Vísir Sunnudagsblað - 07.09.1941, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 07.09.1941, Blaðsíða 5
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 FJÓRAR lijálparsveitii' í loftárásum liafa verið síofnaðar í Kent í Englandi og eru 200 menn i þeim alls. Þessar sveitir eiga að veila allskonar hjálp á afskekktum stöðuin. Sveitirnar hafa bíla og bifhjól. bresta, er það knýr aflþrungn- ar blóðbylgjurnar út um likama hans. Æðarnar á enni lians þrútna, nasir hans titra og hann kreppir hendurnar svo fast, að hnúarnir hvítna en neglur fingranna skerast inn í sigghert hörundið í lófum hans. Honum hverfur öll hugsun, gripinn ó- stjórnlegu æði þrífur hann sprettinn, lileypur hröðum, fjaðurmögnuðum skrefum nið- ur hrekkuna, fram lijá bæjar- húsunum, niður gamla túnið og nemur ekki slaðar fyrr en á sáðsléttunni þar sem gestirnir eru að reisa tjöld sin. — Hann hvorki sér þá eða heyr- ir lil þeirra. Hann er enn á valdi æðisins, er liann beygir sig nið- ur og rifur hvern tjaldhælinn á eftir öðrum upp úr janðveginum og kastar þeim út fyrir girðing- una, út í mýrina. — Skyndilega finnur hann eilt- hvað snerta öxl sína, það er ekki kalt járn, — ekki þungt byssuskefti sem staðnæmist við hold lians í lamandi böggi. Það er heit, róleg og styrk hönd, — ------- vingjarnleg, lifandi snert- ing veru, sem er eins og bann. Snerting manns, sem hugsar, gleðst, þráir og þjáist. Æðið rennur af Birni jafn snögglega og það kom. Hann réttir úr sér og liorfir í blá, ró- leg og athugandi augu, sem virða hann fyrir sér með ein- kennilegri, hlýrri undrun.----- — Og þarna standa þeir í húm- kyrrð næturinnar, hermaðurinn og bóndinn og virða livorn ann- an fyrir sér,-------tveir menn, sem óskiljanleg örlög hafa knú- ið til að liittast. Tveir menn, sem finna yl gagnkvæmrar samúðar í augnaráði hvors annars.---------- Ráðþrota og óttasleginn vfir athæfi sínu og dirfsku, stendur Björn þarna, án þess að mæla orð frá vörum, — ekki þó sök- um þess, að hann íliugi að orð hans myndu hinum framandi, einkennisklædda manni, óskilj- anleg með öllu, heldur aðeins vegna þess að hin óvænta hlýja samúð og skilningur, sem skeiu honum úr augnaráði erlcnda hermannsins, lama huga hans. — Hann finnur ofurþunga jireytunnar eftir hamfarir æð- isins, leggjast á sál sína og lik- ama, sem óbærilegt farg. ------ — Hann er gamall og lúinn maður. —-------- Skipunarorð fyrirliðans kveða við á ný, livell, annarleg og ó- skiljanleg. — -— — Hermenn- irnir, sem hann nú fyrst veitir athygli, taka að bera tjöldin og bafurtask sitt út af sáðsléttunni, — út á vallendisflesjuna sem liggur upp með gamla túninu, utan girðingarinnar. Björn starir á ]iá.--------Þetta eru einnig menn í engu frábrugðnir honum sjálfum, þrátt fyrir liinn annarlega klæðaburð og byss- urnar, sem þeir bera með sér. Skvndilega uppgötvar Björn, að bann befir sigrað. — Sigrað, — — — varið gróðurjörðina, sem hann hefir með baráttu sinni skapað úr fúamýri, fyrir órás vopnaðrar liersveitar.---- En, —-------hann finnur ekki til neinnar ofsakenndrar sigur- gleði, — aðeins til þreytu og sljóleika.------Þessi vopnaða bersveil var aðeins hópur fram- andi manna, er báru byssur og voru klæddir einkennilegum búningum. Og þeir fóru ekki lengra en út fvrir túngirðing- una. Á morgun myndi hann sjá tjaldaþyrpingu þeirra á valllend- isflesjunni.------ Fyrirliðinn gengur til hans, segir einhver orð óskiljanleg, sem Björn jx’) skilur af hljómi jieirra og raddblæ, að eiga að túlka afsökun.--------— Afsök- un á einhverju, sem grimm ör- lög neyði þennan mann til þess að vinna,---------Björn tekur í framrétta liönd hans. Og fyr- irliðinn gengur út fyrir túngirð- inguna, á eftir mönnum sínum. Björn bóndi á Hömrum gcng- ur lil bæjar. Hann er sljór og þreyttur ,og þráir það eilt að mega hvílast við gleymskutöfra svefnsins. I dag alhirti hann tún sitt og fékk af því meira lieyfeng, en nokkuru sinni áður.-------— Hann heyrir þungan hljóm frá hamarshöggum, er hann gengur inn í bæinn, þar sem hjú hans sofa þreytt eftir erf- iði dagsins. Fyrir utan túngirð- inguna vinnur hópur framandi, vopnaðra manna að þvi að reisa tjöld sín. Hópur einstaklinga, sem gæddir eru sömu tilfinn- ingum, sömu þrárn, sama styrk og vanmætti, sem liann og hjú hans.-----— Ekki óvinir — að- eins menn, sem eru á valdi þungra, válegra örlaga. —---- Leiðrétting. I Fiskætasálmi Hallgr. Pét., i næstsíðasta Sunnudagsbl. Visis eru 4 orð: „rýran, magran, rétt ófagran“, svo úr lagi færð, að ckki er sæmandi þjóðskáldi. Rétt er þetta erindi svona: Þorskinn roskinn rifinn harðan, rétt óbarðan, ráð er bezta, að bleyta i sýru á borð fvrir presta. Auk þess mun næstfyrsta Ijóðlinan i sálmi þessum vcra íélt svona: Afbragðsmatur er ýsan feil, einkum þá hún er fersk og lieit. En ekki: „ef liún er bæði“ V. G. Kvennadeild brezka flotans (W. R.N.S.), eða „Wren“ eins og hún er kölluö i daglegu tali, heíir tekiS sér skip í „sonar staS“. Er þaS 1200 smál. eftirlitsskip, sem heit-< jr Wren. Hæsta veðurathuganastöð og gistihús í Bandaríkjunum sést hér á myndinni. Er þessi bygging k tindi Evansfjalls — 14.620 fet yfir sjávarmál — en það er í grennd við borgina Denver í Colorado. — Húsið er byggt svo sem myndin sýnir til þess að standast hina afarmiklu storma, seni stundum geisa þarna uppi.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.