Vísir Sunnudagsblað - 17.08.1941, Page 1

Vísir Sunnudagsblað - 17.08.1941, Page 1
1941 Sunnudaginn 17. ágiist 33. blað GIM KAIJS: FERDIN TIL RÚSSLANDS FREÍSTEIM Þ¥DDI Eftirfarandi þáttur er úr bókinni KATRÍN MIKLA eftir Ginu Kaus. Þessi bók mun væntanleg á bóka- markaðinn í haust í þýðingu Freysteins Gunnarssonar skólastjóra. Útgefandi er h.f. Leiftur. Elísabet Rússadrottning' hefir boðað á fund sinn mæðgurnar Jóhönnu Elísabet og dóttur hennar, Soffíu. Þær eru af tignum ættum í Anhaltzerbst í Þýzkalandi. Tilgangurinn er, að gifta Soff- íu ríkiserfingja Rússlands, Pétri stórfursta, dóttursyni Péturs mikla. Hann var þýzkur í aðr^ ®tt. Anna móðir hans var gift Friðrik af Holstein, frænda Jóhönnu Elísabetar. Þess má líka geta, að bróðir Jóhönnu Elísabetar hafði verið trúlofaður Elísa- bet drottningu, en hann dó nokkrum vikum áður en brúðkaupið átti að standa. Elísabet drottning var eldri dóttir Péturs mikla og móðursystir Péturs ríkiserfingja. Sextánda janúar — á föstu- degi —- er loks lagt af stað frá Berlín og ferðinni til Rússlands haldið áfram. Jóhanna Elisabet fer í öllu eftir fyrirmælum Elísabetar Rússadi-ottningar og hefir ekki fleira fylgdarlið en hún þarf nauðsynlega. Það er hirðmærin Kayn, stofustúlkan Lattorf og þrír þjónar. Ferða- fólkið og farangur allur, sem nauðsynlegur var í nokkurra vikna ferðalag, komst fyrir á þremur vögnum. I Schwest, við ána Oder, kvaddi Kristján Ágúst dóttur sína, og sáust þau aldrei siðan. Soffia grét beizklega, þegar hann skildi við þær. Á þeim dögum þurftu ungar stúlkur ekki mikið til að tárfella. Þáð þótti skortur á góðu uppeldi, ef ekki var grátið, þegar við átti. „En hún jafnaði sig fljótt aftur og tók gleði sína,“ segir móðir hennar í fyrsta ferðabréfinu til manns síns. Hún skrifaði hon- um á hverjum degi, svo að segja frá hverri póststöð. Hún vandar mjög orðfærið á bréfunum, svo að auðséð er, að þau voru ekki ætluð manninum, hennar einum eða nánasta venzlafólki. Þeim var ætlað að geymast til seinni tíma. Á ferðalaginu kallaði hún sig Reinbeck greifafrú, sem ferðast með dóttur sinni. Á hverri póst- Katrín mikla á unga aldri. stöð var kannast við hana und- ir þvi nafni, og allstaðar biðu hennar óþreyttir vagnhestar. Samt kvartar hún i hverju bréfi yfir því, hve ferðalagið sé erf- itt. Og það var ekki að ástæðu- lausu. Vegimir frá Berlín til Pétursborgar yoru m,jög lélegir að sumri til og allt að því ófær- ir að vetrarlagi, enda var þessi leið þá varla farin, nema af sér- stökum erindrekum. Þeir fáu ferðamenn aðrir, sem fóru frá Berlín til Pétursborgar, völdu heldur sjóleiðina. En hún er miklu lengri, og þær mæðgum- ar þurftu að hraða ferð sinni. En svo voru þær óheppnar, að enginn var snjórinn kominn, svo að ekki var hægt að nota sleða. Vagnamir voru þungir og hossuðust ónotalega á grýttum vegunum og sunistaðar í djúp- um hjólförum, aur og leðju. Allan liðlangan daginn sátu jjær mæðgurnar i vögnunum og liéldu ferðinni áfram dag eftir dag, oft í kalsastormi á móti, og urðu þær að hafa stórar ullar- hettur á höfði til þess að skýla sér. Friðrik konungur hafði gert boð á allar póststöðvar og mælt svo fyrir, að tekið væri á móti „Reinbeck greifafrú“ svo vel, sem föng væri á. En stöðvar- %tjórarnir áttu úr vöndu að ráða. Um háveturinn áttu þeir fullt í fangi með að fæða sig og sína og ekkert aflögu. Á jafn fáförnum leiðum og þessari var mjög lítið um boðleg gistiliús. I stærri' bæjum og kaupstöð- um, sem leiðin lá um, var slikt þó viðunanlegt. Þar var þó að minnsta kosti hægt að fá hlýtt herbergi. steikta hænu og heitt súkkulaði. Það var líka þeim nóg, sem var á leiðinni beint i skaut gæfunnar. En i smáþorpunum var ekki nema um eina veit- ingakrá að ræða. — Þær mæðg- ur voru nú komnar nálægt landamærum Póllands og Rússlands. -— í þessum krám var aðeins ein gestastofa. Þar inni var gríðannikill arinn, hlaðinn upp úr leirhellum. I þessari stofu ægði öllu saman. Þangað flúðu úr kuldahörkunni vinnu-

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.