Vísir Sunnudagsblað - 27.07.1941, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 27.07.1941, Blaðsíða 4
4 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ Hér birtist mynd af tveim liðþjálfum. Þeir eru eins og menn munu sjá Adolf Hitler og Napo- leon Bopaparte. Báðir iiafa gert tilraun til að sigra alla Evrópu. Napoleon dó í útlegð á eyjunni St. Helena. — Hver skyldu verða örlög Hitlers? liafa fundið eittlivert ráð til þess að smygla perlunum inn i landið. — Þetta eru afleiðingarnar af þvi, að tolleftirli tið hlustar á allar lygasögur, sem því eru sagðar, sagði Sampson liáðs- Iega, og reyndi ekkert að leyna því. En brosið hvarf allt í einu, þegar kona hans, náföl í andliti, þaut að honum óviðbúnum, eins og í skyndiárás. Hann reis á fætur, en var hrint ofan í hægindastól, sem til allrar ham- ingju var fyrir aftan liann. Og áður en liann fékk tækifæri til þess að verja sig, var eiginkon- an búin að stinga hendinni nið- ur í jakkavasa hans og hafði náð í vasabókina, sem þar var. Þögull af undrun horfði Mr. Darrel á þessar kynlegu aðfarir. Mr. Sampson kallaði strax: — Dorothy, livernig vogarðu þér .... en svo steinþagnaði hann, þegar honum var litið i konuna, og hann sá grimmd- ina, sem skein út úr andliti hennar. I hægri hendi liélt frú, Samp- son á rauðri mynd, sem ilmaði af fjólulykt, sem streymdi um herbergið. Með skjálfandi liendi tók hún hana upp úr umslag- inu. — Frá stúlku, franskri tjásu — æpti hún, yfir sig reið. — Viljið þér gera svo vel og lesa það, sem skrifað er á hana, Mr. Darrel, eg skil ekki frönsku. Mr. Darrel leit á þetta sem skipun. Hann leit snöggvast á hinn óhamingjusama eigin- mann, sem fannst hann sjá sín óumflýjanlegu örlög. Það var engrar undankomu auðið. Mr. Darrel varð að lesa það, sem stóð á myndinni, — og svo las hann: Elsku Pési minn! Hvers vegna ertu að gefa mér svona dýrar gjafir. Hafðu ástar- þökk fyrir. Þetta eru aðeins lít- il og hlýleg orð, en það verður að nægja í þetta skipti. í hv®rt skipti, sem eg hengi perlumar í eyrun, — eyrun, sem þú kysstir svo heitt kVöldið góða, þegar við í fyrsta skipti drukkum „champagne“ saman, hugsa eg um þig og ást þína. Þú verður að koma bráðlega aftur til Parísar, svo við getum upplifað aftur þessar yndislegu stundir. Mikið hlakkar mig til. Vertu sæll, og sjáumst aftur heil! Þín elskandi Lisette. Mr. Darrel þagnaði og snéri sér strax undan, en fékk þó tíma til þess að sjá frú Samp- son henda vasabókinni í höfuð- ið á manni sínum. — Og hann gat elcki komist hjá að lieyra eftirfarandi: — Þetta eru þá launin fyrir mína tryggu ást til þín, þorpar- inn þinn. Og þetta kallarðu mikilvæga viðskiptaferð, sem ómögulegt var að komast hjá. En þú mátt vita það, að þetta skilnaðarmál skai verða þér dýrt spaug. Eg lieimta skilnað strax. Með þessum orðum tróð hún rauðu myndinni niður í tösk- una sína, en þá var líka bar- áttukjarkur liennar þrotinn og hún fór að hágráta. Og þar með var tækifærið komið fyrir eiginmanninn til að hefja sókn, og það gerði hann líka. Blíðlega en þó ákveð- ið tók hann í handlegg koriu sinnar og dró hana hratt fram að dyrunum. — Hefi eg nú leyfi til þess að , fara, spurði hann kvalara sinn. Mr. Darrel bneigði sig, án þess að mæla orð. Þegar Sampson fór út úr klefanum með konu sinni hróp- aði Mr. Darrel á eftir honum: -— Halló, þér gleymduð sjálf- blekungnum yðar. Sampson snéri við til þess að sækja pennann, stakk honum i vasann, án þess að segja eitt orð. — Mér þykir leitt á hve leið- inlegan liátt við fengum upplýs- ingarnar, sagði Mr. Darrel með hluttekningu. — Yður þykir það leitt, segið þér, en hvað stoðar það, sagði Sampson hnugginn. Svo lokuðust klefadyrnar á eftir honum. AUÐEYGÐ og þögul sat frú Sampson við borðið á móti manni sínum. Hann var fyrir löngu búinn að ná sér, og það færðist bros yfir breiða, hörku- lega munninn hans. — Hann blístraði fjörugt lag fyrir munni sér, sem fékk konu hans til að lita snögglega upp. (Út úr andliti liennar mátti lesa hinar særðu tilfinningar eiginkonunn- ar. Sampson hafði tekið sjálf- blekunginn sinn upp úr vasan- um og látið blekið renna niður í öskubakkann, svo tók hann upp með vasaslinifnum sínum sporöskjulagaða smáplötu og tvo hnöttótta hluti úr penna- hulstrinu, sem voru vandlega irinvafðir í bómull. Þunglyndið hvarf allt i einu af andliti frú Sampson, og augu hennar Ijómuðu eins og perl- urnar, sem ultu niður í hendi hans. — Ó, Pétur, hrópaði hún og gekk í áttina til mannsins síns, sem tók utan um bana og setti hana á hné sér. — En bréfið, livað með það ? spurði hún eftir augnabliks þögn. — Bréfið, auðvitað var það einn þátturinn í ráðagerðinni. Eg borgaði ungri stúlku, sem eg hitti í Montmartre, 50 franka fyrir að skrifa það. Og mér er óhætt að segja, að það hafi haft sin áhrif,/svaraði hann rólega. — En hvers vegna sagðirðu mér'ekki frá því, og hlífðir mér við þessum voðalega ótta? hélt hún áfram. — Þú mundir strax hafa komið u)pp um oklcur með taugaóstyrk þínum, og þar að auki máttirðu til að leika hlut- verk þitt svo vel, að tollþjóninn grunaði ekki nokkurn hlut, og það gerðirðu svo sannarlega, — sagði Sampson og kyssti hana bliðlega á ennið. — En hvers vegna gerðirðu þelta fyrir ekki meiri fjárupp- hæð, en var í veði? — 0, maður verður að skemmta sér við eitthvað endr- um og eins, svaraði hann þur- lega. Mr. Darrel leitaði daglega í heilar þrjár vikur í skilnaðar- dálkunum i blöðunum að nöfn- um þeirra Sampson’s og konu bans. Svo gafst hann upp. (Lausl. þýtt.)

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.