Vísir Sunnudagsblað - 28.09.1941, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 28.09.1941, Blaðsíða 3
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 3 því livaða málverk eg legg til, að Rosetti kaupi. Paris er ekki á hjara lieims! .... Konurnar? Við hvern þremilinn áttu? Kon- ur eru eins allsstaðar .... eru ekki konur hér líka? Æ, þessi Rosetti. — Það er í fyrsta skipti sem liann gerir mér illan grikk, en það er lika áreiðanlega í það siðasta.“ Og í stuttu máli, þar sem Art- uro fær samþykki konunnar sinnar til fararinnar, leggur hann af slað. Hann fer inn í lesl- ina aleinn, því að vitanlega atvikaðist svo, að Rosetti verður að fara degi á undan honum, til þess að lita í kringum sig og undirbúa komu Arturo. Og Arluro er mánuð í París, en — ekki einn síns liðs, trúi eg, eins og á leiðinni þangað. Kn þrátt fyrir það, að undir- húningur allur væri góður og hvert smáatriði vel ihugað lá við, að þetta yrði lionum dýrt spaug. Hann skemmti sér prýði- lega í Paris — ef til vill úr liófi fram, og þrátt fyrir það, að hann skrifaði konu sinni við og við og segði henni frá málverka- kaupum sinum og Rosetti, fór vesalings konunni hans Arturo að gruna sitt af hverju. Þvi að, sannleikurinn er sá, að í ein- rúmi — einkanlega ef þær eru lengi einar — fara eiginkonurn- ar að hugsa upp á eigin spýtur — og hugsa oft furðu rökrétt. Og þegar Arturo loks kom aftur sagði kona hans: „Veiztu það, að mig er farið að langa til að kynnast vini þin- um, hinum fræga Rosetti.“ Þetta kom Arturo mjög á ó- vart. „En þú neitaðir algerlega, þcgar cg bauð þér það?“ „Já — þá! En ekki nú!“ „Vitanlega skal eg kynna vkkur. Það verður vini minum ánægjuefni. Hann er gáfaður, menntaður maður. Og hann er nærgætinn — hann nnm ekki haka þér vonbrigði.“ Enda þótt Arturo segði þetla af sinni vanalegu ró, brosandi, fór því mjög fjarri að honum væri rótt innanbrjósts. Þarna var stórhætta á ferðum og hann varð að finna einhver ráð til þess að leiða hana hjá garði. Heilum degi verður hann að værja til þess að komast að nið- urstöðu um hvernig hann geti hlekkt konu sína —- til þess að bjarga sjálfum sér. Hann hugs- ar sitt ráð, þolinmóður eins og köttur, sem situr um hráð, fikar sig áfram, unz hann veit hvern- ig hann á að fara að. Og nokkrum dögum síðar yeildst Rosetti skyndilega. Læknarnir eru ekki á einu máli um hvað gangi að honum. En svo kemst veikin á það stig, að það er enginn vafi á ferðum lengur. Það er botnlangabólga — kóngaveiki. — Og það, sem ger- ir illt verra er, að hann hefir einnig lífhimnubólgu.......... Vesalings Rosetti! Svo ungur, virtur, athafnasamur og nú svo veikur! Mundi nokkurn, sem heyrði hann ræða um listir í Paris, hafa getað rennt grun i, að svona mundi fara. Þar hafði hann unnið dag hvern af svo miklum áhuga með vinum sín- um, — fram á nótt. Morgun nokkurn, er eg var í þann veginn að fara út, kom Arturo Andolfi, klæddur 'dökk- um lafafrakka og dökkum bux- um, með svart hálsbindi og hanzka og hélt á pípuhatti i hendinni. „Herra trúr!“ sagði eg, þegar eg sá liann. „Hvar hefirðu ver- ið?“ „Eg var við jarðarför vesa- lings Rosetli. Hann ándaðist í fyrradag ....“ ' „Hver?!“ „Rosetti — málverkakau])- maðurinn.“ Og.Arturo varð næsta ldökk- ur. En svo sagði hann mér, al- gerlega blygðunarlaust, alla söguna, kannske vegna þess, að eg hefi oft séð gegnum blekk- ingavef hans, enda liöfðum við þekkzt frá barnsaldri og verið skólabræður. „Það var stórhætta á ferð- um,“ sagði hann að lokum. „Hverpig gat eg kynnt konuna mína —• og vin, sem aðeins var til í minni eigin ímyndun? Það er að visu satt, að eg kinkaði kolli til hans i leikhús- inu eitt kvöld og hauðst ])á til þess að koma konunni minni í kynni við fiann. En ea kinkaði kolli og brosti — út í loftið, og ef hún liefði þegið boðið hefði eg orðið að fara á stufana, en eg hefði komið aftur og sagt, að hann hefði farið skyndilega úr teikhúsínu i þeim svifum, sem eg var í þann veginn að ná i hann. En hér var við miklu meiri erfiðleika að stríða. Konan gerð; mér afar erfitt fyrir, því að hún talaði svo ákaft um Rosetti dag hvern, að ef svo hefði gengið lengi hefði eg farið að trúa því, að Rosetti væri til. Nauðsyn krafði, að koma honum fvrir kattarnef. Eg drap hann. Og í dag hefi eg grafið hann.“ Arturo tók bla'ö með svartri rönd Upp úr vasa sinum og bætti við: „Hér er andlátstilkynning hans, sem kom í póstinum i gær. Mér varð mikið um þetta ... . og lconunni minni lika .... hún hefir verið sorgbitin und- anfarna tvo daga og ákaflega nærgætin og samúðarrík, til þess að auka ekki á sorg mína. Þegar þú hittir hana næst, minnstu á Rosetti, vesalings Rosetti, því að heima er ekki um annað talað.......“ „Þú ert sá mesti Iygalaupur, sem eg hefi heyrt um geti,“ sagði eg hlæjandi. „Skopastu ekki að þessu,“ sagði liann i aðfinnslutón, setlist niður og kveikti sér í vindlingi, „því að fráfall Rosetti er mér mikill missir. Eg bafði áformað að ferðast með honum í mikil- vægum erindagerðum víða um lönd, jafnvel alla leið til Ind- lands. Nú, þegar hann er dáinn, veit eg ekki livernig eg kemst þangað.“ „Þú gætir fundið upp á þvi, að segja konu þinni, að þú haf- ir kynnzt indverskum fursta." „Það er ágæt hugmynd," sagði Arturo alvarlega. „Þú ert ekki gei'sneyddur allri ráð- kænsku. En einu get eg lofað þér — ef eg kem þessu i kirng, — þegar ferðinni er lokið skil eg hann eftir á Indlandi. Eg get ekki komið fyrir kattarnef hverjum, sem eg ferðast með“. Hann rétti mér hönd sína. „Nú verð eg að fara. Eg verð að borða hádegisverð og hafa fataskipti. En gleymdu nú ekki að minnast á Rosetti við kon- Una mína. Eg verð þér mjög þakklátur — og vertu.nú sæll. Eg hefi aðeins tima til þess að gleypa í mig matinn og liafa fataskipti, því að klukkan þrjú býst eg við Englendingi . ...“ Eg greip skyndilega fram í fyrir lionum. „Heyi’ðu mig, það er tilgangs- Iaust fyrir þig að reyna að gabba mig. Eg trúi þér ekki.“ „Nei, nei. Eg á von á Englend- ingi, — eg legg þar við dreng- skap minn.“ Arturo var ákaf- lega einlægur og sannfærandi á svip. „Fiora greifafrú sendi liann á minn fund. — Mannstu dag nokkurn heima hjá þér, er við ræddum um litlu kirkjuna á San FaUsto. Nú, greifafrúin sendir þennan Englending á minn fund, svo að eg geti sagt honum allt, sem máli skiptir um kirkjuna og hæðina — og stytztu leið þangað . .. .“ Arturo var þögull stundar- korn. Svo fór hann að skelli- hlæja. „Það er dálaglegt“, sagði hann um leið og liann fór. „Komist þessi herramaður upp á hæðina eftir leiðbeiningum minum vil eg segja, að hann sé afburða snjall landfræðingur!“ Hann fór og hló hátt og lengi. Honum leið prýðilega. Hann hafði leikið á konuna sina. Og liann var i þann veginn að leika á Englendinginn og greifafrúna .... Eða hafði hann leikið á mig með þvi að segja mér frá Englendingnum og greifa- frúnni? Um það verður enginn neins visari. Hér birtist mynd af Per Albin Hanson og frú hans, á heimili þeirra i Stokkhólmi,

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.