Vísir Sunnudagsblað - 17.08.1941, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 17.08.1941, Blaðsíða 8
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ §ÍBM í>orpið Bealcourt í Somme- héraðinu í Frakklandi er ein- stakt í sinni röð að því leyti, að íbúar þess þurfa ekki að greiða nein útsvör til hrepps- eða bæj- arfélags, og þeir liafa ekki þurft þess nokkra undanfarna ára- tugi. Ástæðan er sú, að alla vinnu, sem bæjarfélagið þarf að fram- kvæma, vinna þorpsbúamir í frívinnu, og sé um einhver út- gjöld að ræða, þá skifta þeir þeim á milli sín í bróðerni. Þeir vinna i félagi og endurgjalds- laust að vegagerð og viðhaldi vega, þeir byggðu skólahúsið sitt sjálfir og kennarinn er horg- aður af rikisfé. Fátæklinga- framfærið er greitt með góð- gerðastarfsemi íbúanna sjálfra, þannig, að engiun þarf að segja sig til sveitar. Læknirinn gefur fátæklingum læknishjálpina. • Kona ein amerísk, sem and- aðist í Chigago árið 1935, arf- leiddi hundinn sinn, „Pat“, að eigum sínum — 30.000 dollur- um samtals. Hundurinn lifir i vellystingum praktuglega, liefir ágæta íbúð — og þjón— sem reyndar hefir tekið liúsbónda- valdið í sinar hendur — og skip- ar „Pat“ það sem h'onum sýnis!. • Á landamærum Tyrklands og Búlgaríu, í svokölluðum Strand- ja-fjöllum, er stundum svo mik- ið af úlfum, að til vandræða horfir. Fyrir skemmstu drápu úlfar 200 kindur á þrem vikum inni i f járhúsum hjá fjallabænd- unum, og þeir réðust jafnvel á kýr og kálfa í f jósum. Varð að senda lögreglulið, vopnað vél- byssurn, upp i f jöllin, til að ráða niðurlögum úlfanna. • Það eru líklega þrjú eða fjög- ur ár síðan Ungverjinn Ladis- law Javor samdi lag — danslag — sem hann kallaði „Sunnu- dagssönginn". Þetta lag var þrungið svo rniklu þunglyndi, að fjöldi fólks þoldi eltki að hlusta á það, en varð annað- livort vitskert eða framdi sjálfs- inorð. Tónskáldinu féll þetta mjög þungt, svo að liann keypti upp- lagið, sem eftir var af laginu, og bannaði frekari sölu þess og útgáfu. Nú hefir Ladislaw Javor SáKASIR UM. (iliWiH Hér í Vísi var fyrir. ekki ýkja löngn getið um hrafn einn á Freyjugötu, sem sat þar á garSi og heilsaði upp á vegfarendur. En krummi var ekki vinsæll af öllum og eink- um gerði hann sér dælt viö krakka; var jafnvel til meö að krunka ofan í höfuöiö á þeim, eöa, gera þeim einhvern annan óleik. — Þar. kom, aö krummi var kærður fyrir lögréglunni, og einn góöan veöurdag kom lögreglubill akandi upp á Freyjugötu, út úr honum komu tveir vígalegir lögregluþjónar og tóku krumma fastan í nafni laganna. Fyrir dómstólunum var krummi sekur fundinn fyrir óknytti og ástæðulausa ertni á götum úti. Hann var dæmdur á einskonar Litla- Hraun, en af þvi að það þykir ekki viðeigandi. að hafa bæði menn og hrafna á sama vinnuhælinu, var það ráð, tekið, að koma honum fyrir á Kolviðarhóli, og þar var hann síðast þegar fréttist. Daginn sem myndin var tekin var gerð árás á krumma af grá- bröndóttum ketti. En árásin snerist brátt upp í gagnárás af hálfu krumma, því hann gerði hverja loftárásina á fætur annari á Brand, svo hann varð að leggja á flótta. En krummi gerði sér þá lítið fyrir, settist niður, hoppaði á eftir Brandi og hjó niður í bakið á honum. Var krummi hinn hreyknasti yfir unnum sigri og nýtur með mikilli ánægju verðlaunanna, sem var jólakaka með rúsínum. gert heyruni kunnugt, að liann sé búinn að semja gleðisöng, sem muni hafa jafn mikil áhrif til lifsgleði sem „Sunnudags- söngurinn“ hafði til liins gagn- stæða. • Þegar hermenn voru dæmdir fyrir brot á heraganum, senidu vinir og ættingjar jafnan fjölda bréfa til Lincolns, til að biðja mönnum griða. Einu sinni bað hermaður sér griða, án þess að beiðni hans fylgdu nokkur með- mæli, eins og venja var. „Hvað er þetta?“ sagði Lin- coln. „Á þessi maður enga vini?“ .,Nei, enga,“ svaraði ritari Iifns. ,Þá ætla eg að vera rinur hans,“ sagði Lincoln. Þegar Sarah Bernhardt, leik- konan heimsfræga, var á ferð i Bandarikjunum, fékk blaða- maður einn viðtal hjá henni. Þetta var í borginni Carson í Nevada, en blaðamaðurinn — Sam Davis —- fékk viðtalið fyrir blað sitt Appeal i Carson, blaðið Examiner í San Francisco og Associated Press-fréttastofuna. Leikkonunni féll pilturinn svo vel í geð, að þegar lestin var að fara af stað, lagði hún hendurn- ar á axlir honum, kyssti liann á báðar (kinnarnar, svo beint á munninn og sagði: „Á hægri kinnina vegna „Appeal“, á vinstri kinnina vegna „Examin- er“, en á varirnar, vinur minn, vegna yðar sjálfs.“ Davis lét sér hvergi bregða og sagði: „Frú mín góð, eg er lika fulltrúi Associated Press, sem þjónar 380 blöðum fyrir vestan Missisippi aðeins!“ Maður einn, sem var að biða eftir lest í járnbrautarstöð i New Hampsliire, Bandarikjun- um, kom auga á hund, sem lá á s töðvarpallinum. „Eigið þér hundinn?“ spurði ferðamaðurinn stöðvarstjórann. „Eltir mig,“ svaraði sá. „Hvers vegna er hann rófu- laus? Var hún tekin af honum, eða fæddist hann svona?“ Stöðvarstjórinn tók upp pípu, eyddi nokkrum mínútum í að kveikja? í henni og sagði svo: „Morgunlest!“ Hann: Það eru til tvennskon- ar svör við hverri spurningu. Hún: Eg skil. Þitt svar og rétta svarið. Jón keypti regnfrakka lijá Pétri kaupmanni. Ári síðar hitt- ast þeir Jón og Pétur, og Pétur spyr: ' „Hvernig liefir frakkinn reynzt?“ „Það fer eftir þvi, hvernig á það er litið.“ 1 „Hvað eigið þér við?“ „Það er a. m. k. óliætt að full- yrða það, að fjölskyldan hefir öll notazt við frakkann í ár.“ „ÖIl fjölskyldan? Á einu ári?“ Jón kinkaði kolli. „Já, fjn-st notaði eg hann, svo tengdasonur minn, svo sonur minn, sem er 15 ára gamall, þá yngsti sonur minn átta ára, og núna notar dóttursonur minn hann.“ Pétur rekur upp stór augu: dóttursonur yðar orðinn svona stór?“ „Nei, þetta er þriggja ára kút- (ur pínulítill.“ „Eg skil þetta ekki,“ segir Pétur lcaupmaður. „Það er ofur einfalt. Frakk- in hefir lilaupið svo í hvert skipti sem regnskúr hefir gert, að þótt liann væri mátulegur mér til að byrja með, er hann núna mátulegur á dótturson minn.“ • Landkrabbinn: Hvar dó faðir yðar? Sjómaðurinn: Hann dó á sjónum. L.: Hvar-dó afi yðar? S.: Hann dó lika á sjónum. L.: Ef eg væri sem þér, þá mundi eg aldrei fara út á sjó. *S.: Hvar dó faðir yðar? L.: í rúminu sínu. S.: Og hvar dó afi yðár? L.: Hann dó líka i rúminu sínu. S.: Eruð þér ekki lira-ddur í hvert skipti sem þér farið upp í rúmið á kvöldin? • — Hver hefir brotið spegil- inn? Maðurinn minn, hann beygði sig, jicgar eg lcastaði kökukeflinu í hann. • Hansen (er að setja niður tré): Komdu með hengirúmið út, svo eg geti séð hve langt á að vera milli trjánna. ’ • -— Jæja — þá er nú svo langt komið hjá þeim Jóni frænda og Veigu, að þau ætla að láta pússa sig saman núna um helgina. -— Skoðum til! Þetta varð þá úr því! Og auðvitað lialda þau einhverja veizlu-mynd. — Nei, eg spurði Jón að því, en hann kvaðst mundi halda skilnaðarveizlu, þegar þar að kæmi!

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.