Vísir Sunnudagsblað - 10.08.1941, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 10.08.1941, Blaðsíða 3
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 3 ÍSILAND ísland, ísland, þú fagra frelsisstOTð, sem fóstrar hugi þinna dætra og sona og leggur þeim á tungu íslenzkt orð, með allt, sem hjartað þarf að muna og vona. Rís hátt mót geislum sólar, feðra fold, með fjarðargullið bjart og dalsins gróðurmold, og himinveldin vefji þig að sér; við skulum aldrei, aldrei gleyma þér. ísland, ísland, þú sögu og ljóða land, sem leiðir okkar fyrstu hlómum skreytir, hjá þér á rætur okkar ættarband og allt, sem hjarta dýpstu sælu veitir. Skín, ástarstjarna, djúpsins dýra láð með dyggð og tryggð hvers rnanns í frelsismerkið skráð, og björtu vorin. vefji þig að sér, við skulum unna, lifa og starfa þér. iKjartan ólafsson. borgar, þar sem hann átti mikl- ar eignir. Þar settist Jón að, staðfesti ráð sitt og þótti hinn nýtasti maður. Oft kom það fyrir, að Eggert tók vetursetumenn, eins og aðr- ir stórbændur. Er ekki annars getið, en að hann hafi haldið þá vel í mat og drykk, en hins krafðist hann fastlega, að þeir ynnu sleitulaust að öllum þeim verkum, sem fyrir komu. Eitt- hvert haust kom til Eggerts út- lendur maður, Jón Nesten að nafni. Hafði hann vexáð „fálka- fangari“ undanfarin sumur, og bað nú Eggert að taka við sér sem vetursetumanni. Varð það úr, að Jón fór til Eggerts. Latur þótti liahn til vinnu, en heimt- aði þó óspart að vel væri við sig gert, og var matvandur mjög. Eggert krafðist þess, að hann tæki sér eitthvað fyrir hendui', og skipaði honum að róa með vinnumönnum sínum um haustið. Jón fór i róðui', en nauðugur þó. Er þess ekki get- ið, að vinnumönnum hafi orðið mikill stuðningur að liðsemd hans. Þegar úr róðri kom, tók hann upp á því, að steikja fisk- inn og ki-ydda á ýrnsan veg, en það þótti hin mesta nýlunda, og gerðu menn óspart gabh að, ekki sízt Eggert. Öðrú sinni var það, að Eggert mætti Jóni með tvo fiska. Sagði hann þá í háði: „Sjóddu annan og steiktu hinn“ — Max-gt fleira bar þeim Egg- ert á milli urn veturinn. Fékkst Jón eitthvað við verzlunar- pi-ang og seldi flest dýrara en leyfilegt var. Kom Eggert í veg fyrir þetta, og varð af fullur fjandskapur með þeim Jóni. Kom þar, að Jón strauk á brott, og hugði fastlega á hefndir. Leið ekki á löngu unz hann sá þá von sína í'ætast. Svo stóð á, að skip eitt, er- lent, stundaði livalveiðar úíi fyrir Vestfjörðum þetta sumar. Voru á því 180 menn, og þóttu heldur mildir fyrir sér. Það vei'ður nú fangai'áð Jóns, að leita til þessara manna og espa þá upp gegn Eggert og öðrum Vestfirðingum. Héldu þeir fyrst inn á Patreksfjörð. Guðmund- úr hét bóndinn í Hænuvik. Hann liélt að hér væru á ferð- inni meinlausir „duggarar“, og fór þvi um horð til þeirra á fleytu sinni. Var lionum vei tekið í fvi'stu og veitt vín, ó- sleitilega. Fór svo að hann varð þéttkenndur og vildi lialda til lands. Skipverjar vörnuðu hon- um þess, og tóku nú að færa sig upp á skaftið. Skipuðu þeir honum að segja sér allt af létta um Eggert Hannesson, og hversu fjölmennur hann rnuni vera. Guðxnundur varðist allra fi'étta og lenti brátt í harki' miklu. Var hann loks tekinn, hundinn og píndur til sagna. Héldu þeir glóandi járni við fætur honum, létu di'júpa heitt flesk á bak hans, og kvöldu hann á alla vegu. En þar sem allt slíkt varð árangurslaust, höfðu þeir hann i haldi hjá sér á skipinu. Síðan fóru 40 þeirra i land, alvopnaðir og héldu til Hænuvíkur. Þar tóku þeir dreng Guðmundar, bundu á lxann snæri, og ráku hann á undan sér, eins og rakka. Skip- uðu þeir honurn að lxalda skemmstu leið til Bæjar á Rauðasandi, bústaðar Eggerts Hannessonar. Gengu þeir alla nóttina og komu á áfangastað snemxna morguns, nokkru fyr- ir fótafei'ðartíma. Svo bar við á Bæ þennan morgun, að gömul kona fór fyrst af öllum til að reka úr túninu. Sá hún þá hvar mikill flokkur manna kom og stefndi. á bæjnn. Áttu þeir skammt eft- ir í lilað, og hertu nú förina, er þeir sáu, að einhver var út kom- inn. Konan fór inn hið bráðasta, og sagði hvað fyi’ir sig liefði borið. Eggert var lieima við fjórða mann, og lá hann enn í rekkju. Hann gat þess sti-ax til, að x-æningjar og illþýði væri i ferðinni, hljóp upp úr rúmi sinu á skyrtunni einni saman, stökk inn í haðstofu og skreið þar undir pallinn. Menn Eggerts báru fyrir dymar mjöltunnur og annað, sem tiltækilegt þótti, en ræningjar hrutust bi'átt inn, og var Jón Nesten fyi-irliði þeirra. Hugsaði liann Eggerti þegjandi þörfina og hljóp þeg- ar að rúmi hans. Sá hann þar autt rúmið, en fann aftur á móti, að sængurfötm voru volg, og vissi því, að Eggert myndi ekki vera langt í burtu. Tóku þeir nú að leita í bænum og stungu spjótum sínum undir rúm og hekki. Þegar þeir komu i haðstofu og lögðu vopnum undir pallinn, hljóðaði Eggert upp af hræðslu, og gelck fi’am í hendui' þeirra. Var hann strax tekinn og færður í hönd. Að þvi búnu gengu ræningjar um hús og kirkju, brutu upp fjárhirzlur og tóku allt, sem fémætt var. Einnig hirgðu þeir sig upp af mat og drykkjarföngum, því nóg var'til. Að því búnu tóku þeir hesta Eggerts, bundu feng sinn í klyfjar, og færðu til klakks. Héldu þeir síðan leiðar sinnar og höfðu Eggert með sér. Var hann í lialdi um hríð, og hlaut lieldur illa meðferð. Fóru rummungar þessir víða um Vestfirði, og rændu þar og rupluðu á mörgum stöðum. Spurðust þessi tíðindi brátt um næstu sveitirog þóttu bæði mik- il og ill. Urðu margir óttaslegn- ir mjög, háru það sem fémætt var burt af bæjum sínum og flúðu á fjöll eða í afdali. Þegar Magnús prúði frétti það, livernig komið var fyrir tengdaföður sínum, brá liann við skjótt og hauð að leysa hann út með fégjaldi. Kröfðust ræn- ingjar hvorki meira né minna en 8 þúsund Lýbikumarka í lausnargjald, en það var ó- liemju mikið fé. Voru nú hafin samskot víða um Vestfirði. Brugðust inenn vel við og greiðlega, enda var Eggert vin- sæll maður, og Magnús ekki síð- ur. Fengu ræningjar upphæð þá, sem tilskilin var og segir sagan, að þeirn hafi aldrei þótt nógu vel mælt silfrið, fyr en Ragnheiður Eggertsdóttir kast- aði gullfesti ofan á hrúguna, for. kunnarfögrum grip. Létu þeir þá Eggert lausan, sigldu á brott sem ákafast, og sáust ekki við ísland eftir það. Nokkurn rétting fékk Eggert Jiessara mála. Voru ránsmenn- irnir teknir ytra og forsprakk- arnir liengdir. Eftir atburði þá, sem nú hef- ir verið frá sagt, festi Eggert elcki yndi hér á landi. Hann' hafði nú komið mildu af fjár- munum sínum fyrir i Hamborg. Þar bjó einnig Jón murti, son- ur hans, auðugur maður og vel metinn. Tók Eggert þá ákvörð- un árið 1580, að flvtja til Ham- borgar og dvelja þar, það sem eftir væri ævinnar. Rétt fyrir burtförina sló liann upp veizíu mikilli og bauð til sín ættmenn- um öllum og vinum. Voru þar saman komnir flestir höfðingj- ar á Vestfjörðum og margt annað stórmenni. Veitti Eggert kappsamlega og voru drykkjur stórar. I veizlulok fylgdu menn Eggerti á skipsfjöl og kvöddu hann þar í hinzta sinni. Að skilnaði mælti liann fram vísu þessa, úr Vöslungarímum hin- um fornu: Eitt sinn kemur lífs endadægur öllum lýð um síðir; en sá finnst enginn sikling frægur er sínum dauða kvíðir. ★ Litlar sögur ganga af Eggert eftir að liann fluttist til Ham- borgar. Þó segja sumir, að hann hafi kvænzt þar í þriðja sinn. Fylgir það sögunni, að fráfall \ hans liafi orðið með þeim hætti, að honum var lcippt fram úr rúminu frá konu sinni, og lá hann danður á gólfinu, er að var gáð. Vissi enginn liver verk- ið liafði unnið. Hvort sem nokkur fótur er fyrir þessari sögu eða eklci, þá er liitt víst, að fá ár lifði Eggert eftir að til Hamborgar kom. Sést það á því, að í Alþingis- dómi frá 1585, er hann lcallað- ur „Eggert Hannesson, sálugur í guði.“

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.