Vísir Sunnudagsblað - 31.08.1941, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 31.08.1941, Blaðsíða 7
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 7 að austur í Rússlandi, — þá er eg gérði mér ekki miklar vonir um framtíðina. Þetta voru hljóðfæraleikarar með gott Jijartalag, sem ávalt höfðu haft mætur á hinum unga hlómsveit- arstjóra þeirra, og ævinlega reynt að hughreysta hann. Þetta kvöld ijómuðu andlit þeirra móti mér. Það var engu líkara, en að þeir hefðu haft lmgboð um að svona myndi fara, og hefðu rólegir heðið þessa kvöld. Þessir Paganini-tónleikar mínir urðu fullkominn sigur. Blaðadómaramir, sem annai’s hlusta á eitt eða tvö tónverk, og vegna hinna erfiðu skyldustarfa sinna, verða að þeytast á milli, á aðra tónleika, voru kyrrir í sætum sínum, þar til hinn síðasti tónn liljómaði í sal Sönglistar- Jiáskólans. Að tónleikunum loknum þusti fjöldi manns til mín, sem eg hafði aldrei séð áður: Hljómlistar-stjórar og hljóðfæraleikarar, sem allir óskuðu mér hamingju. Svona atburðir finnst mér nú, eins og öðrum kunnum listamönnum, vera ofboð eðlilegir, en liafði þá einhver draumkennd og hjartnæm áhrif á mig, óþekkt- an hljómsveitarstjóra, sem allt i einu var orðinn hinn mikli ,,sigurvegari“. — Þvilík hrein og ósnortin tilfinning er ekki meðal fánýtustu eiginleika sál arlifsins. Blátt áfram sagt, og iaust við allt óþarfa lítillæti, leyfist mér að segja, að eg á marga tónlistarsigra að baki mér, og þó þeir hafi auðgað líf mitt, — iivað voru þeir í saman- burði við hinn fyrsta sigur minn í Berlín ? -— Alla æfi mina mun hann gnæfa sem foldgnátt fjall yfir aðra minningafjár- sjóði mina. Og svo næstu daga, blaða- dómarnir! Það er varla unt að til hafi verið hamingjusamari maður en eg þegar eg var að lesa blaðadómana upphátt fyrir konu mína, brast röddin stund- um, svo hrærður var eg. Að vera laus við áhyggjur og kvíða, að vekja einróma aðdáun í Ber- iín. — Það var næstum því of mikil liamingja fyrir mig, sem að visu hafði alltaf unnið og sótt markvíst fram, með iðni og á- stundun. En þó hafði eg aldrei dirfst að gera svona miklar vonir. — Eins og áður er getið, voru blaðadómarnir um hljómleik- ana í Berlín svo góðir sem frek- ast verður á kosið. í kjölfar þeirra komu svo blaðaummæli hinna annara stórborga í Þýzka- landi. Um listræn efni voru Ber- linarblöðin heimsdrottnandi stórveldi. Þau höfðu'sagt töfra- orðið, sem iauk upp öllum dyr- um fyrir mér. 1 minni ástkæru, iistelsku Vínarborg, naut eg fyrstu áhrifanna af þessum tón- leikasigri, þvínæst i Prag, Belg- íu. Hollandi og Frakklandi. En til aiirar ólukku var metnaðar- girnd minni ekki fullnægt með þvi, nema að nokkuru leyti. Til er mikið og stórt eyland, sem allir listamenn þrá og keppa eftir að sigra: England. Árið 1895 steig eg i fyrsta sinn fótum minum þar á land, með hinar djörfustu framavonir i huga, i jreim tilgangi að halda þar marga tónleika, fyrir milli- göngu hins fræga liljómleika- umboðsmanns: D. Mayer. Að sigra heimsborgina London, og því næst að sjá hinar stórborgir landsins falla, hverja af annari, var markmiðið. Hin ágætu um- mæli þýzku blaðanna um mig, sem ensku blöðin vitnuðu óspart i, áttu sinn góða þátt i því, að mér tókst að sigra hið „volduga vígi“: Lundúnaborg. Eg liélt þar fimm tónleika hvern af öðrum, og tókst að ná þeim tökum á hinum dulu og hlédrægu Eng- lendingum, að þótt áheyrendur væri heldur fáir i byrjun tókst mér að fá rifrildis aðsókn, loks fullt hús áheyrenda. —- Eg hafði sigrað, og var himinlifandi glaður. — Þvi að vinna frægð i Englandi er hverjum lista- manni úrslitasigur. Fyrir utan hinn fjárhagslega ágóða er sá siðferðilegri og sálræni ávinning- ur sem er því samfara, einnig mikils virði. Þrátt fyrir það, þó enska þjóðin, með fáeinum und- antekningum þó, hafi ekki lagt verulega af mörkum á hljóm- listarsviðinu, er næmleiki þeirra augljós, og sú nautn sem þeir Iiafa af góðri hljómlist. Sem dæmi þess má nefna Hándel, er öðlaðist nýlt föður- land í Englandi. Það er hægt að halda áfram: Brahms, Liszt, Wagner og Sti’auss, staðfesta það dálæti, sem Englendingar hafa á „þýzkri“? tónlist. (Franz Liszt var, sem kunnugt er, ung- verskur að ætt og uppruna, en Johan Strauss, austurrískur). Þessi staðreynd hlýtur að hræra tilfinningar okkar. Jafnvel ekki einu sinni heimsstyrjöldin, sem kom róti á hugsunarhátt fjöld- ans, megnaði að má þessi spor út. Þess vegna minnist eg dval- arinnar í Englandi fyrir mörg- um áratugum síðan, með inni- legri ánægjukennd. Það er .skylda min að líta hlutdrægnis- laust á þessar staðreyndir. Hversu mörg andlit, ljómandi af ánægju, er sökktu sér niður í dulardjúp listarinnar, hefi eg ekki séð í hljómlistarsölum Lundúnaborgar? Til dæmis þegar Joachim (Josep Joachim fæddist 1831, frægur austur- rískur fiðlusnillingur, seinna prófessor og rektor tónlistarhá- skólans í Berlín, og kennari Burmesters) og meðleikarar hans, með liinum göfga og glæsilega skilning á list Beet- hovens, spunnu hina fegurstu töfraþræði listarinnar, fyrir fullu liúsi áheyrenda. — Og allar aðrar minningar minar þaðan, þar á meðal frá mínum eigin tónleikum. Róðrarferðirn- ar á Thamesfljóti, skógargöng- urnar í fallega skemmtigarðin- um á fljótsbakkanum, hinn gullni maítimi, með blómgun og endurnæringu hins unga listamannshjarta, sem átti löng og ströng erfiðisár að baki, og alltaf hafði þráð þessa fegurð og þennan unað, sem ennþá varpa mildu endurskini á lif mitt á gamals aldri. Árið 1987 hafði mér auðnast sú lýðhylli í Englandi, sem eng- inn listamaður annar, hvorki fyrr né siðar, getur státað af. Eg var þá á tveggja mánaða tónleikaferð um England, Skot- land og írland. Vinsældir mínar virtust ekki eiga nein takmörk, einkum varð eg þess þó var á ferðum mínum. Frá heldri manninum og niður í burðar- manninn, gafst mér að lesa á andliti allra óvæntan fögnuð við að sjá mig. Á götum Lundúnaborgar óx liinni viðkunnanlegu sjálfsvel- þóknunarkennd minni fiskur um hrygg við að verða þess var, að vegfarendurnir, þvert á móti allri venju, snéru sér við til að horfa á eftir mér og fá tækifæri til að sjá mig. Það kom jafnvel fyrir, að mér var veitt eftirför af aðdáendum. Ef eg staðnæmd- ist og skoðaði hugfanginn hinar dásamlegu gluggasýningar verzlunarliúsanna, hópaðist fólk utan um mig, aldnir og ungir. Verzlunarfólkið horfði á mig með biðjandi augnaráði, um að lita inn i verzlanirnar, auðvitað ekki til að verzla, en einvörð- ungu vegna sæmdarinnar. Menn geta auðveldlega gert sér í liugarlund, hvílika sælu- tilfinningu þessi óvænta aðdáun á mér vakti. í upphafi var eg í einskonar gleðidvala, seinna dró lieldur úr áhrifunum — þetta varð að vana. — Auðvitað brá mér eigi alllítið í brún, er eg komst að hinni raunverulegu ástæðu fyrir allri þessari aðdá- un, sem alls ekki var mér ætl- uð. Fólk liért nefnilega að eg væri Friðþjófur Nansen! sem þá var nýkominn úr hinum frækilega Norðuríshafs leið- angri sínum. Þessi „andstyggi- lega“, vinsæli maður ferðaðist um England í fyrirlestraerind- um samtímis þvi, sem eg var þar á tónleikaferðum mínum. Eg var yfirbugaður maður, — velsældarkennd mín var rokin út i veður og vind, og mikil- mennskuþótti minn að engu orðinn. — En því ber ekki að neita, að við vorum líkir í títliti, og meira að segja svo likir, að jafnvel fyriilestraumboðsmað- ur (Impressario) hans, þekkti okkur ekki að. Hann var fölleit- ur i andliti eins og eg, yfir- skeggið og augun voru eins, og það sem setti smiðshöggið á allt saman, var að við vorum báðir í loðkápum, með heljar stórum kraga, og svo með loðliúfu, sem auðvitað liallaðist hæfilega mikið. — Það kemur ennþá fyr- ir, þó að langt sé um liðið síðan, að eg verð gripinn einhverri vandræðalegri auðmýkjandi til- finningu, þegar eg minnist þess- ara kynlegu misgripa, sem lögðu skýjaborgir mínar i rúst- ir í einni svipan. Einhverju sinni, er eg var á járnbrautarferð í Lundúnaborg, brá ekki út af vananum. Starfs- menn og samferðafólk gekk brosandi og vingjarnlegt fram hjá klefanum minum, til að geta skoðað mig í ró og næði, og allt i einu koma tvær ungmeyjar þjótandi inn til min, og báðu mig um eiginhandar áritun mína!! — En þrátt fyrir að stærilæti mínu væri misboðið, varð eg við óskum þeirra, og skrifaði eins og að líkum lætur, — mitt eigið nafn. Vonbrigði stúlknanna leyndi sér ekki, þó virtist önnur þeirra átta sig á því, að óviðeigandi væri að láta um of á því bera, og bað mig af- sökunar á því, hún hefði haldið að eg væri — Nansen! — Eg huggaði hana með því, að eg væri Jíka þó nokkuð þekktur maður, og skýrði það nánar. Þá áttaði hún sig og spurði undr- andi, hvort eg væri liinn „frægi fiðluleikari ?“ — Og lét því næst i ljósi ánægju sína yfir þvi, að hafa þó að minnsta kosti fengið eiginhandar áritun mína! S. K. Steindórs þýddi mjög lausl. Vertu ávallt kurteis i við- móti. Það kostar sjaldan mikið, en getur orðið þér að ómetan- legu gagni.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.