eg hélt því fram, að við hefðum sveigt í austurátt, en félagi minn var handviss um, að við hefðum beygt til vesturs. Eins og kjánar ákváðum jvið að aka i hring og reyna að korna auga á flöggin. Þelta reyndist vera hin mesta heimska, því að við þetta urðum við rammvillt- ir og urðum von bráðara að nema staðar. Við reyndum að láta sem okkur þætti þetta hin bezta skemmtun, en sannleikurinn var sá, að við vorum dauðskelk- aðir. Við gátum ekki snúið við og ekki voru betri liorfur á því, að við gætum haldið áfram! Það var ekki liægt að átta sig á neinu. Ekki sá til sólar og það fór að rökkva. En stormur- inn liarðnaði jafnt og þétt — sandurinn blindaði okkur og stakk okkur i andlitin. Engin leið var að halda á- fram, og tókum, við því það ráð að tjalda. Var það erfiðleikum bundið, því að litlu munaði oft, að tjaldið fyki út í buskann. Mokuðum við sandi að tjald- skörinni til öryggis, og þegar þessu var jokið, skriðum við inn í það, kveiktum á prínius og brugguðum okkur sterkt te. Við þorðum samt elcki að nota mikið af vatninu, því að við höfðum aðeins tveggja daga birgðir. Meðan við sötruðum teið varð okkur hugsað til allra beinagrindanna af mönnum og dýrum, sem við höfðum séð á ferð okkar. Hvaða líkur voru til þess, að við liéldum lífi, úr

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.