Vísir Sunnudagsblað - 31.08.1941, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 31.08.1941, Blaðsíða 3
VlSffi SUNNUDAGSBLAÐ 3 ekki samræmst fyrirætlunum mínum. Veðrið er mjög gott. Það er mistur frá því sngnnna á morgnana, þangað til kl. 2 á daginn, þá fer sólin að skína mjög hlýtt. Á kvöldin er bjart tunglskin til miðnættis. Svona veður höfum við ekki fengið áður..... Napoleon ætlaði aðra leið til baka — sunnar en hann liafði komið, en við Malo-Jaroslavetz neyddu Rússar hann til þess að fara gömlu leiðina. Við það urðu Frakkar að fara um hér- uð þar sem allt var í eyði — sviðin jörð —• en á næstu grös- um voru kósakkar og hændur, sem drápu hvern, sein heltist úr lestinni. Frakkar fóru um vígvöllinn við Borodino. Þar gæddu úlfa- hópar sér á því af valnum, sem þeir voru ekki búnir með áður, þvi að enginn liafði liirt um að láta grafa líkin. Þegar komið var fram lijá Borodino varð undanhaldið alveg skipulags- laust. Napoleon gafst þó tími til ritstarfa.... f Wjasma, 1. nóv. Þú munt sjá af dagsetningu bréfsins, að eg nálgast Pólland, en þar ætla eg að hafa vetur- setu.....Veðrið er ágætt, 3—4 stiga frost og ágætt sólskin. Heilsa mín er í hezta lagi, mér gengur vel...... Napoleon reið ekki lengur á liestbaki. Stundum ók liann í vagni, en oftast gekk hann með mönnum sínum, með staf í liendi, klæddur í skinnfóðraðan jakka og með astrakan-húfu á höfði. 7. nóv.. kl. 11 árd. .... Þú sérð að eg nálgast óðum. Á morgun verð eg kom- inn til Smolenslc og þar með hundruðum mílna nær París. Fannkomur virðast vera yfir- vofandi...... Þann 9. nóvemher kom Na- poleon til Smolensk. Þar var ægilegt ástand. Borgin var full af þúsundum særðra og sjúkra. Allar hirgðir voru á þrotum. Tveir rússneskir herir flýttu sér fram fyrir Frakka í því skyni að koma í veg fyrir frekara undanhald og því varð að liafa hraðan á. Þ. 14. nóvember fór keisarinn frá Smolensk. Horfur voru slæmar, en liann minntist elcki á það í bréfum sínum til drottn- ingarinnar. Sama dag fór snjón- um að kyngja niður og þá fóru liermennirnir að finna kuldann fyrir alvöru. Rússar komust yfir bréf frá einum liershöfðingjanna til Na- poleons, þar sem segir að á ein- um degi liafi 400 hestar drepist og á þrem dögum liafi herdeild- in misst tvo þriðju liluta stór- skotaliðssveitar sinnar, Þrátt fyrir þetta þorði Kutusoff ekki að leggja til úrslitaorustu við Napoleon, svo mikil ógn stóð honum af lierstjórnarhæfileik- um lians. Þegar herinn var í Orcha, 19. nóvember, gaf Napoleon út svo- hljóðandi tilkynningu: Margir félagar ykkar hafa hlaupizt undan merkjum og fara einir sér, en með því svíkja menn skyldur sínar, og lieiður og öryggi liersins. Slík óregla verður að hætta.......Þeir, sem brjóta af sér, verða handteknir og verður stórlega i’efsað. En svo var komið að Bere- sína, þverá Dnieper-fljóts. Á vestri bakka árinnar var Tsclii- tschagoff, aðmíráll, með her manns. — Á liægri lilið stafaði Frökkum liætta af öðrum rúss- neskum her, sem kom að norð- an, eftir vinstri (eystri) bakka Beresina-ár. Að baki var þriðji herinn. Eina leiðin til undankomu var jTir eina brú, sem var í Borisov. En Rússum tókst að breniia þá brú. Leifum frailska liersins tókst þó að komast yfir ána á vaði nokkuru neðar. Orusta stóð við Beresina í tvo daga og varði Ney, marskálkur, undanhaldið af annálaðri hreysti. Varði hann undanlialdið næstum 900 km. leið, allt vestur að Niemen. Napoleon svaf í lcofa einum aðfaranótt þ. 28. nóv., en þá um morguninn liófst orustan með áhlaupi Rússa. En Napoleon lét á engu hera í bréfi sínu. Zemlin, 28. nóv. Ég veit að 15 hraðboðar bíða eftir mér þrjár dagleiðir héðan. Þar fæ eg 15 bréf frá þér. Eg er mjög hnugginn yfir þeim á- hýggjum, sem þú munt hafa vegna þess, að þú fréttir eklci frá mér svo marga daga, en eg veit að við óvenjuleg tækifæri verð eg að treysta hugrekki þínu og viljaþreki. Eg er við beztu heilsu, en veðrið er bæði kalt og illt. Þegar komið var yfir Bere- sina var engin regla á liðinu nema lífverðinum. Mennirnir voru ekkert annað en skinin beinin og sulturinn var að æra þá. Sumir voru orðnir blindir eða mállausir vegna kuldans. Napoleon gekk við lilið þeirra í löngum pólskum skinnfrakka og studdist við sterklegan staf. Hann lét eitt yfir sig og menn sína ganga, svaf á bersvæði og át það sama og þeir — súpu af hrossakjöti, þykkta með mjöli. Illia, 1. des. Eg vona að hraðboðarnir tuttugu, sem ekki liafa enn sézt, komi fram á morgun og þá mun eg fá langþráðar fréttir af þér. Eg sendi þetta með liraðboða, sem á að flýta sér sérstaklega mikið. Mjög mikill kuldi er í veðrinu, eg er við beztu lieilsip Áfram liélt þessi tötrum klæddi keisaralegi her, en kós- akkar gerðu í sífellu árásir á liann. Sérstakur lífvörður lceis- arans var myndaður. I lionum voru fjórar sveitir og riðu-þær síðustu hestunum, sem eftir Yoru. Höfuðsmenn sveitanna voru hershöfðingjar og undir- foringjarnir voru ofurstar. Éftir því sem her Napoleons týndi tölunni urðu Rússar djarf- ari. Rússneski yfirhershöfðing- inn gaf þá út skipun þá, sem síðan er fræg orðin — að færa ætti fyrir sig alla fanga, er væri minna en meðalmeim á hæð. „Hann (Napoleon) er lágvax- inn, þrekinn, fölleitur, liefir stuttan, digran háls og svart hár.“ Svo hljóðaði lýsingin á fanganum, sem Rússar vildu ná. En liann varð ekki handsamað- ur. í hyi’jun desemher var frostið meira en 30 stig og þeir, sem enn tórðu, hlóðu utan á sig föt- um þeirra, sem dóu og sumir fóru jafnvel í kvennaflíkur. Smorgonje, 5. des. Það veldur mér miklum á- hyggjum, að þú skulir þurfa að óttast um mig, en það mun lag- ast eftir hálfan mánuð. En lieilsa mín hefir aldrei verið betri. Þú niunt liafa fregnað, að rás við- burðanna hefir (ekki?) gengið mér alveg í vil, en rétt sem stendur gengur það ekki sem verst. Hörkukuldi er í veðrinu. Þennan sama dag kallaði Na- poleon foringja sína á fund og tjáði þeim, að liann hafði falið konunginum af Neapel — Murat — stjórn liðsins. 1 hernum voru þá aðeins 5000 manns eftir. Sömu nóttina fór liann og liélt til Parísar. Hann lét engan vita, að liann væri á ferð og fór um Vilna, Varsjá, Dresden, Leip- zig og Mainz. Kom hann til Par- ísar aðfaranótt þess 19. desem- ber., Hafði hann þá verið fjar- veraridi í sjö mánuði. Af liernum, sem fór yfir Niemen í júní, er áætlað að 250.00 hafi beðið bana, 100.000 verið teknir til fanga og enn aðrir 100.000 týnzt — orðið við- skila við félaga sina á undan- lialdinu. St. Helena, 1815. Eg liafði farið til þess að herj- ast við vopnaða menn, en ekki reiða náttúruna. Eg sigraði heri þeirra. En eg gat ekki sigrazt á eldi, frosti og dauða. Forlögin háru mig ofurliði. Meðfram öllum ströndum Bretlands eru stórar fallhyssur, sem eiga að verja landið fyrir innrás. — Myndin er af 30 cm. fall- byssu, sem skýtur kúlum er vega þriðjung úr smálest.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.