Vísir Sunnudagsblað - 14.09.1941, Blaðsíða 1
1941
Sunnudaginn 14. september
37. blaö
Á SLÍTTU OG í AXARFIRÐI.
Eg átti erindi í Axarfjörð, en
var búinn að f á nóg af að aka i
bílum og greip því fegins hendi
tækif ærið sem bauðst mér á Ak-
ureyri 16. júlí, að fara þaðan
með Esju til Kópaskers. Það
var hressandi tilbreyting i því,
að koma á sjóinn spegilsléttan
um hásumarið norður að nyrstu
töngum.
Ekki ætla eg mér að fara að
lýsa siglingu við Eyjafjörð, þar
sem vel hýst bændabýli blasa
við, til beggja handa og skammt
á milli þeirra. Utan við Höfða-
hverfið á Látraströndinni lekur
slrjálbýlið við, en milli hinna
byggðu jarðaþar standa eyði-
býlin, æði mörg og þögul vitni
um landflótta Islendinga úr
sveitum síns eigin lands, í kaup-
sfaðinn, frá moldinni til mal-
bikaðra stræta. Og lífið verður
þá enn þyngra fyrir þá, sem eft-
ir þreyja, af tryggð við sveitina
sína og jörðina. Langar bæjar-
leiðir, fólksfæð, unz ekki verður
við unað lengur og menn verða
að fara sömuj leið og hinir, sem
á undan fóru. Þarna sýnast þó
fagrir blettir og grösugir á
Látraströndinni og i Fjörðum,
þegar siglt er framhjá nærri
landi í góðu veðri. Þetta er
bjartur sumardagur og hlýr, en
á köldum vetrardegi lítur lífið
og landið öðruvísi út á þessum,
slóðum, sem liggja fasl við
þjóðveg sjávarins, en eru þó svo
afskekktar.
Það er ólíkt að sitja í hinum
notalegu salarkynnum Esjunn-
ar, eða að eiga að lifa lifinu
þarna.
Esjan er allra elskulegasta
skip, að minnsta kosti uni eg
mér allaf vel um borð í henni.
Eitt er einkennilegt um þetta
skip hins íslenzka ríkis, það, að
reykingasalurinn er prýddur
myndum eftir islenzkan lista-
mann, og er það meiri hugui-
semi í þeirra garð en þeir eiga
að venjast, þegar um opinberar
EFTIR RAGNAR ASGEIRSSON
byggingar er að ræða. I hverri
einustu af opinberum bygging-
um ættu Iistamenn okkar að fá
viðfangsefni, vegna þeirra
sjálfra og almennings, sem
þyrfti að hafa eitthvað gott og
fagurt að horfa á sem allra oft-
ast.
Gunnlaugur Ó. Scheving hefir
gert myndir þær, sem hér um
ræðir og valið sér efni úr þjóð-
sögum okKar. Hinar teiknuðu
myndir hans sýna Guðmund
góða, er vigir bjargið í Drangey;
þar er Æru-Tobbi í smiðjunni,
djákninn með Gunnu fyrir aft-
an sig úti í miðri Myrkánni,
Borghildur álfkona — að ó-
gleymdum Sæmundi fróða með
íSaltarann í hendi, reiddan að-
höfði kölska í selsliki og ýmis-
Iegt fleira. Myndirnar eru 8 eða
9 talsins og er það eitt við þetta
að alhuga, að þær þyrftu að
vera um' helmingi f leiri, til þess
að prýða hinn stóra sal veru-
lega. Það er eins og skprti svip
á skreytingu salsins, vegna þess,
að myndirnar eru of fáar. Saí-
urinn er svo stór. Það ber sann-
arlega að þakka, þegar munað
er eftir listamönnunum og leit-
að lil þeirra — og er þessari
hógværu aðfinnslu, að myndirn-
ar þyrf tu að vera fleiri, hér með
skotið til forstjóra skipaútgerð-
arinnar. Nógu er af að taka, þar
sem þjóðsögurnar okkar eru —
og nóg af peningum hjá skipa-
útgerðinni til að kippa þessu i
lag.
Esja leggst hjá Flatey á
Skjálfanda og dvelur þar í tvær
klukkiistundir. Eyjarskeggjar,
sem voru að visu allir skegg-
lausir, köma út með lýsistunn-
ur sem hverfa óðfluga niður i
iður Esjunnar. Því miður kem-
ur ekki til mála að fara í land,
og hefði þó verið gaman að
koma þar, því eyjan er frjósöm
og á síðari árum, er farið að
rækta þar kartöflur. Var mér
sagt, að sunnlenzk kona, er
þangað hafði giftst, hefði fyrst
byrjað á þeirri ræktun þar, —
en áður þótti ekki trúlegt a'ð
það myndi heppnast. ,
Svo eru akkeri upp dregin og
haldið áfram ferðinni, siglt all-
nærri landi, og er tigulegt að sjá
Hágöng og Víknaf jöllin, þegar
haldið er til Húsávikur. Vikin
sú er að ýmsu leyti einn eftir-
tektarverðasti kaupstaður þessa
lands, vegna hinnar miklu og
góðu ræktunar allt i krhig. Er
þar ný og gömul ræktun, þvi
gamlir Húsvikingar skildu
gjörla hverja þýðingu hún hafði
fyrir þorpsbúa. En ekki er þar
ræktað eingöngu gras, heldur
eru þar einnig stórir og smáir
kartöflugarðar, sem hafa drjúg-
um aukið hagsæld kauptúnsins.
Á Húsavíkurbryggju er ið-
andi líf. Færeyskt fisktökuskip
liggur við bryggjuna, bátarnir
eru að koma úr róðri og losa sig
við aflann beint í skipið. Þar er
fiskurinn veginn og þveginn og
síðan ísaður í lest. Háar upp-
hæðir hafa fengist fyrir aflann.
Allir hafa nóg að starfa, en
sandpokar, sem eru milli bjálka
utan um stýrishús færeyingsins,
minna harkalega á alvöru þeirra
tíma, sem nú standa yfir. Sild-
arverksmiðjan á Húsavík starf-
ar ekki i sumar, en í fjörunni
eru hópar manna, sem, inoka
sandi á bila og er honum síðan
ekið inn fyrir steyptan garð til
uppfyllingar. Virðist ókunnug-
um áhoi'fanda sem slíkt verk
hefði eins mátt bíða vetrar Qg
vinnuleysis og að láta gera það
um há sumartímann.
Svo er aftur haldið áfram
meðfram ströndinni og farið
nærri Lundey, sem er auðvitað
öh sundurgi-afin, eins og yera
ber á eyju með slíku nafni.
„Prófastarnir" standa i holuop-
um sinum með hvita brjóstið
og rauða nefið og seilda frá sér
tóninn við og við. Inni i holunni
kúrir kofan og bíður ef tir sílun-
um. Þá er farið hjá Mánáreyj-
um út af Tjörnesi, og er önnur
há en hin lág, en inn við land
sér á grænkollótta fallega stapa.
Um kvöldið, seint, er komið
að Kópaskeri. Þar er leitað
húsaskjóls hjá Birni kaupfélags-
stjóra Kristjánssyni qg það auð-
fengið. Kópasker er lítið þorp á
láglendinu sunnan við Snartar-
staðarnúp og Leirhafnarfjöll,
sem aðskilja Núpasveit og hina
eiginlegu Melrakkasléttu. Ekki
er hægt að segja að fagurt sýn-
ist á Kópaskeri við fyrstu sýn,
því sendið er og gróðurlitið i
kringum þessi fáu hús, sem, þar
eru. En garðar með kartöflum
og öðrum ágætum matjurtum
eru þar við húsin. í þangi vöxn-
um lónum í fjörunni buslar æð-
urin með ungana sína og unir
sér prýðilega þarna norður við
heimskautsbaug.
Morguninn eftir geng ég a'ð
skoða nýræktina við kauptúnið,
skammt fyrir ofan. Maður
stendur þar undrandi hjá hin-
um stóru og fögru sáðsléttum,
þar sem háliðagrasið virðist ná
meiri þroska en annarsstaðar á
landi hér. Mörgum þeim, sem
eru 'ókunnugir landinu í heild,
hugsa sér að æði svipað sé á
nyrztu töngum landsins, vest-1
an og austan, en það er öðru
nær, en að svo sé. Hálendi Horn-
stranda og láglendi Melrakka-
sléttu er gjörólíkt og líklega er
Sléttan að ýmsu leyti með betri
sveitum, enda þótt Látra-Björg
væri á öðru máli, er hún kvað:
Slétta er bæði löng og ljót,
leitun er að verri sveit.