Vísir Sunnudagsblað - 24.08.1941, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 24.08.1941, Blaðsíða 8
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ SÍBAHÍ Vitið þér — — að dansheitið polki er af tékkneskum uppruna og heitir á tékknesku pulka, sem þýðir hálfslcref? • Enska kvikmyndaleikarann Henry Wilcoxon henti einkenni- legt atvik, þegar hann var síðasl í kvikmyndaleiðangri i Kairo. Hann var þar með konu sinni og einn góðan veðurdag fóru þau hjón að skoða pýramídana fyrir utan borgina. Á leiðinni slóst i fylgd m.eð þeim austur- lenzkur höfðingi, Feisal E1 Kad- ir, að nafni. Var hann foringi Arabaættleggsins Ageyl. Þessi foringi varð strax snortinn af liinni miklu fegurð eiginkonu leikarans og vildi ólmur og upp- vægur kaupa hana af manni hennar — en Henry var tregur til og lét ólíklega, að liann vildi selja. Fyrst bauð Arabainn tíu sterlingspund í konuna, en þeg- ar leikarinn neitaði að selja hana fyrir nokurt fé, liélt Feisal E1 Kadir að þetta væri venjulegt austurlenzkl bragð til að fá til- hoðið hækkað. Hann hækkaði þess vegna boð sitt og bauð 3 úrvals úlfaldamerar. Þegar það idugði ekki vildi Arabinn hæta kaupin upp með nokkrum mjöl- sekkjum og jafnvel með dem- t antskreyttum rýting. En Englendingurinn lét ekki freislast og vildi heldur eiga konuna sína áfram, heldur en þrjár úlfaldahryssur, nokkra mjölpoka og einn rýting. Hann hrissti bara þegjandi höfuðið. Þá spilaði Arabahöfðingin út næstsíðasta trompinu og hauð heilt kvennabúr með undur- fögrum Arabastúlkum fyrir þessa einu konu. Það dugði ekki að lieldur. Síðasta tilboðið var i augum Arabank ómótstæðilegt. Hann fékk ekki skilið að nokkur mannleg sála gæti staðist það. Það var bænateppi úr liöll em- írsins í Mekka. En þegar Henry Wilcoxon neitaði einnig þessu boði, undr- aðist Arabinn stórlega og sagði að þeir væri einkennilega gerðir menn þessir Evrópubúar. Þeir kynnu ekki gott að þiggja. • Nafnið Mussolini er dregið af dúlctegund, sem mussolino er nefnd á ítölsku, en musseline á f rönsk u. Mussolini-f j ölskyldan hefir þvi hlotið nafn af því, að hafa ofið þenna dúk. Sumir lialda því þó fram, að nafnið sé dregið af muselin, sem þýðir músarungi. • Landstjórinn á Gullströnd- inni, Sir Arnold Hudson, ferð- aðist eitt sinn um yfirráðasvæði sitt, fyrst í bifreið, en þegar veg- ir þrutu hélt hann ferð sinni ó- fram fólgangandi. Á þessari ferð lenti hann í allskonar æfin- týrum, komst í kynni við galdramenn og mannætur og i eitt skifti munaði litlu að liann færist í skógareldi. En það, sem honum þótti að ýmsu leyti sérkennilegast við þessa för, var hin mikla gest- risni og gjafmildi íbúanna í Gambaga. I liverju þorpi komu íbúarnir fylktu liði á móti hon- um og færðu honum gjafir — og gjafirnar voru á sérhverjum stað þær sömu: Naut. Nú hefði Sir Arnold Hudson getað orðið auðugur maður á þessari ferð, ef hann hefði safn- að öllum þeim nautum saman, sem honum voru gefin. Það ætl- aði hann sér að vísu einnig að gera — en mistókst að því leyti, að á hverri nóttu slitu nautin sig laus, sem liann hafði þegið að gjöf um idaginn, og héldu heim i átthagana aftur. I fjTstu 'hélt landstjórinn að hér væri um eintómar tilviljan- ir að ræða, en seinna komst hann að raun um, að þorpsbúar treystu á nautin sín og gáfu þau þvi aðeins, að þeir vissu að naut- in myndu von bráðar koma til baka. ,Þannig gátu þeir gefið sömu nautin óendanlega oft og sýnl á þann hátt hinn mesta höfðingsskap — án þess að tapa við það einum einasta eyri sjálfir. • Ung stúlka brá beiti við unn- usta sinn og fann þáð til, að hann væri drykkfeldur. Daginn eftir kom til liennar sendill með svoliljóðandi bréf og kvaðst eiga að bíða eftir svari: „Elsku- lega Fanny! Þegar drengurinn fer með bréf þetta út úr jier- berginíi minu, þá tek eg inn sterkasta eitur, sem til er í heiminum og verð steindauður eftir eina mínútu. Eg er ekkert að tvínóna við það. En annars er eg reiðubúinn að hætta að dreklca, livenær seni þú vilt. Þinn heittekskaði John.“ • • — „Maðurinn minn kallar mig ávallt Aphrodide! Er það ekki fallega hugsað af honum?“ Vinkonan: „Vissulega.Honum Svínadalur, sá er hér birtist mynd af, er í Borgarfinði, sunnan Skorra- dals, en norðan Hvalfjarðar. Svínadalur er þekktur vegna hinna mörgu vatna og hins alkunna Vatnaskógar, enda er náttúrufegurð hans við brug'öið. finnst að sjálfsögðu eitthvað forneskjulegt við þig.“ • — „Ef pabbi þinn hefði séð til þín núna, óþokkinn þinn, hefði bann orðið gráliærður af áliyggjum.“ — „Það hefði glatt hann, kennari góður.“ — „Hvað átlu við?“ -— „Hann er sköllóttur.“ • — „Eg er nuddlæknir. Eg er fús til að nudda daglega allar dansmeyjarnar við leikhúsið fyrir þrjú hundruð króna borg- un á mánuði.“ Leikhússtjórinn: „Ágætt, ef að ]>ér borgið upphæðina fyrir- fram, getið þér byrjað strax i dag. • „Takið þið nú eftir,“ sagði kennarinn í efnafræðistíman- um, „nú ætla eg að gera stór- hættulega tilraun. Ef liún mis- tekst, þeytist eg upp úr þekj- unni. Viljið þið gjöra svo vel að koma nær, svo að þið sjáið betur til min.“ • Stúlka, sem verið var að bjarga úr eldsvoða segir við slökkviliðsmanninn: „Eg dáist að hugrekki yðar, að þora niður þenna mjóa stiga og bera mig í fanginu. Eruð þér ekkert hræddur?” „Hvort eg er! f sannleika sagt er eg alveg lafhræddur. Þarna beint fyrir neðan stendur lconan mín og sendir mér heiptúðugt augnaráð, af því að eg er með yður í fanginu.“ Læknirinn: „Hafa líkamsæf- ingarnar ekki gert yður eitt- livert gagn?“ Sjúklingur: „Jú, eg komst upp á loft hjá Marteini uin dag- inn, þegar útsalan var þar.“ • — Ekki svona linugginn, gamli. Runki, sagði presturinn. Þegar eg er farinn, fáið þið nýj- an prest. — Veit eg það, svaraði Runld. Eg er nú orðinn gamall maður og þér eruð sjötti presturinn, sem hér liefir verið í minni tíð. Og það get eg sagt með sanni, að þeir liafa alltaf farið hríð- versnandi. • —- Eg segi elcki, að þú hafir drepið manninn — nei, það geri eg ekki. En lieyri eg einbvern segja, að þú hafir gert það, þá trúi eg þvi. • Dómarinn: Þér kölluðuð manninn dóna, flagara, svikara, ara, lygara — er það ekki rétt? Ákærði: Vissulega. En eg hefði getað bætt mörgu við, því að liann er margt fleira en þetta. Eg liefði til dæmis getað kallað liann þjóf, skattsvikara, brenni- varg..... -— Hvernig líður manninum yðar, Rebekka min? — Æ, minnist þér ekki á það. Læknirinn sagði núna áðan, þegar hann kom til okkar, að ef Jónas minn blessaður lifði til morguns, þá hefði liann von um hann, en ef hann dæi í nótt, þá væri hann eiginlega alveg von- laus. —

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.