Vísir Sunnudagsblað - 27.07.1941, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 27.07.1941, Blaðsíða 1
"í 1941 Sunnudaginn 27. jiilí 30. blað Drottning Atlantshafsins Eftir ÞORSTEIN EINÆRSSON Hóli, Vestmannaeyjum. Fyrir fótum mér liggur 80 metra hátt bergið, þverhnipt, svimhátt, brotið úr samhengi stórrar móbergsspildu. Hér býð- ur það livasseygt og káldrana- legt Atlantshafinu, um stutidar- sakir, birginn. Hánef teygir sig hæst úr þessari duttlungafullu móðu. Það teygir sig hábrýnt upp í lofthafið og lætur vinda þess sverfa sig og lemja og regn þess þvo sér og grópa, en við fætur þess ólgar sjórinn, þessi duttlungafulla hamhleypa. Stundum hamslaus og eyðandi, stundum kjassandi og sefandi. Og einmitt í sínum sefandi, tæl- andi ham er liann í kvöld. Hægt liðast liann upp að bjargrótun- um og springur vart við *brim- þrepin og flámar. Eittlivað heillandi, tælandi yfirbragð er á öllum þessum höfuðskepnum, hafinu, loftinu og bjarginu. — Gróðurþrunginn regnúði þvær yfir þennan gígbarm, sem, hefir rekið blá-barminn upp úr At- lantshafinu og léttur andvari af vestri rjálar við túnvingulinn og skarfakálið á bjargsnösunum. Neðan úr berginu, frá lunda- og fýlabyggðinni, og ofan úr fugl- kviku loftinu berast allskonar hljóð. Garganslegt tilkynning- ararg súlna, sem eru að lenda á súlubæli. Argandi súlusöngur. Gargandi kvabbhljóð soltinna fýlsunga. Með millibilum berst sargandi væl frá svartfuglahol- unum og angurblítt tíst frá ný- útskriðnum ungum. Yfir höfði mér kveður við hátíðarlegt en vargslegt gagg máfanna, seni við og við gera á mig hljóðláta loftárás. Bvggðalundinn, sem hefir verið að smá koma af sjónum, situr eða húkir. Einn og einn skýtur sér inn i liolu og það rymur draugslega í holum lundanna, af ánægju yfir að eggið þeirra reyndist ekki fúlt. Með reigingi og virðugleik kem- ur hann vappandi út göngin, ýt- íl* fram bringunni og skimar í kring um sig og veltir vöngum af ánægju yfir tilverunni, tevg- ir fram álkuna og ber vængjum ákaft. Allt í einu hættir hann vængjatifinu og áður en hann leggur þá aftur með síðunum, heldur hann þeim lcyrrum, eins og hann svífi gegn um blámóð- una. Nú hefir liann fellt væng- ina og lagar sig til með sínu háa nefi. Skanimt frá þessum kunn- ingja inínum sitja tveir holubú- ar. Annar er að kroppa og narta hinn. Fitlar með nefbroddinum uin munnvik og liornbrydding- ar, eða kroppar maka sinn i hnakkann. Nú brýna þau nefj- unuin saman, eins og skilm- ingamenn sverðum. En einhver „bölvaður.“ lundarati hefir hlannnað sér niður við lilið þeirra og truflar atlotin. Þess- um óboðna gesti er fagnað með rífandi nefi og krassandi klóm og það er höggvist á með opn- um kjöftum, og nú hafa þeir náð tökum inn í munnvik hvors annars og nú er hrisst og slitið. Sá, sem undir er að verða, ætl- ar að nota sínar beittu ldær, en við það missa þeir jafnvægið og velta niður lundabyggðina í sín- um friðsamlegu faðmlögum, og allir nábúarnir horfa með vangaveltum á ‘ aðfarirnar. — Þarna er þó einn, sem ekki lief- ir liaft tíma til að horfa á ein- vígið. Honum skýtur allt í einu upp úr holu sinni, rífur og slít- ur sinu og gras og er á svip- stundu horfinn aftur niður í holu sina iil vöggugerðai’- — „Hann verður eldur við í nótt,“ heyri eg að baki mér. Hér eru þá komnir veiðimenn- irnir, sem . eg hugði sofnaða. Nei, andvarinn og suddarign- ingin hefir vakið veiðihug þeirra. Þeir eru því á leið i veiðistaðina með háfana sína. Þeir haf fært sig i veiðifötin, sem að vanda eru óvönduð, en hlý föt, til varnar kulda, regni, mold, lundadriti og fuglalús. — „Sérðu, hann er að koma upp af sjónum,“ segir annar og bendir mér í áttina til Hánefs. Hánefur hefir fengið hálsmen. Það hálsmen er gjört af iðandi, flögrandi fugli. Kyrrðin, gróð- urmagnið og andvarinn hefir nú laðað fuglinn til þess að vitja heimkynnanna og framtiðar- byggðarinnar. Einhver þrá og seiðandi tæling hefir blásið þeim í brjóst löngun til þess að nota andvarann og flögra nú þöndum vængjum upp í kring- um Hánef og niður undir sjó aftur og þessa sömu einstefnu hringrás æ ofan í æ. Hér er æskan að verki. Ung- viði, sem ekkert egg á i mold- arholu, til þess að liugsa um. Svona „svermar" það eða „runt- ar“ eins og unga fólkið í bæj- unum á kyrrum tunglskins- vetrarkvöldum. Þráin, vonin og viðleitnin sú sama. „Jæja, það er bezt að flýta sér til veiðanna og ná sér i kippu (100) yfir Iágnættið,“ segir ann- ar veiðimannanna, og þeir nær hlaupa upp að veiðistöðunum, þar sem þeir sitja fyrir fuglin- um, sem þátt tekur í hringflug- inu. Nú eru þeir setztir og nú slá þeir höndunuin upp og það „stendur aðeins á höndunum“ að greiða fuglinn úr. Það er „eldur við“ og nú kann Vest- mannaeyingurinn við sig. Harð- sperrurnar eftir fyrsta veiðidag- inn eru allt í einu liorfnar. Eg tek i tvöfaldan tein, sem eg hefi bundið um stóran stein vel frá brúninni og nú reyni eg að apa aðferðir bjargmannanna og geng öfugur fram af brún- inni. Eg held báðum höndum i teininn, en spyrni fótunum i hjargvegginn. Þannig geng eg eða læt mig síga niður á stall, sem er um 10 metra frá brún- inni. Hér hefi eg búið mér byrgi efst í gilkvos og úr byrginu hef eg góða útsjón yfir lieimkynni 60 súluhjóna. Hér ætla eg að dvelja i 24 ldukkutíma og at- hug'a heimilislíf þessarar di-ottningar Atlantshafsins. Andvarinn af vestri veður nú hærra á og það hvessir. Það stendur beint upp á bjargsyll- una, þar sem súlubælið mitt er. Þetta bæli er af eyjaskeggjum kallað Flagðarbæli og er stórt og rúnigott. Súlurnar, sem sitja á lireiðurhraukunum næsts byrginu, hefi eg skýrt ýmsum nöfnum, til þess að geta talað um þær við dagbókina mína. Eg liefi einnig merkt þær með svörtu lakki, lítinn depil fram- an á bringunni, svo eg get fylgst með hvernig makarnir annast heimilið. Súlurnar virðast nokkuð geðillar; þó var ein, sem af bar í vargaskapnum, og skýrði eg liana Xantippu, eina Æsu, aðra Þóru, þriðjii Imbil og svo fjórðu Völu. Allar áttu þær unga, nema Vala, sem sat á eggi. Ungi Imbu var að koma úr egginu; grár og fiðurlaus, á stærð við hænu-unga, og blind- ur í þokkabót. Hinir voru kíæddir hvítum dún-hýungi. Úr þessum hvíta fituhnoðra skar sig augna-umbúnaðunnn, nefið og kverkin, sem eru alveg fið- urlaus og dökk að lit. Á þessu stigi súluþroskans kalla Vestmannaeyingar súluna skerling. Næsti hamurinn er gráíróttm» fjaðurhamur. Sein- ast hverfur hýungurinn af linakka og gumpi, og eru siík- ar kallaðar línhnökkur. Þegar þær Iiafa misst „linið“ um fram- og afturenda, eru þær taldar „fullgerðar". (hæfar til átu). Þessum gráýrótta fjaður- ham halda þær fyrsta veturinn, verða síðan svart-dröfnóttar. 2 til 3 fyrstu árin eru þær með einstökum svörtum fjöðrum i stéli og um baldð. Fullorðin súla er hvít, nema hvað flug- fjaðrir eru svartar. Um höfuð- ið leikur smjörgulur blær, sem hverfur út í hvita litinn niður um miðjan háls. Augnaumbún- aður er fiðurlaus, dökkur og

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.