Vísir Sunnudagsblað - 24.08.1941, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 24.08.1941, Blaðsíða 6
6 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ H a 11 a L í s a. Eftir Kristmann Guðmundsson. Halta Lísa var verksmiðju- stúlka. Hún sat við vélina sína lóðaði dósalok allan daginn, í átta klukkutíma. Laun hennar gengu að mestu leyti til móður- innar, því hún sá um heimilið. Kerlingin lct hana aldrei hafa nema fáeina aura í vikulokin. —- „Þú hefir ekkert við meira að gera,“ sagði hún. ,,Það er hvort sem er þýðingarlaust fyrir þig að kaupa falleg föt að spjátra þig í, því það vill enginn piltur líta við þér!“ Halta Lísa vissi að þetta var satt. En hún var átján ára, og þrátt fyrir þunglyndi sitt elskaði hún gleðina. I daglega lífinu varð hún fyrir margskonar mót- læti og raununi. Mamma hennar var gamalt skass, og i verk- smiðjunni hæddust allir að henni fyrir það hvað hún gekk skrítilega! Því skapaði hún sér ljúfan draumaheim, langt fyrir utan raunveruleikann, þar sem allt var bjart og kátt. í þeirri ævintýraveröld voru eng- ar lialtar stúlkur til, engar skap- styggar kerlingar, engir mein- fýsnir vinnufélagar. En þar var Ijómandi fallegur prins, sem skammaðist sín ekkert fyrir að bjóða henni á híó og ganga með henni um göturnar á sunnudög- um! Hann liafði raunar ekkert sérstakt nafn ennþá, en var jafngóður fyrir því. Halta Lísa var, eins og nafn- ið bendÍL' til, hölt. Einu sinni þegar hún var lítil stúlka dati hún niður stiga og fór úr liði um hnéð. Læknirinn sem dittaði að þessu var mesti ldaufi, og því fór sem fór. Þegar hún stækkaði skældist fóturinn allur, svo að seinast vissu tærnar beint út á lilið. Auk þess var lmjáliðurinn stirður. Göngulag Lísu varð þvi ákaflega lijájtátlegt, og fólk gat ekki að sér gert að brosa að því. í skólanum var mikið hlegið að henni, og reyndar hvar sem hún kom. Hún var dálítið uppstökk, og lienni hætti til að missastjórn á sjálfri sér þegar verið var að striða henni. Þá gekk hún ber- serksgang og reyndi að lemja kvalara sína með stafnum sem hún gekk við. Þetta varð til þess að vinnufélagar liennar höfðu það sér til dægrastyttingar að koma henni til. Það var alveg hættulaust, því Lísa var ekki mikil fyrir sér, en þeim fannst fjarska gaman að sjá hana sleppa sér. Ef Halta Lísa hefði verið heil- fætt mvndi líf hennar hafa orðið allt annað, þvi hún var i raun- inni ljómandi lagleg stúlka. Hún hafði fallegt andlit, flauelsbrún augu og mjög kyssilegan munn. Og líkami liennar var fagur- skapaður, að undanteknum þessum bæklaða fæti. Þegar hún sat í ró við vélina sína og brosti að draumum sínum, þá kom það oft fyrir að piltarnir gleymdu sér stund o,g stund við að horfa á hana, því þá var hún verulegt augnayndi. En enginn þeirra ^ þorði að láta á því bera, þá lang- aði ekki til þess að verða að at- hlægi fyrir allri verksmiðjunni. Líf Höltu Lísu var því snautt og fátæklegt. Hana dreymdi um snotran og prúðan unnusta, eins og allar aðrar stúlkur. En allar aðrar stúlkur trúlofuðust fyr eða síðar; hún ein fékk eng- an vin. Hún varð að láta sér nægja drauminn, huggara alls- leysingjans. Þess vegna ásótti hana þunglyndi, og tíminn var lengi að líða. Verksmiðjan var á Möhlen- pris (Bergen) en hún bjó liinu megin við sundið og fór með fei'junni yfir tvisvar á dag. Ferjutúrarnir tóku stundar- fjórðung og það voru beztu stundir dagsins. Þá var hún fín daina, um borð á stóru farþega- skipi, á leið til fjarlægra sól- skinslanda! Ferjan var alltaf full af fólki, og þar sáust margir laglegir pilt- ar. Það skeði ósjaldan að ungir menn litu hýrt til hennar þar, ]lví þegar hún sat bar ekkert á lýti hennar. Hún gætti þess alltaf vel að vera seinust í land, svo hinir farþegarnir skildu ekki uppgötva það. Vel gat það nú hugsasl að einn góðan veðurdag kæmi til henn- ar ungur og fríður piltur, kynnti sig Og segði: „Fyrirgefið þér, fröken, en mig langar svo mikið til að þekkja yður. Má eg fá mér sæti hérna við hlið yðar?“ Og þegar hann fylgdi henni i land myndi hann taka undir armlegg hennar og stvðja hana. „Eg veit vel að þér eigið bágt með að ganga, en það gerir ekkert til. Eg skal alltaf leiða þig og eg elska þig mildu meira fvrir bragðið“. — Halta Lísa vissi að svona nokkuð kom fyrir í rómanbókum, og því gat það þá ekki komið fyrir liana? Það var vor, með fluglasöng í skóginum og sólglitraðann sjó. Og það er annað en gaman að vera einmana þegar allt er sovna fallegt í kringum mann. Hvert sem Halta Lísa leit var ástfangið og hamingjusamt fólk á ferli; það sat í faðmlögum í lystigörð- unum, og jafnvel á ferjunni! Jafnvel nauðaljótar stelpur gátu nælt sér i pilt! Allir áttu sér vin, —• nema Halta Lísa. Hún fór heim og skoðaði sig í speglinum. Ekki var liún ó- fríð; það væri áréiðanlega allt í lagi hefði ekki lappar skömmin verið. Mikið hataði hún liana! Um kvöldið grét hún þangað til liún sofnaði. Það er þó nokk- ur liuggun i því að gráta, þegar maður Iiefir engin önnur úrræði. Næsla morgunn vaknaði liún snemma, klæddi sig og settist við skriftir. Það var fyrsta ást- arbréfið hennar á ævinni: —- „Ástin mín,“ skrifaði hún. „Mér leiðist svo mikið, og eg þrái þig svo heitt.“ - Þegar hún byrjaði á bréfinu hafði lnin eiginlega ekki liugsað um neinn sérstakan. En svo varð lienni Ijóst að það vár þó einn maður í veröldinni sem liún gat skrifað til. Reyndar datt henni ekki í hug að senda honum bréf- ið, og liún vissi ekki einu sinni hvað hann hét. En liann var á- kaflega inndæll, — hún hafði séð hann á ferjunni nokkra und- anfarna daga; það var alvarleg- ur maður um þrítugt, liár og' axlabreiður, með góðlegt, föll' andlit. Þó hann væri fallegri en flestir aðrir, var hann alltaf einn. Hún hafði liorft mikið á hann og nokkrum sinnum varð hún var við að rólegu bláu aug- un hans litu rannsakandi á hana. — Já, honum ætlaði liún að skrifa og segja honum allt af létla um neyð sína og sorg. Það var öldungis óhætt, því hann myndi aldrei sjá bréfið. Það er inndælt að geta trúað einliverjum fyrir raunum sín- um. — Hún skrifaði viðstöðu- laust í heilan klukkutíma, sagði Þannig sjá farþegar í flugvélum nýja flugvöllinn við höfuðborg Bandaríkjanna, Washing- ton. Hamii kostar 16 milljónir dollara og tekur yfir 700 ekrur. Fjórar brautir eru á vellinum, sú lengsta 2300 metrar á lengd.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.