Vísir Sunnudagsblað - 31.08.1941, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 31.08.1941, Blaðsíða 6
6 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ stjóri, bæði i Pétursborg og Helsingfors, og þar kynntist hann konu sinni, Noéma Bur- mester. Willy Burmester var um langt skeið heimskunnur mað- ur, sem einn allra mesti töfra- maður fiðlu-tónlistarinnar. Eg hefi hitt fáeina menn, sem ver- ið höfðu áheyrendur hans, og dáðust þeir mjög að snilld lians og leikni. Hann var einnig hnyttinn og slyngur tækifæris- ræðumaður, og þægilegur og viðfelldinn í umgengni. Hann liefir ritað ævisögu sína ogkenn- ir þar margra grasa um merka menn, er hann hefir kynnzt á hinum mörgu ferðum sínum. Virðist hókin rituð af hæversku og hreinskilni. Heimsfrægð vann Burinester á unga aldri, 23 ára gamall, með hinum glæsi- lega tónlistarsigri í Berlín 1894 (sem nánar greinir frá hér á eftir) .Hversu óskapleg þrekraun æfingarnar undir tónleikana liafa verið, má gerla sjá af því, að i finnn næstu mánuði á und- an, frá maí til október, æfði hann sig á hverjum einasta degi, frá því klukkan 6 á morgn- ana til kl. 11 á kvöldin, með stuttum matarhléum. — 14—15 klukkustunda vinnudagur! Listamanns frægð fæst ekki, fremur en önnur gæði, nema ineð markvissri ástundun og þrotíausri elju. Hann hókfærði æfingarnar og nefnir sem dæmi, að í þessa fimm mánuði hafi hann hvorki meira né minna en 4276 sinnuin æft sig á „G-dur- Terts-Capricen“ eftir Paganini, en þá segist hann líka liafa ver- ið orðinn ánægður með árang- urinn. Burmester ætlaði að lialda 5 íónleika í Berlin. Kostnaðurinn við hvern þeirra var um 1100 mörk, 4000 mörk fékk hann að láni, til að geta komið þessu í framkvæmd, því auðvitað þurfti að greiða kostnaðinn fyrirfram. Umboðsmaðurinn vildi enga á- hættu hafa af þessu fyrirtæki. Var því elcki annað að gera fyr- ir Burmester, en að duga eða drepast. — Hann var staðráðinn í því að duga — og það gerði hann. Burmester andaðist í Ham- borg 1931 eða ’32? S. K. S. Það var ömurlegur þoku- morgunn, þegar kona mín og eg komum til höfuðborgar þýzlca ríkisins. Við fengum olckur að- setur í litlu og íhurðarlausu gisti- húsi, og neyttum morgunverðar á veitingastofunni „Bauer’*. Veðrið var ömurlegt og sjálf voriiin við einnig í ömurlegu skapi. Eg horfði stúrinn á svip út um gluggann, út á götuna,- sem var að komast í umferðar- haminn. Eg sá fólkið hraða sér kæruleysislega livað fram hjá öðru, stóra almenningsvagna og vagnhesta sem slettu fótunum þreytulega. Mér fannst þeir vera álíka niðurbeygðir og við. Mér varð hugsað til hinnar litlu glað- væru Helsingforsborgar. Ef til vill hefðurn við þegar lagt af stað þangað aftur, ef eg hefði ekki verið búinn að greiða fyrir- fram allan kostnaðinn við hljómleika mína í Berlín. Þann- ig voru brýrnar brotnar að baki, og ekki annars kostur, en að híta á jaxlinn og taka því með karl- mennsku sem að höndum hæri. Þegar eg dragnaðist óleiðis til tónleikaskrifstofu Wolfs, fannst mér umferðin á götunni og liinn iðandi mannfjöldi, minna mig á mauraþúfur. Það lagðist á mig eins og mara og dró úr mér all- an þrótt. — Það var þessi risa- borg, sem eg ókunnur hljóm- sveitarstjóri frá Helsingfors, ætlaði að sigra — og hljóta heimsfrægð að Iaunum. Mér fannst hugsunin hvorttveggja í senn, ósvífin og einfeldnisleg. Ekki bætti það úr skák, er Her- mann Wolf, sem sá um undir- húning tónleikanna, sagði við mig: „Þér liljótið að vera auð- ugur maður, svo lítið þekktur sem þér eruð, að ætla að halda tónleika hér í Berlínarborg, með aðstoð hljómsveitar. — Þér getið ekki vænzt mikils árangurs í skjótri svipan, og þar að auki með Paganini-tónleikum“. (Nic- cola Paganini fæddist í Genua árið 1782, en andaðist í Nissa ár- ið 1840. Hann er talinn vera ein- hver allra mesti fiðlusnillingur sem uppi hefir verið, og afkasta- mikið og merkilegt tónskáld, og samdi liann lög sín fyrir fiðlu- leik. Þau kváðu gjöra óskaplega miklar kröfur um leikni og kunnáttu, ef vel á að fara). „Það er að vísu nýstárlegt, en eigi að síður þegar allt kemur til alls hæpið, einkum gagnvart blaða- dómunum, en þar er ekki alltaf horin tillilýðileg virðing fyrir hinni algildu snilld. Eg veit raunar ekki livernig frammi- staða yðar verður. — En ef þér reynist vandanum vaxinn, getur vel verið að hærilega rætist úr. Þér ættuð að líta til Otto Less- manns, liins áhrifamikla tón- leikadómara við „Musikzeitung“ og ef yður tekst að vinna hann á yðar hand, er þegar mikið feng- ið“. Eg hætti mér út í „ljóna- gryfjuna“ til að hitta Otto Less- mann, að máh, og auðvitað var liann allur á nálum, út af Paga- nini-tónleikunum. Hann réði mér algjörlega frá þeirri hug- mynd, og hafði handbær kynstr- in öll af ráðleggingum, um lög sem eg ætti heldur að leika, og eggjaði mig lögeggjan, að hreyta tónleikaskránni. Mér var þungt í skapi og þrákelknin sauð í mér á leiðinni, er eg liélt aftur til Wolf, til að tjá honum árang- urinn af viðræðunum við Less- mann. En þá var liann búinn að skipta um skoðun, og sagði: „Lálið viðtökurnar hjá Less- mann, ekkert á yður fá, ef til vill eruð þér ótrúlega snjall, og ef svo er, er það sannarlega ó- maksins vert að hlusta á Paga- nini tónleika. Þér vekið athygli fólks á yður með þessu, og einn- ig tónlistardómaranna, þó að þeir kunni að láta annað í veðri vaka. Mest ríður á því að þér sjálfur bregðist ekki“. — Þetta hafði bætandi áhrif á hugar- ástand mitt. Eg rólaði af stað í liægðum mínum, þangað sem aðgöngumiðarnir að tónleikun- um voru seldir. Tveir heldri menn, stóðu við gluggann, þar sem tónleikaskráin min státaði. — „Eg kannast ekkert við nafn þessa fiðluleikara, en hann lilýt- ur að vera vel lærður, þar sem hann ætlar að leika inörg af erf- iðustu tónverkum Paganini. — Hvernig lízt þér á — Eigum við að kaupa okkur aðgöngumiða?“ — Hið taugásjúka sálarástand mitt, liefir sennilega liaft álirif á náungana, því þeir fóru inn, og keyptu meira að segja þrjá aðgöngumiða! — Það hafði þó litið að segja, upp i kostnaðinn, því hvert tónleikakvöld, kostaði mig um 1100 mörk, en andvirði seldra aðgöngumiða nam sam- tals 65 mörkum (fyrsta kvöld- ið) ! — Eigi að síður var salur „Söng-háskólans“ þéttskipaður áheyrendum, — sem fengið höfðu gjafamiða! Það er f jarri því að vera eins auðvelt, og margur lcann að liyggja að fylla stóran sal af á- heyrendum, á heppilegan hátt. Stundum verður jafnvel að beita hörku. Á því þurfti reyndar ekki að halda að þessum tónleikum hjá mér. Tónleikaskráin liafði vakið athygli. Blaðadómararnir voru mættir með tölu. Tónlist- arkennarar, tónlistarunnendur og nemendur tónlistarskólanna, slógust blátt áfram, að því er mér var síðar tjóð, um gjafa- miðana. Það er venj ulega alveg sérstölc manntegund, sem hagnýtir sér gjafamiða, og er auðþekkt á þrennu: í fyrsta lagi kemur það fólk að jafnaði, of seint, í öðru lagi fer það ekki úr yfirhöfnun- um og í þriðj lagi er það dóm- harðast! Paganini-tónleikar mínir, voru lausir við þessi ein- kenni. Forvitnisleg eftirvænting var á liverju andliti. — Tilfinn- ingar mínar, þegar til skarar skyldi skríða, voru líkastar því sem eg get liugsað mér tilfinn- ingar glæpamanns, sem verið er að leiða til höggstokksins. — En jafnvel slikar tilfinningar rjúka út í veður og vind, þegar lcollur- inn er laus frá holnum. -— Það var varlahægt að segja,að höfuð- ið á mér væri á síiium rétta stað, meðan hinn síðasti undirbúning- ur fór fram. Eg hafði gjörsam- lega glatað hæfileikanum lil að hugsa. Ef einhver hefði sagt mér, að bvrja „D-dur“ tónverk Paganini, í „G-dur“, liefði eg sennilega gert það. — Það voru einungis augun, sem störfuðu ennþá að einhverju leyti, því er eg gekk sem í leiðslu, fram á leiksviðið, sá eg — sem í þoku, stóra hljómsveit í kringum mig, og mörg hundruð andlit, sem horfðu á mig framan úr salnum. En jafnskjótt og liinir sterku tónar hljómsveitarinnar lieyrð- ust, fékk eg ráð og rænu, eða öllu lieldur, komst eg i einlivers- konar dásamlega róandi kæru- leysisástand, gagnvart öllu sem kynni að gerast. — Eg setti djarfmannlega boga á streng, — til að sigra! Þegar eftir liina fyrstu tóna, sá eg; skyndilega, í anda, prófraunina við inntöku- prófið í Tónlistarháskólann.fyrir rnörgum árum. Mér fannst eg vera kominn í sama lierbergið, með „græna borðinu“ og sá pró- fessorana í kring um mig, með örvandi velþóknunarlátbragði. Eg ölvaðist af velvilja þeirra, komst í hrifningarástand, varð laus úr öílum viðjum, og lék eins og mér bar skylda til og nauðsynlegt var, til að sigra Ber- lín! Það er erfitt fyrir mig, án þess að vera talinn drýldinn lirokagikkur, að lýsa því, hvern- ig áheyrendurnir létu velþókn- un sína í Ijós að loknu fyrsta tónverkinu. En ógleymanlegast mun mér þó ætið verða, livernig hljómsveitarspilararnir komu fram við mig. Þeir voruhrærðir, óskuðu mér til hamingju með föðurlegri óstúð, þrýstu hendur mínar og tóku innilegan þátt í hamingju minni. Það var engu líkara en að þeim fyndist þetta vera þeirra eigin sigur. — Hverjir voru þessir hljómlistar- menn — og hvers vegna man eg svona vel eftir þessu? — Það vorii hljósveitarmennirnir úr hljómsveit sem eg hafði stjórn-

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.