Vísir Sunnudagsblað - 17.08.1941, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 17.08.1941, Blaðsíða 3
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ semi, svo margt hafði hún um að skrifa. En sagan lýsir Soffiu svo vei, að erfitt er að efast um sannleiksgildi liennar. Hún er eins og spegilmynd af Soffiu litlu, eins og hún var þá, og næsta lík Katrínu miklu, eins og hún síðar varð. Sagan sýnir löngun hennar til þess að gera öðrum til geðs og vinna liylli þeirra. Þeirri aðferð heitti liún einmilt til þess að tryggja að- stöðu sína í hinu nýja rússneska heimkynni sínu. Sagan sýnir líka Iiyggindi hennar og löngun til að vita það rétta, ennfremur hæfileikann til þess að liæna menn að sér og hafa gagn af þeim. Sé sagan ósönn, er hún skyn^amlegur skáldskapur og vel til fundin. Hafi þetta ekki gerzt í Riga 7. febrúar 1744, þá hlýtur það að hafa gerzt litlu síðar og margt annað þessu líkt: ★ Jóhanna Elísabet og dóttir hennar komu til Riga í illa fjöðruðum og óþéttum vagni. Þær urðu að verjast höfuðkulda með þvi að dúða sig í ullarsjöl- um, en á fótum gátu þær ekki varizt kuldabólgu. Frá Riga fóru þær sveipaðar í dýrum loð- feldum. Það var fyrsta gjöf Elísabetar drottningar. Og nú óku þær í drottningarsleðan- um, dúðaðar í dýnum og silki- ábreiðum. Sleðann drógu tíu fjörugir gæðingar. Fylgdarlið- ið var glæsilegt og fjölmennt, fjöldi sleða með háttsettum herforingjum, höfðingjum og sendinefndum af ýmsu tagi. hópur af riðandi liðsforingjum fylgdi einnig drottningarsleðan- um. En hann var svo stór og rúmgóður og vel gerður, að hægt var að sofa í honum um nætur. Ferðinni var því hægt að halda áfram með þrefalt meiri hraða en áður. Or sleð- arium þurftu _þær ekki að fara, nema þegar matazt var, eða skipt um hesta. Eftir aðeins þriggja daga ferð voru þær komnar til Pétursborgar. Þar var ráðgert að halda kyrru fyrir í nokkra daga, svo að þær mæðgur fengju tíma til a'ð hagræða klæðaburði sínum eftir rússneskri tízku. Svo var reyndar sagt af eintómri kurt- eisi. Elísabet drottning gekk rikt eftir því, #að hirðfólk lienn- ar væri skrautlega búið, og henni var það vel kunnugt, að þessir þýzku gestir hennar myndu ekki í þeim, efnum jafn- ast á við hirðmeyjar hennar af lægstu stigum. Þess vegna hafði hún séð svo um, að allt, sem þær vanhagaði um i heiman- búnaði sínum, yrði við höndina í Péturshorg. Það gérði hún á sinn kostnað. Sjálf var húni far- in frá Pétursborg til Moskva á- samt mestallri hirðinni, liöfð- ingjunum og heldra fólkinu. Á Iiverju ári flutti liirðin sig fram og aftur milli Pétursborgar og Mloskva. Ef það er rétt, sem samtíðarheimildir segja, var það hvorki meira né minna en hundrað þúsund manns, sem tók þátt í flutningum þessum. Samt sem áður var nóg af tignu fólki eftir í vetrarhöllinni í Pét- ursborg til þess að taka með viðhöfn á móti útlendu gestun- um. Jóhanna Elísabet telur, að þar hafi verið um þúsund manns. Fjórar hirðmeyjar voru skildar eftir til þess að veita mæðgunum þjónustu sína. í bréfi til drottningarinnar þakkar Jóhanna Elísabet lienni og lofar hana hástöfum fyrir allar þær óumræðilegu velgerð- ‘ir, sem hún hafi orðið aðnjót- andi. Hún lofar að lialda áfram ferðinni eftir tvo daga, svo að hún verði komin til Moskva á afmælisdegi stórfurstans, ní- unda febrúar eftir rússnesku Þannig er þessi heimur. Ey sé hana oft við mitt síðdegisrölt, svartklædda, hægláta ganga. Með útbrunnar varir, andlitið fölt og eldrúnir skornar á vanga. Það er ótti í svipnum og augunum kvik og uggur að framkvæma sporið. Hennar líf er ei annað en lömun og hik, litverpt um sólfagurl vorið. ' v > Það er tími og eilífð sem togast um bráð, um takmark þarf enginn að spyrja. Hún er aflvana sál, sem er óttanum háð, og aldrei fékk líf sitt að byrja. Hún horfir á lífið og hatar það afl, sem lá hulið í forlaga reyknum. En . .. frá byrjun lil enda skal tefla hvert tafl þótt að tapist í byrjunarleiknum. S t o r m u r. • tímatali. En á dóttur sína minn- ist hún ekki einu orði. Meðal þeirra, sem eftir höfðu orðið í Pétursborg, var prúss- HÉRNA HITTI HANN. — Joe Louis barðist fyrir nokkuru við Buddle Baer, bróður Max Baer og sigraði hann í 7. lotu. Joe slapp þó ekki ómeiddur, því að Buddie sló harin niður í fyrstu lotu. Hlaut Joe þá skrámuna, sem plástur hefir verið lagður yfir, eins og myndin sýnir, og er það í fvrsta skipti, sem Joe særist i bardaga. neski sendiherrann Mardefeld og franski sendiherran Chétar- die, einmitt þeir tveir menn, er Friðrik annar hafði beðið Jó- hönnu Elísabet að ráðgast við. Vafalaust höfðu þeir frestað brottför sinni til þess að geta fyrstir manna borið saman ráð sín við bandamann sinn. Enski sendiherrann var einnig eftir i Pétursborg, til þess að hiða á- tekta og sjá, hverju fram yndi. í bréfi, sem hann skrifaði til Lundúna um þetta leyti, gat hann þess, að þeir Mardefeld og Chétardie notuðu vel tækifærið og sætu á sifelldum samfund- um með Jóhönnu Elísabet. Hún gat því tekið samstund- is til óspilltra málanna með stjórnmálaerindi sin. Hún sat á leynifundum með Mardefeld og Chétardie og fékk þar fljótt að vita I\ið sama og Friðrik annar hafði sagt henni. Bestushjev hafði orðið æfareiður, þegar Soffía af Zerbot var valin drottningarefni. Hann hafði komizt svo að orði: „Stórfurst- inn á að kvænast án vitundar og vilja olckar Stór-Rússanna, en það er ekki víst, að þeim verði kápan úr því klæðinu.“ Þar með átti hann við, að hann ætlaði sér að láta kirkjuþingið mótmæla ráðahagnum vegna skyldleika stórfurstans og Soff- iu. En þessum tálma hafði drottningin þegar rutt úr vegi, eftir þvi sem sendilierrarnir sögðu. „Finst þér það ekki undra- vert, að allt er liér nákvæm- lega eins og konungurinn okk- ar sagði mér i Berlín?“ segir hún í bréfi til manns síns. Reyndar var þetta ekki svo und-

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.