Vísir Sunnudagsblað - 17.08.1941, Blaðsíða 1
1941
Sunnudaginn 17. ágúst
33. blað
GIM KAUS:
FERÐIN TIL RUSSLANDS
FHKYSTKIiW UllNNAlfcSSOrV irflMML
Eftirfarandi þáttur er úr bókinni KATRÍN MIKLA eftir Ginu Kaus. Þessi bók mun væntanleg á bóka-
markaðinn í haust í þýðingu Freysteins Gunnarssonar skólastjóra. Útgefandi er h.f. Leiftur.
Elísabet Rússadrottning hefir boðað á fund sinn mæðgurnar
Jóhönnu Elísabet og dóttur hennar, Soffíu. Þær eru af tignum
ættum í Anhaltzerbst í Þýzkalandi. Tilgangurinn er, að gifta Soff-
íu ríkiserfingja Rússlands, Pétri stórfursta, dóttursyni Péturs
mikla. Hann var þýzkur í aðra ætt. Anna móðir hans var gift
Friðrik af Holstein, frænda Jóhönnu Elísabetar. Þess má líka
geta, að bróðir Jóhönnu EHsabetar hafði verið trúlofaður EÍísa-
bet drottningu, en hann dó nbkkrum vikum áður en brúðkaupiö
átti að standa, Elísabet drottning var eldri dóttir Péturs mikla
og móðursystir Péturs ríkiserfingja.
Sextánda janúar — á föstu-
degi — er loks lagt af stað frá
Berlín og ferðinni til Rússlands
haldið áfram. Jóhanna Elísabet
fer í öllu eftir fyrirmælum
Elísabetar Rússadrottningar og
hefir ekki fleira fylgdarlið en
hún þarf nauðsynlega. Það er
hirðmærin Kayn, stofustúlkan
Lattorf og þrír þjónar. Ferða-
fólkið og farangur allur, sem
nauðsynlegur var i nokkurra
vikna ferðalag, komst fyrir á
þremur vögnum.
í Schwest, við ána Oder,
kvaddi Kristján Ágúst dóttur
sina, og sáust þau aldrei siðan.
Soffía grét beizklega, þegar
hann skildi við þær. Á þeim
dögum þurftu ungar stúlkur
ekki mikið til að tárfella. Það
þótti skortur á góðu uppeldi, ef
ekki var grátið, þegar við átti.
„En hún jafnaði sig fljótt aftur
og tók gleði sína," segir móðir
hennar í fyrsta ferðabréfinu til
manns síns. Hún skrifaði hon-
um á hverjum degi, svo að segja
frá hverri póststöð. Hún vandar
mjög orðfærið á bréfunum, svo
að auðséð er, að þau voru ekki
ætluð manninum hennar einum
eða nánasta venzlafólki. Þeim
var ætlað að geymast til seinni
tima.
Á ferðalaginu kallaði hún sig
Reinbeck greifafrú, sem ferðast
með dóttur sinni. Á hverri póst-
stöð var kannast við hana und-
ir því nafni, og allstaðar biðu
hennar óþreyttir vagnhestar.
Samt kvartar hún i hverju bréfi
yfir því, hve ferðalagið sé erf-
itt. Og það var ekki að ástæðu-
lausu. Vegirnir frá Berlín til
Pétursborgar yoru mjög lélegir
að sumri til og allt að þvi ófær-
ir að vetrarlagi, enda var þessi
leið þá varla farin, nema af sér-
stökum erindrekum. Þeir fáu
ferðamenn aðrir, sem fóru frá
Berlín til Pétursborgar, völdu
heldur sjóleiðina. En hún er
miklu lengri, og þær mæðgurn-
ar þurftu að hraða ferð sinni.
En svo voru þær óheppnar, að
engínn var snjórinn kominn,
svo að ekki var hægt að nota
sleða. Vagnarnir voru þungir og
hossuðust ónotalega á grýttum
vegunum og sumstaðar í djúp-
um hjólförum, aur og leðju.
Allan liðlangan daginn sátu þær
mæðgurnar í vögnunum og
héldu ferðinni áfram dag eftir
dag, of t í kalsastormi á móti, og
urðu þær að hafa stórar ullar-
hettur á höfði til þess að skýla
sér.
Friðrik konungur hafði gert
boð á allar póststöðvar og mælt
svo fyrir, að tekið væri á móti
„Reinbeck greifafrú" svo vel,
sem föng væri á. En stöðvar-
%tjórarnir áttu úr vöndu að
ráða. Um háveturinn áttu þeir
Katrín mikla á unga aldri.
fullt í fangi nieð að fæða sig og
sína og ekkert aflögu. Á jafn
fáförnum leiðum og þessari var
mjög lítið um boðleg gistihús.
1 stærri" bæjum og kaupstöð-
um, sem leiðin lá um, var slikt
þó viðunanlegt. Þar var þó að
minnsta kosti hægt að fá hlýtt
herbergi, steikta hænu og heitt
súkkulaði. Það varlikaþeim nóg,
sem var á leiðinni beint i skaut
gæfunnar. En í smáþorpunum
var ekki nema um eina veit-
ingakrá að ræða. — Þær mæðg-
ur voru nú komnar nálægt
landamærum Póllands og
Rússlands. — t þessum krám var
aðeins ein gestastofa. Þar inni
var gríðarmikill arinn, hlaðinn
upp úr leirhellum. I þessari
stofu ægði öllu saman. Þangað
flúðu úr kuldahörkunni vinnu-