Vísir Sunnudagsblað - 24.08.1941, Blaðsíða 1
wmm'
1941
Sunnudaginn 24. ágúst
34. blad
NINA TRYGGVADOTTIR:
MONTMARTRE.
MEÐ TRESKURÐARMYNDUM EFTIR HOFUNDINN
Nafnið Monímartre veknr hjá
fiestum óljósar hugmyndir
fengnar af kvikmyndum og
skáldsögum — hugmyndir um
flauelisklædda listamenn sem
sitja reykjandi og drekkandi á
knæpuni og skeggræða um listir
eða standa við staffelí á götum
úti og skapa listaverk! Skyldi
nokkur listamaður nokkurntíma
hafa lifað svo „óbrotnu" lifi?
Fyrir fyrra stríð — eða fyrir
aldamótin var Montmartre mið-
stöð allra lista. Þangað komu
menn úr öllum löndum heims
• til að sýna listir sínar og kynn-
ast nýjum listastefnum. En nú
eru það að mestu Jeyti hinir
„misskildu listamenn", sem
halda munnmælunum við með
guitarspili og gangstéttasýning-
um, eftir að flestir af hinum
stærri listamönnum hafa lagt á
flótta, til að fá betri vinnufrið
annarstaðar, fyrst til Montpar-
nasse og siðan til Menilomon-
tant.
Montmartre, sem er hverfi í
norðurhluta Parísarborgar er
hápunktur borgarinnar í land-
fræðilegum skilningi. Frá kirkj-
"urini Sacré-Coeur, sem er eitt
Moulin
Rouge.
af furðuverkum katólskunnar,.
er hægt að sjá út yfir alla Par-
ísarborg ef skyggni er gott —
dásamleg sjón að degi til, en
næstum ennþá dásamlegri að
nóttunni, og safnast þá, ekki sið-
ur en að deginum, fjöldi fólks
til að horfa út yfir uppljómaða
borgina.
í götunum umhverfis Plaöe de
Tertre kynnist maður bezt
„stemningunni" sem er svo ein-
kennandi fyrir Montmartre
þegar búið er að kveikja á smá-
lömpunum á kaffiborðunum
sem gangstétta-veitingastaðirnir
hafa raðað næstum þvi út á
miðja götu og söngur og hljóð-
færasláttur hljómar £cá hverju
húsi og hvíslandi raddir falbjóða
allar tegundir af mannlegum
Place du Tertre
að morgni dags.
skemmtunum. í mannfjöldan-
um bregður fyrir hinum furðu-
legustu útgáfum af öllum mann-
flokkum jarðarinnar, en hér
er enginn sem er hissa á nokk-
urum hlut. Maður gæti gengið
á peysufötum með harðan hatt
án þess að nokkur sneri sér við
til að horfa á eftir manni.
Ef til vill er það þetta frjáls-
ræði, sem hrifur mann mest —
frjálsræði til að vera eins og
maður vill og klæðast eins og
maður vill, án þess að nokkur
undrist eða spyrji hvers vegna.
Þó að f Iest af þeim andlitum,
sem maður mætir, beri merki
hinnar miskunnarlausu lífsbar-
áttu stórborganna, hafa þau þó
vai'ðveitt glettni sem Parísarbú-