Vísir Sunnudagsblað - 14.09.1941, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 14.09.1941, Blaðsíða 8
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ SÍIIW Fyrir nokkurum árum kom fui’sti nokkur til Hollywood. Fursti þessi heitir Abdeslam Ben Mohamed Khoubarik. Það var amerískt kvikmynda- félag, sem bauð honum, svo hann gæti aðstoðað við mynda- töku á eyðimerkurfilmu. Abdes- lam iá fimm konur. Heima i landi sínu er hann voldugur maður. Hann kann fimin tungu- mál og hefir ferðast mikið, en hefir samt aldrei fyrr komið til Hollywood. Þess vegna tók liann fegins hendi við boðinu að koma þangað. Þegar hann kom til Amer- íku var hann klæddur gömlum furstahúningi, og þann fatnað bar hann allan tímann, meðan liann stóð við. Honum fannst klæðnaður okkar hvítu mann- anna hlátt áfram hlægilegur, einkum þó kvenfólksins. „Konur ykkar eru í fyrsta lagi allt of lítið klæddar, og í öðru lagi of mikið klæddar. Heima í Tanger“ (en þaðan eí- hann) segir hann, „eru konurn- ar mjög vel klæddar þegar þær sýna sig opinberlega. Ef menn nota föt til þess að hylja lík- amann með, hvers vegna þá ekki að gera það fullkomlega? Heima hjá okkur ktæða konur sig mátulega mikið. En i Holly- wood klæða konurnar sig of litið þegar þær eru úti, en of mikið þegar þær eru heima fyrir." 1 öðru lagi, segir Abdeslam, að konurnar í Hollywood séu alls ekki fallegar. Þær séu allt of grannar! Hans finnn konur eru í betri holdum. Þess vegna var hann ánægður þegar hann liilti eina ungfrú, sem vóg hvorki meira né minna en 300 pund, og Abdeslam fékk ákafa heimþrá, þegar hann sá liana. Menn stríddu Abdeslam fyrir það, að hann átti fimm konur. Hann lét ekki standa á svari við því: „í mínu landi eiga menn fimni konur, en eftir því sem eg hefi komizt næst ,er ekki óal- gengt, að ungu stúlkurnar í Hollywod eigi fimm menn, — þó þær eigi þá kannske ekki alla i einu. Hver er munurinn? • t— Hafið þér heyrt, að hann Petersen, sem dó um daginn, sé farinn að ganga aftur? Góðnr knnning:i Flestir Reykvíkingar kannast viS manninn, sem myndin er af. Þeir kannast viiS hann í sambandi viö þaö, aö oft og tíöum stendur hann á kassanum sínum, á Lækjartorgi, og talar til mannfjöldans. Sumir staldra við og hlusta á mál hans, aörié skipta sér ekkert af honum, en ganga leiöar sinnar. Hann er eldheitur trúmaöur, sem ekki lætur sér nægja aö trúa og treysta Guöi sjálfur, hann vill aö meöbræöur hans geri það líka. — Þótt margir kannist við hann í sjón og af tali hans, vita þeir kannske ekki hvað hann heitir, en hann heitir Sig- urður Sveinbjörnsson. — Vesalingurinn', hann sem átti svo erfitt með gang. • Frúin: Þú ætlar þó ekki að giftast þessum gamla karli og lifa það sem eftir er af æfi þinni með honum? Dóttirin: Nei — aðeins það eftir er af hans æfi. • — Pabbi, af hverju er klukk- an seinni i Ameriku? — Notaðu vitið, drengur! Amerika fannst fyrst árið 1000. Gvendur: Fólk segir, að þú hafir gengið að eiga Siggu, af því hún erfði frænku sína. Bjössi: Það er alls ekki rétt, eg hefði gengið að eiga hana, hvern sem hún hefði erft. • 11 Hann var utan við sig. Móðirin: — Hvers vegna vor- uð þið að rífast, þú og prófess- orinn? Dóttirin: — Hann bað mín aftur. Móðirin: — Var nokkuð ljótt í þvi? Dóttirin: — JáJ Eg tók hon- um í gær, þegar liann bað mín! • Harmleikur í strætisbíl. Maður bauð konu sæti í stræt- isbíl. Það leið yfir hana, vegna jiess livað liann var kurteis. — Þegar hún hafði náð sér aftur, þá þakkaði hún manninum hjartanlega fyrir kurteisina. Þá leið yfir hann. • Vafasamt hrós. — Eg vona, að yður hafi ekkí leiðst, meðan eg stóð við. — Þvert á móti. Það er alveg sama, hvað eg er í vondu skapi, þegar þér komið, eg er alltaf i góðu skapi, þegar þér farið. • Sá heyrnardaufi: Hvað á eg að borga, herra læknir? Læknirinn: (j() krónur. Sá heyrnardaufi: Sögðuð þér 90 krónur? Læknirinn: Nei, 80 krónur. • Betlarinn: í síðustu atvinnu: minni vér eg í þrjú ár. Konan: Hvers vegna voruð þér þar ekki áfram? Betlarinn: Eg var náðaður. • Jón: Jæja, svo þér ætlið að - skilja, frú Ragna? Þér hafið þá i'engið yður lögfræðing, er ekki SVO ? Ragna: Nei, hann er múrari. • Maggi: Hvernig farið þið að,. þegar einhver verður veikur, þar sem enginn læknir er í hérað- inu? Sigga: Við deyjum hara eðli- legum dauða. Didda: Eg byrja alltaf í miðri skáldsögu. Stella: Hvers vegna gerirðu það? Didda: Þá er hún mest spennandi, því þá veit eg hvorki hvernig hún byrjar eða endar. • Ragnar: Eg kom ekki heirn fyrr en kl. 5 i morgun. Gunnar: Hvað sagði konan þín við þvi? Ragnar: Eg á alls enga konu. Gunnar: Hvers vegna ertu þá að koma seint heim? • Frúin: Viltu gera svo vel og hlýða strax. Sonurinn: Segðu mér mamma, heldurðu, að þú sért að tala við hann pabba, ha? • Frúin: Hefir nokkur hringt, meðan eg var í burtu? Stína: Já, það var hringt fná hrezka konsúlatinu. Frúin: Hvílikur heiður! Hvað vildu þeir? Stina: Ekki neitt, það var skakkt númer. • Herra Hansen, þér verðið að koma strax, konan yðar datt niður kjallaratröppurnar með nokkurar flöskur í fanginu og skarst illilega á höndum. — Það er hræðilegt, var hún að fara upp eða niður? — Niður! Æ, en hvað það var heppilegt! Þá hafa flöskurnar áreiðanlega ’verið lómar. • Frúin: I gær var aftur nýr kærasti í eldhúsinu hjá yður, kæra ungfrú Sivertsen. Þér ætlið líklega að halda því aftur fram, að það liafi verið bróðir? Stúlkan: Já, vissulega, frú. Það var bróðir fyrrverandi kær- asta míns. • Halli: Hugsaðu þér, pabbi sagði mér að það væri svo langt til stjarnanna, að þótt maður færi með hraðlest, mundi það taka þúsund ár að komast þang- að. — Jón: Pabbi þinn veit ekkert um það. Halli: Veit ekkert um það? Hann sem er járnbrautarstjóri. • Hann: Finnst þér ekki, að við ættum að gifta okkur? Hún: Jú, en liver heldurðu að vilji okkur? • Hann: Eg veit það vel, að eg er ekki þín verðugur, ástin mín. Hún: Já, ef þú myndir alltaf eftir því, Pétur, þá fengirðu að sjá, hversu hamingjusamt hjónaband okkar verður.. • Ása: Fyrir þrem vikum datt eg á hjólinu mínu og varð að liggja í heila viku. Óli: Hvað er þetta? Fór eng- inn framhjá, sem gat hjálpað þér? Dani: Danmörk er meðal hreinlegustu landa i heimi. Við notum ca. 12 kg. af sápu á hvert höfuð. Englendingur: Nei! En livað þið notið mikið, ef einnig er reiknað með það sem notað er á hendurnar.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.