Vísir Sunnudagsblað - 24.08.1941, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 24.08.1941, Blaðsíða 1
1941 Sunnudaginn 24. ágúst 34. blað NÍNA TRYGGVADOTTIR: MONTMARTRE. MEÐ TRÉSKURÐARMYNDUM EFTIR HÖFUNDINN Nafnið Montmartre vekur hjá flestum óljósar hugmyndir fengnar af kvikmyndum og skáldsögum — liugmyndir um flauelisklædda listamenn sem sitja reykjandi og drekkandi á knæpuni og skeggræða um listir eða standa við staffeli á götum úti og skapa listaverk! Skyldi nokkur listamaður nokkurntíma hafa lifað svo „óbrotnu“ lifi? Fyrir fvrra stríð — eða fyrir aldamótin var Montmartre mið- stöð allra lista. Þangað komu menn úr öllum löndum heims til að sýna listir sínar og kynn- ast nýjum listastefnum. En nú eru það að mestu -leyti hinir „misskildu listamenn“, sem halda munnmælunum við með guitarspili og gangstéttasýning- um, eftir að flestir af hinum stærri listamönnum hafa lagt á flótta, til að fá betri vinnufrið annarstaðar, fvrst til Montpar- nasse og siðan til Menilomon- tant. Montmartre, sem er hverfi í norðurhluta Parísarborgar er hápunktur borgarinnar í land- fræðilegum skilningi. Frá kirkj- unni Sacré-Coeur, sem er eitt af furðuverkum katólskunnaiy er liægt að sjá út yfir alla Par- ísarborg ef skyggni er gott — dásamleg sjón að degi til, en næstum ennþá dásamlegri að nóttunni, og safnast þá, ekki sið- ur en að deginum, fjöldi fólks til að horfa út yfir uppljómaða borgina. í götunum umhverfis Place de Tertre kynnist maður bezt „stemningunni“ sem er svo ein- kennandi fyrir Montmartre þegar búið er að kveikja á smá- lömpunum á kaffibox-ðunum sem gangstétta-veitingastaðirnir liafa raðað næstum þvi út á miðja götu og söngur og hljóð- fæi'asláttur hljómar frá hverju húsi og livíslandi raddir falbjóða allar tegundir af mannlegum skemmtunuiu. í mannfjöldan- um bregður fyrir hinum fux-ðu- legustu útgáfum af öllum mann- flokkum jarðarinnar, en hér er enginn sem er hissa á noklc- ui’um lxlut. Maður gæti gengið á pevsufötum með harðan hatt án þess að nokkur sneri sér við til að liorfa á eftir manni. Ef til vill er það þetta fi’jáls- ræði, sem lirífur mann mest — frjálsi-æði til að vera eins og maður vill og klæðast eins og maður vill, ón þess að nokkur undi’ist eða spyrji hvers vegna. Þó að flest af þeim andlitum, sem maður mætir, beii merki hinnar miskunnai-lausu lífsbar- áttu stói’boi'ganna, liafa þau þó varðveitt glettni sem Pai-ísarbú-

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.