Vísir Sunnudagsblað - 07.09.1941, Blaðsíða 1
wmmm
1941
Sunnudaginn 7. september
36. blað
íslenzk heimsskoðun
Eftir Þorstein Jónsson á Úlfsstödum.
Motto:
„Sannleiknrinn mun gera yðttr frjálsa."
Sú bók, sem eg tel einna
veigamesta þeirra bóka, sem
Menningarsjóður gaf út á síð-
astliðnu ári, er bókin „Markmið
og leiðir", eftir Englendinginn
Aldous Huxley, þýdd af dr.
Guðmundi Finnbogasyni. Er
þar gerð mjög virðingarverð tiL-
raun til að finna leiðir fram úr
ófærum. nútíðarinnar, sem ekki
voru þó orðnar að svo miklu
feni, er bókin var rituð, og þær
eru nú. Þykir mér mest vert
að geta þess, sem mér sýnist
stefna í rétta átt i hugleiðingum
höfundarins, eins og t. d., að
illu verði ekki útrýmt með illu,
og að framför í góðvild sé i
rauninni hin eina sanna fram-
för. Er höfundi ljóst, hversu
rangt stefnir i flestum greinum
og hversu öll ytri skipulagning
væri ófullnægjandi til leiðrétt-
ingar. Félagsmálin eða deilan
um f élagsmálin er ekki það, sem
hann telur að bezt muni greiða
fram úr flækju félagsmálanna,
heldur það, að einstaklingarnir
verði sem beztir og frjálsastir í
hugsunum. Heildin ætlar hann
að skapist af einstaklingunum,
en einstaklingarnir af skoðun-
um sínum á tilverunni, og að
hið þýðingarmesta sé því, hver
sé hin ríkjandi heimsskoðun.
Það, sem helzt mætti leiða fram
úr ógöngunum, væri því, sam-
kvæmt niðurstöðu höfundarins,
að fundinn væri betri og sann-
ari skilningur á tilverunni en
fram hefir komið til þessa, og
væri það einhver trúarleg heims-
skoðun, sem mér sýnist hann
helzt vilja byggja von sína á.
Það er nú i þessu sambandi,
að eg vildi minna á heimsskoð-
un, sem komið hefir fram hér
á landi og koma mætti á full-
um sættum milli truar og vjs-
inda. Á eg þar við kenningar dr.
Helga Pjeturss um lífsambandið
mjlli stjarnanna og þann skiln-
ing, sem sú kenning getur af
sér leitt. Segir hann þar fyrir,
að sú kenning og sá sjdlningur
megi verða mannkyninu til
bjargar, og sýnir fram á það
miklu ljóslegar en hinn enski
höfundur, hvernig sannleikur-
inn einn megnar að gera menn
frjálsa. Heldur hann því fram,
að stefna mannkynsins sé i að-
alatriðum rön'g, og segir i ritum
sínum fyrir meira en 20 árum,
hvernig fara muni, ef þeirri
stefnu verður háldið, og sýnist
mér, að mjög hafi faríð þar eft-
ir. Ættu menn nú að geta látið
sér koma i hug, að sá, sem var-
aði við þeirri stefnu, kunni
einnig að hafa haft rétt fyrir
sér í sambandi við þá, sem hann
boðaði. Og þegar þvi er nú hald-
ið fram af mikilsvirtum, útlend-
um manni, að björgunarleið
mannkynsins muni helzt vera
einhver samræmandiheimsskoð-
un, þá ætti ástæðan að verða
enn meíri til.að líta þangað, sem
eitthvað slikt er á ferðinru\
Eins og eg sagði, þá er mjög
virðingarverð viðleitni hins
enska höfundar til að finna leið-
ir fram úr ógöngunum. Og
sama má segja um lítilsháttar
viðleitni, sem hann gerir til að
samræma trú og visindi. En eins
og við er að búast tekst það
ekki. Til þess að slíkt geti tek-
ist, þurfti að finna undirstöðu
þá, sem dr. Helgi hefir fundið,
sem er uppgötvun hans og skiln-
ingur á eðli svefns og drauma.
Skal hér lítið eilt vikið að þeirri
uppgötvun og hvernig hún leiðir
til þessarar heimsskoðunar, sem
eg hygg að megi bjarga mann-
kyninu.
Þegar mann dreymir, segir
dr. Helgi, er það ekki fyrst og
frenjat vjtund dreymandans,
sem er að verki, heldur em
draumsýnirnar og það, sem
þeim fylgir, inngeislan frá heila
einhvers vakandi manns. Sýnir
dreymandans eru því það, sem
ber fyrir augu þessa vakandi
draumgjafa, og það, sem,
dreymandanum finnst verahann
sjálfur, er þvi í raun og veru
annar maður. Af þessu leiðir dr.
Helgi svo, að lífgeislan hljóti
að eiga sér stað, og þar sem
hann hefir auk þessa komizt að
þeirri niðurstöðu fyrir athugan-
ir á draumunum, að draumgjaf-
inn hljóti mjög oft eða oftast
að vera ibúi annarrar jarð-
stjörnu, þá verður ályktun hans
ekki einungis sú, að lif ssamband
eigi sér stað milli manna, sem
þessa jörð byggja, heldur einn-
ig á milli stjarnanna. En það,
að slíkt samband eigi sér stað,
leiðir svo til þessa skilnings:
í svefni er maðurinn magn-
aður til lif s af tilgeislandi kraf ti
frá öflugum lífstöðvum, og það
var einmitt slík geislan, sem
vakti fyrst lífið hér á jörðu og
knúði fram þróun þess. Lif
þessarar jarðar er þannig þáttur
i óendalegu lífi alheimsins og
vakið af því. Það er vaxið upp
úr hinni dauðu og óvitandi nátt-
úru fyrir geislan lífskraftar frá
öðrum jarðstjöi*num. Lengi
vantaði hér skilyrði til að veita
viðtöku þessum skapandi krafti,
nema mjög lítillega, og kom
þar þegar til greina stillilögmál-
ið, sem dr. Helgi nefnir i sam-
bandi við draumana, og ræður
ættgengi. Hið ríkjandi, sem fyr-
ir var, mótaði æ að mestu þann
kraft, sem tilsendur var, og
vannst þróunin þannig seint og
«rfiðlega. En jafnan vannst þó
eitthvað með hverri Iífskynslóð,
og því meir, sem, lengur leið.
Fjölþættningin varð smám sam-
an æ meiri og samræming f jol-
þættninnar, sem, svo bauð heim
nokkru fullkomnari krafti en
áður hafði fundið sér stað.
Kom loks að þvi, að ekki ein-
ungis lifsgeislinn, heldur eimlig
vitgeislinn fór að nema hér land
og koma jörðinnfá byrjun sjálf-
Þorsteinn Jónsson
forræðis. Er nú verið á þeirri
byrjun og mun framhaldið tak-
ast eftir því, hve vel mönnum, t
tekst að skilja, hvert stefna
skal. Leiðrétting þeirrar röngu ,
stefnu, sem þegar hefir verið
tekin, er undir því komin, að
menn skilji það, sem uppgötvun
lífsambandsins getur látið þá
skilja. Menn þurfa, til þess að
sjá fram úr þokunni, að skilja
hvað lífið er. Þeir þurfa að
skilja, að það er hleðsla, sem,
efnið tekur við, skilja, að það
er niðurskipun samræmandi
magns, því að með þeim skiln-
ingi hverfur það . djúp, sem
menn hafa hugsað sér milli
anda og efnis. Til þess, að vel
farnist hinu nýbyrjaða sjálffor-
ræði jarðarinnar, þurfa menn
eins og þekkingin á lífsamband-
inu getur hjálpað þeim til, að
læra að skilja á náttúrufræðis-
legan hátt, hvernig menn lifa á-
fram eftir dauða sinn í nýjum
Iíkömum á einhverjum öðrum
jarðstjörnum. Með því, að þekk-
ing komi þannig í stað misskiln-
ings og trúarbragða, munu
deilurnar hverfa einmitt á þvi
sviði, sem menn þurfa svo mjög
að vera sammála á, svo að sam-
böndin takist betur við hinar
magnandi lífstöðvar. Mun þá
æ betur koma af sjálfu sér, að
menn lifi samkvæmt þeim til-