Vísir Sunnudagsblað - 07.09.1941, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 07.09.1941, Blaðsíða 8
vísír sunnudagsbLað SÍÐAM Jack Raleigh í Detroit var maður sem vikli lialda öllu i íöð og reglu og í hans > auggm sat róttlætið fyrir öllu — hvað sem það kostaði og hvernig sem á stóð. Árum saman verzlaði Jack Raleigh i félagi með öðrum manni, en þegar hánn hafði hagnast svo af verzluninni að hann gat lifað á rentunum ein- um, ákvað hann að draga sig i ldé frá verzlunarstörfunum og setjast í helgan stein. Nokkuru eftir að skipti höfðu farið fram þóttist Raleigli upp- götva, að liann liefði verið snuð- aður um einn dollar. Hann skrifaði því fyrrverandi verzlun- arfélaga sínum bréf, þar sem Raleigh hað hann að endur- greiða sér þenna dollar, en fékk synjun. Raleigh fannst þetta ekki vera samkvæmt réttlætistilfinningu sinni og skrifaði fólaga sinum nú hvert bréfið á fætur öðru þar sem hann krafðist dollarsins! Þegar þessu hafði haldið á- fram drykklanga stund án þess nokkrar sættir hefðu tekist, kærði Raleigh félaga sinn fyrir dómstólunum. Málið stóð jdir í tólf ár og þá var málskostnaður kominn upp í 28.867 dollara. Vegna þess að engin sök sannaðist á félaga Raleigh’s varð hann að greiðá allan kostnað sjálfur. — Það voru hlaup en engin kaup. • í Pittsfield er svo mikið áf hárskerum að til vandræða horfir, enda er innbyrðis sam- keppni milli þeirra svo niikil, að þeir liafa þurft að grípa til sér- stakra ráðstafana. Upphaflega . hyrjaði einn hárskerinn á því að gefa hverjum einum, sem lét ldippa hár sitt hjá honum, epli. Næsti hárskeri gaf tvö epli, aðr- ir gáfu hnetur, ferskjur og vín- þrúgur, aðrir appelsínur og smurt brauð — og nú er svo komið, að í Pittsfield er sem stendur enginn hárskeri, sem ekki gefur viðskiptavini sínum uppbót i einhverri mynd. Það fara líka sögur af því, að hvergi sjáist snyrtilegar klippth- og greiddir menn, sem i Pittsfield. • Maður sem var að stofnsetja nýtt fyrirtæki, en vantaði til- finnanlega rekstursfé með góð- Ijionr að liausti Nú er hver síð- astur aS hlusta á söng farfuglannu áSur en þeir hverfa héðan á brott. — Margur mun í vor og sumar hafa séð áþekka sjón þeirri, sem gefur aS líta á þessari mynd, og von- andi hafa menn látiö eggin i í friöi, svo þeir geti fagnaö söng fuglanna á kom- anda sumri. um kjörum, sendi blaði einu eftirfarandi stjörnuspádóm til birtingar: „Árið 1941 munu ske mikil undur, og stærri atburðir en áð- ur hafa gerzl á jörð vorri síðan sögur hófust. Þá mun plánetan Uranus komast í námunda við Júpiter og Saturnus í nauts- merkinu.Þetta skeður nú í fyrsta skipti frá því á dögum Mósesar, er Rauðahafið þornaði og sólin myrkvaðist. Að þessu sinni mun Saturnus fara á milli Úranusar og Júpi- tei's en brautin er svo þröng, að hringir Satúrnusar snerta báðar hinar stjörnurnar svo að þeir springa. Við þessa ægilegu efn- islosun, sem leikur lausum hala um háloftin komast næstu plá- neturnar í mikla hættu. Lítið eitt mun lenda á Úranus, en að- almagnið mun hinsvegar slöngvast á Júpiter og sólina. En okkur jarðarhúa hendir sú ein- staka óheppni, að jörðin verður um þetta sama leyti slödd á milli Jiipíters og sólarinnar. Af þessu leiðir að nokkur hluti efn- ismagnsins lendir á jörðunni og orsalcar gífurlegt rask. Á meðan að efnið nálgast jörðina mun hafið, vegna að- dráttaraflsins, rísa í ógurlega hæð um miðbik jarðar. En þeg- ar áreksturinn verður, munu hræðilegar og eyðileggjandi flóðbylgjur falla til norðurs og suðurs. Ógurlegir jarðskjálft- ar, eldgos og önnur umbrot náttúruaflanna munu verða af- leiðing þessa áreksturs. Sjálfur efnisóskapnaðurinn, sem á okk- ur rekst er glóandi og veldur ó- metanlegu tjóni. Allir vondir menn, allir þeir sem gert liafa meðhræðrum sínum illt, munu deyja. I þrjá daga samfleytt verður sólmyrkvi, því að aðal- stjörnuhrapið fer fram hjá jörð- inni og byrgir sólarsýn. Að af- stöðum þessum hörmungum myndast nýtt og fullkomið mannkyn á jörðunni. Þá vinna allir fyrir lífsviðurværi sínu, enginn mun taka vexti af lánum, enginn skepna verður deydd, enginn stelur o. s. frv. Það sem mestu máli skiptir er það, að á hinu nýja límabili þekkjast ekki vextir í neinni mynd framar og allar skuldir vei'ða látnar niður falla. En hvað er það sem getur bjargað lifi manns og eignum? Það er að leggja peninga sína fyrir litla sem enga vexti í fyrir- tæki, öðrum til hjálpar. Sérstak- lega skal mönnum bent á það, að undirritaður hefir á prjónun- um stofnun fyrirtækis, sem skortir tilfinnanlega rekstursfé, og má því ráða öllum þeim sem metur limi sína og eigur ein- hvers, að leggja féú fyrirtækið, þvi þá munu þeir hólpnir verða.“ • — Mamma biður kærlega að lieilsa yður, herra kennari, og biður yður að sýna það lítillæti, að þiggja þennan kæfubelg. — Berðu mömmu þinni alúð- arkveðju mína, gó'ði, og segðu henni, að belgurinn hafi verið miklu stæn’i en eg verðskulda. — Það sagði pabbi minn líka. Hann sagði, að þú verðskuldaðir ekki meira en svo sem nagls- rótarstærð eða eins og upp í nös á ketti! kr. arf eftir hann föðurbróður minn í Ameríku. • Hann: Þér grípið allt af fram í fyrir mér, svo að eg get ekki lokið við setninguna. Það, sem eg ætlaði að segja, er þetta: — Eg — elska —■ yður — ekki — vegna — peninganna. Hún: Það er ágætt. Þetta með arfinn var líka eintómt gaman. • — Hvers vegna heldur þing- maðurinn þessar eilífðarlöngu ræður í hverju einasta máli? Hann var ekki svona i fyrra. — Hann er nýkvongaður, skinnið að tarna, og verður að steinþegja heima hjá sér. — Það er sem eg segi prestur minn! Eg get beinlínis sannað, að sumir liundar eru miklu vitr- ari en eigendiir þeirra. Eg á nefnilega sjálfur einn sIíkan.Það er hann Kolur undan henni Doppu, sem eg fékk hjá yður hérna um árið! —- Nei, nú dámar mér ekki, herra læknir, það segi eg satt. Þér heimtið þrjár krónur fyrir að lækna mislingana í stráknum minum! Þér gáið ekki að því, að greyið litla smitaði alla í sinum bekk og útvegaði yður þessa líka' rokna-atvinnu! Hann: Fagra jómfrú — eg elska yður .... Hún: Eg er skínandi fótæk. Hann: Þér tókuð fram í fyrir > mér. Eg átti eftir síðasta orðið — ekki. Hún: Mér datt þetta í hug og eg var líka bara að reyna yður. Sannleikurinn er sá, að eg er nýbúinn að fá í lófann 75 þús. • Forn mánaðanöfn og vetrarkoma. Gormánuð þann gumar kalla, sem gjörir byrja veturinn, Ýlir miskunn veitir varla, vondan lel eg Mörsuginn; þá er von á Þorra tetri, þekki eg Góu lítið betri; Einmánuður gengur grár, Gaukmánuður þar næst stár. Eggtíð lionum eftir rólar, allvel lifir jörðin þá; minnist eg á mánuð Sólar, mun eg fleira segja frá; fjóra daga sá inn setur, sem sumar lengra finnst en vetur, Miðsumar og Tvímán lel, tek svo Haustmánuði vel. —o—- í fornu letri finnst það skráð, færist þetta svo í lag: vil því segja, ef vel fæ gáð, vetur komi á laugardag.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.