Vísir Sunnudagsblað - 14.09.1941, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 14.09.1941, Blaðsíða 2
2 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ r Hver sem þarna festir fót fordæmingar byggir reit. Eg hafði alls ekki verið beð- inn að koma á Sléltu og brá mér þangað eingöngu fyrir foi*vitnis sakir, þar sem eg nú var kom- inn svo nálægt, og eg sá ekki eflir því, enda þótt eg kæmi þar uðeins á tvo bæi, Leirhöfn og Nýhöfn. Frá Kópaskeri eru 12 eða 13 km. að Leirhöfn, og bíl- vegur er kominn alla leið til Haufauhafnar. Bærinn í Leir- líöfn stendur vestan undir Sand- f.jalli, sem er aðeins rúmlega 100 metra hátt, á bakkanum. við slórt og grunnt stöðuvatn. í því er afarmikill gróður, sem nær víðast upp á yfirborð vatnsips, Leirhöfn er stórbýli og prýði- Iega setið. Þar býr nú Helgi Kristjánsson og er hann yngst,ur hinna mörgu og viða kunnu Leirhafnar-bræðra, sem allir eru sagðir hinir nvestu atorku- menn. Það, sem vekur fyrst undrun í Leirhöfn, eru liinar miklu sáð- sléttur, og eru þær einnig þær elztu á þessum slóðum, um 20 ára gamlar. Þær gerði Hefgi bóndi, er hann var nýkominn hehn úr Noregsferð. Annað, senv vekur álíka mikla eftirtekt, ef ekki meiri, þvi sáðsléttur ættu að vera sjálfsagður hlutur . á bóndabýli; er hinn mikli heimilisiðnaður bóndans. Er það leðuriðnaður, sem Helgi liefir gert að sérgrein sinni, einkum húfugerð, en einnig töskúr og fleiri íeðurvörur. — Þettá vissi eg að vísu áður en eg kom' að Leirhöfn, vegna þess, að í.mörg ár ferðaðist eg með leð- urhúfu frá Leirhöfn á höfðinu, alllöngu áður en eg þekkti Helga. Hinar miklu sáðsléttur eiga vissulega sinn þátt í heirn- ilisiðnaðinum. Á véltækum, tún- um er heyskapurinn leikur, bor- ið saman við að kroppa karga- þýfi. Enda segir Helgi bóndi, að heyskapartíminn, slátturinn, sé eiginlega frí- eða livíldartimi sinn. Og situr jafnyel og saum- ar húfur unv sláttinn. Einni eða tveimur húfum kom haníi sam- an meðan við lijónin vorum þar, enda þótt eg tefði lieilmik- ið fyrir honum. — „Hvað er langt síðan þú fórst að búa tii húfurnar?“ spyr eg. „Um 20, ár.“ — „Og hvað lieldur þú, að þú liafir saumað margar alls?“ —- „Ætli það fari ekki að nálg- ast 20, þúsundið,“ segir Helgi. Það má kalla vel af sér vikið, og þessi heimilisiðnaður veltir nú orðið nviklum fjárhæðum, bæði í efni og vinnu. Og til til- breytingar gripur Iielgi í bók- band að vetrinum. Fjölhæfir menn þurfa aldrei að grípa til örþrifaráða lil að fá tímann til að líða, lieldur reynist þeim æv- in jafnan of stutt. Á lilöðuloftinu er unninn við- ur, sagaðir og höggnir bjálkar úr rekaviði, sem oft berst þar að ströndum, og i skemmunni er selaspik og selakjöt ætlað tófunum, sem eru þar í mörg- um. búrunv, silfraðir refir ú;t- lendir og mórauðir m.elrakkar af sléttunni, sem þeir gáfu nafn. Um þetta hugsar Sigurður bróð- ir Hélga, sem er þar í Leirhöfn hjá lionum, afkastamaður til allra verka, víst á sextugs aldri. Eg hefði gjarnan viljað vera með honunv nokkra daga og pumpá upp úr' honum sitl af hverju um lífið á Sléttu fyrr og síðar. Ýmislegt sagði hann mér og margt, sem eg liafði alls ekki heyrt áður, t. d. um siðustu æviár Páls Ólafssonar skálds, er hann var ásamt Ragnhildi sínni á Sigurðarstöðum á Sléttu. Fór liann með ýmsar visur eftir hann frá þessum tírna, sem eg liafði ekki heyrt fyr. Var þar á meðal þessi um kerlingu þar á bænum, sem oft var að ergja hann með nöldri sínu: Hænsnin eru mesta mein mitt og allra á bænum. Þó er verri Ólöf ein áttatíu hænum. Þá sver þessi sig í sömu ætt- ina: Hér er rifist hvíldarlausl svo hófi engu nemur; vetur, sumar, vor og liaust og verst, þegar einhver kemur. Vafalaust lifa þarna ýrnsar minningar um þetta alþýðleg- asta skáld 19. aldarinnar, sem ekki er vitað annarsstaðar. Eitt hið einkennilegsta, sem eg sá í Leirhöfn, var í sambandi við tjörnina, sem er mjög gróin nykrutegundum .Þar halda flór- goðarnir sig, fleiri en eg lief séð á nokkrum öðrum stað áð- ur. Flórgoðinn byggir hreiður úr jurtaleifum, sem flýtur á vatninu, ungar þar út eggjun- um og flotinn er aðsetur ung- anna þar til þeir eru orðnir allstálpaðir. Eg hef aldrei séð fleiri en eitt eða tvö flórgoða- hreiður í sömu tjörn fyr, en þarna vortr 23 eðá 24' hreiður í Leirhafnartjörn. Þar íágu mæð- urnar á eggjum eða ungum sin- um, eða- syntu með þá á eftir sér um tjörnina. Þarna ónáðar þá engínn, þeir eru friðhelgir • og fjölskyldunum, liefir fjölgað : mjög síðustu tvö árin. Þarna synda þeir um við bakkann og ; er unun á að horfa, þeir gera tjörnina töfrandi fagra, þó hún: sé það í rauninni ekki sjálf. Og; flórgoðarnir eru, eða gætu ver-- ið, tákn iðjuseminnar, því þeir* eru að frá morgni til kvölds, þar- er aldrei dautt augnablik» Þvl þykir Leirliafnarfólkinu vænt um flórgoðana á Ijörnínni. Og sakna þeirra, þegar frostið kem- ur og veturinn breiðir sitt hvíta klæði yfir. Síðari daginn fór eg til Krist- ins bónda i Nýhöfn, skammt frá Leirhöfn, nær sjónum. — - Hann er einn þeirra Leirhafnar- • bræðra og mesti völundur. Þar • er fullkomið vélaverkstæði ái bænum, með vélum, sem eru i flóknari en svo, að eg treysti i mér til að lýsa þeim. Marga bil-1- aða hreyfivél liefir ILristinm gerti við, svo að bátar gæti*j haldiðí áfram veiðum, og spítrað') milÞ- inn tíma við að leiía, aðgftWa á. fjarlægari stöði^n,. Við sjóinn, skaniiaut frá Ny- höfn, stenöuiy ljjife, sem stund- urn liefip. yorið aðsetur fær- ej^skra sjómanna. En nú eru þar engir frá þeirri þjóð, vegna stvrjaldarinnar. Hin stóru fjór- hús vekja undrun aðkomu- mannsins, en ekki man eg fyrir hve mörg hundruð þau eru; kartöflugarðar eru þar og í hinni sendnu jörð við sjóinn og sáðsléttur stórar. Húsgögn í stofunni eru úr mahogny úr strönduðum, skipum og fjaran gefur fleira en beilina. Þelta, sem eg sá af hinni norðlægu Sléttu, fannst mér svo lieijlandi, að mig langar nú til að sjá meira af henni, þó ekki gæti eg leyft mér það í þetta sinn. Á Hraunhafnartanga, sem er - nyrsti tangi landsins, er dys ; Þorgeirs Hávarðssonar fóst- - bróður Þormóðs Kolbrúnar-- skálds. Er lnin sögð einhver • stærsta og tilkomumesta dys, , sem lil er frá Söguöld okkar. . Eftir að liafa dvalið tvo daga * i Leirhöfn, hélt eg svo með áætl-í • unarbíl frá Kópaskeri fram ■ i i Núpasveilina í Axarfirðinum,’, því þangað hafði eg verið beðr>- inn að koma og sneri eg mér tili; Benedikts Kristjánssonar ái Þverá. Það var jarðhitasvæðið > við svonefnt Bakkahlaup á \ miðjum söndum í Axarfirði,;, r —e------------- r? f f " i. ~ Það er litið um loftárásir á Bretland núna, en þótt „úrval sé lítið“ tekst óftast að skjóta eitthað af heimsækjendunum niður. Hér sést þýzk flugvél, sem skotin hefir verið niður yfir S.-Englandi.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.