Vísir Sunnudagsblað - 28.09.1941, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 28.09.1941, Blaðsíða 4
4 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ A. J. Johuiou: Agrip af sögu Olfusárbrúarinnar. (Niðurlag.) Tilboði þingsins 1877, um 150 þús. kr. lán til brúarbygging- anna yfir Þjórsá og Ölfusá, var hafnað af austur-sýslunum. Þær hafa hvorki talið sér skylt að leggja fram allt féð, að treyst sér til þess, að leggja sér svo þung- ar byrðar á herðar. Á næsta þingi (1879) flutti séra ísleifur Gislason málið inn Miagnús Steph- ensen, lands- höfðingi (er víg^Si Ölfusár- brúna.) á þing í frumvarpsformi. Eftir frv. bans átti landssjóður að leggja fram nægilegt fé, (ótil- tekin upphæð) til að byggja báðar brýrnar, sem vaxtalaust lán, til 40 ára. Lán þetta átti svo að endurgreiðast af sýslusjóð- um V.-Skaftafells-, Rangár- valla-, Árnes-, Gullbringu- og Kjósarsýslna og bæjarsjóði Reylcjavikur. í frv. var gert ráð fyrir brúartolli, sem átti að verja til viðhalds á brúnum, og svo til afborgana af láninu. — Fjárlaganefndin ákvað að láns- upphæðin skyldi vera aðeins 100 þús. kr. (úr viðlagasjóði) og samþykkti þingið það. Endur- greiðsluskyldunni létti þingið af Kjósarsýslu, vegna legu hennar. Einu framfarir þingsins frá 1877, í þessu máli, voru þær, að þá ætlaðisl það til að vextir væri greiddir af brúarláninu, nú átli það að vera vaxlalaust. Umræðurnar 1879 (eins og reyndar oftar) eru hálf spaugi- legar fyrir okkur nútíðarmenn. Sumir þingmenn þeirra kjör- dæma, er áttu að endur'greiða lánið, risu upp og mótmæltu endurgreiðsluskyldunni, og reyndu að færa til ástæður, m. a. mótmæli héraðanna sjálfra. Þingmaður Reykvíkinga (Halldór Kr. Friðriksson) sagði t. d. að þegar litið væri „til Gull- bringu- og Kjósarsýslu og Reykjavíkurkaupstaðar, þá er ósanngjarn l að skylda þessi hér- uð til að leggja fé til þessa fyrir- tækis, .... fyrir hönd Reykja- víkurbæjar verð eg að mótmæla því, .... beinlínis hag liefir hún (þ. e. Reykjavík) eigi af fyrir- tæki þessu.“ Svo ofbauð þessum merka manni lánsfjárbænir til brúargerða, að Jægar til um- ræðu var, litlu síðar, lánbeiðni til þess að byggja brú yfir Skjálfandafljót (litil upphæð), sagði liann, að sér „ofbyði ekki allt, en nú þætti sér ganga úr hófi. Ætli þingmaður Vest- mannaeyinga fari nú ekki að biðja um fé til að gjöra brú milli lands og eyja?!“ Grímur Thomsen og Arnljót- ur Ólafsson voru enn sem fvr mjög þungir í taumi, og fundu sitthvað til. Varð Arnljóti tíð- rætt um 80 þús. kr. gjöfina úr lándssjóði, (þ. e. vaxatap hans af Iáninu). Aftur studdu málið að sjálf- sögðu þingmenn Árnesinga og Rangæinga, svo og séra Páll í Þingmúla, þm. V.-Skaftf., sem sagðist styðja frv., þó hann vissi að sýslunefndin í Vestui'-Skafta- fellssýslu hefði skorast undan að greiða „nokkurn kostnað við br úa rbyggin ga r n a r, en mín sannfæring er eigi bundin við það,“ bætti hann við. I efri deild reyndu þeir: Sig- hvatur Árnason, Stefán Eiríks- son (þm. A.-Skaft.) og séra Benedikt Kristjánsson (1. þm. Þingeyinga) að hækka láns- upphæðina upp i 150 þús. kr„ en það var fellt mcð 5 atkv. gegn 5. Séra Benedikt, sem þó var þingnxaður kjördæmis á Norðurlandi, var svo viðsýnn, að hann sagðist ekki „geta ann- að en verið málinu meðmæltur, þó um, sfórfé væri að ræða, og vissi hann eigi, hvort þvi fé, er landið hefði aflögu, yrði betur varið.“ Ennfremur sluddu málið í þessari deild drengilega: Jón Jónsson landshöfðingjaritari (2. þm. Skagafj.) og Bergur Thor- berg amtmaður (2. k.kj.), er ekki sagðist skilja, „að ef menn vildu veita 100 ])ús. kr. til þessa fyrirtækis, hvers vegna menn ])á eigi gætu veitt 150.000 kr„ ef þess þyrfti með, og ekki væri mögulegt að gjöra verkið fyrir minna.“ En erfiðastir voru þar séra EirikOr Kúld (þm. Barða- str.) og Ásgeir Einarsson (1. þm. Húnv.L Jón Hjaltalín land- Iæknir, Árni Thorsteinsson landfógeti og Magnús Stephen- sen yfirdómari (allir k.kj.) voru og fremur móti en með. Eins og áður segir, var tillag- an um að færa lánið upp i 150 þús. kr. felld með jöfnum atkv. 100 þús. kr. var það mesta, er meiri hluti þingsins var fáan- legur til að lána, og með því var málið að fullu og öllu úr sög- unni, því þegar farið var að bjóða verkið út, var sú upphæð með öllu ónóg — eins og öllurn hlaut að vera ljóst, sbr. áætlanir W. Hansens — og fékk frv. þess vegna ekki slaðfestingu kon- ungs. Árið 1881 er brúarmálunum ekki breyft á Alþingi, vegna af- drifa þeirra 1879, enda þótt nýj- ar kosningar hefðu farið fram í millilíðinni, og þingið því tals- vert breyzt (báðar deildir). Er tímar liðu, bafa meðhalds- menn brúnna séð, að málinu mundi seint þoka áfram, nenxa breýtj væri um aðferð. Þeir hættu því að biðja um fé til beggja brúnna samtímis. Á þingi 1883 flytur séra Magnús Andrésson á Gils- bakka (2. þingm. Árnesinga) frv. til Iaga um brú á Ölfusá aðeins. Var i þvi frv. ætlazt til að landssjóður Ieggði fram féð til brúarbyggingarinnar (80.000 kr.) að öllu leyti, ekki sem lán, heldur sem skyldu. Við fyrstu , umræðu í neðri deild rakti halip sögu málsins að undanförnu, og sagði að eftir þingið 1879 hefði stjórnin (þ. e. danska) „eigí ver- ið aðgjörðalaus“, því bún íiefði leitað eftir tilboðum í Skotlandi, Danmörkti og Svíþjóð i bfúar* smíðið, en án árangurs, af því að meira verð var sett upp á brýrnar en 100.000 kr„ er stjórnin hafði til umráða," sam- kv. heimildinni frá 1879. N. d. sani.þykkti að kjósa þriggia manna nefnd í málið, og sýndi sxt nefndarkosning strax, hvað deildin ætlaðisl til að yrði um frv„ ]wi i nefndina voru kosnir tveir andvígustu menn málsins að undanförnu, Grímur Thom- sen, og Halldór Kr. Friðriksson. Þriðji nefndarmaðurinn var séra Magnús Andrésson. Nefndin klofnaði vitanlega. ..Meiri hlutinn (þ. e. Grímur og Halldór) var á þvi, að brúar- eiörðinni væri frestað, og að feneinn væri maður frá Vestur- heimi til að koma á dragferjum eða svifferjum, bæði yfir Þjórsá og ölfusá. Minni hlutinn (þ. e. M. A.) var aftur á því, að bezt væri að ltalda sér við frv. og að lagt yrði fé úr landssjóði til brú- argjörðar á ÖIfusá,“ í umræðunum mæltu móti mál- inu Grímur Thomsen, séra Þor- kell Bjaniason á Reynivöllum (2. þm. Gullbr. og Kjósars.) og að nokkru leyti séra Jakob Guðmundsson (þm. Dalam.), en með, Magnús Andrésson og Þor- lákur Guðmundsson (þm. Ár- nesinga), séra Þórarinn Böðv- arsson (1. þm. G. og Kjs.), Ólaf- ur Pálsson bóndi á Höfðabrekku (þingm. V.-Skaft.), Þorsteinn Iryggvi Gunn- arsson, banka- stjóri, er stóð fyrir b-ygg- mgu Ölfusár- orúarinnar. Jónsson í Nýjabæ (þm. Vestm.) og Jó’n Ólafsson skáld og rit- höfundur*) (2. þm. S.-Múl.). Með bonum bættist málinu nýr og mikill kraftur. Hann sagði, að „sér findist óneitanlega vera tekið eitthvað undarlega í þetta mál. Menn eru að metast um. hvað sýslunum sé gefið. Þegar um samgöngur, gufuskipaferðír og þesskonar er að ræða, gelur ekki komið tíl greina velgern- ingur fyrir einii landshluta, eða eitt hérað, heidur velgjörníng- ur við alit landið í lieild siilllí. .... Eg álít það því beína síð- ferðilega skyldu laildssjóðsíns, að kosta brýr og aðalvegi lands- ins og þetta hefir verið viður- kennt,. Gufuskipaferðírnar ent byrjun til að framkvæmá slíkt princip, og brýrnar ættu að koma sem framhald þess.“ Hér lalar 20. aldar maður á 19. öldínni. Málið var fellt við 2. umræðu með 13 atkv. gegn 9, að viðhöfðu nafnakalli og sögðu já (með því): Magnús Andérs- son, Eiríkur Briem (þfit.Húnv.), Gunnlaugur Briem (2. þm. Skagf.), Jón Óiafsson, Ólafur Pálsson, Þórarinn Böðvarsson, Þorlákur Guðmundsson, Þoi’- sleinn Jónsson, og Tli. Thor- steinsson (1. þm. Isf.). Nei sögðu (móti því): H. Kr. Frið- riksson, Arnljótur Ólafsson, Eg- ill Egilsson (þnn Mýraiii.), Frið- rik Stefánsson (1. þm. Skagf.), Gríniur Thomsen, Holgeir Clausen (þm. Snæf.), Jakob *) Báðir þm, Rangæinga áttu sæti í efri deild, og eins á þingi 1885. -

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.