Vísir Sunnudagsblað - 28.09.1941, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 28.09.1941, Blaðsíða 5
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 Guðmundsson, Lárus Blöndal (1. þm. Húnv.), Tryggvi Gunn- arsson (1. þm. S.-Múl.), ÞórSur Magnússon (2. þm. Isf.) og Þor- kell Bjarnason, 2. þm. G. Kj.). Benedikt Sveinsson og Eiríkur Kúld greiddu ekki atkvæði, og voru taldir með meiri hlutan- um. Svo fór um sjóferð þá, að þessu sinni. En ekki dugði að lála hug- fallast. Og það gerðu forgöngu- menn brúarmálanna heldur ekki. Þorlákur Guðmundsson flyt- ur ölfusárbrúarmálið strax á næsta þingi, 1885, og fer frani á 80 þús. kr. fjárveitingu lil brú- arinnar. Reynir hann nú að hrýna þingheim með því, „að sér þætti það undarlegt, ef liin- ir háttvirtu herrar og þjóðfull- trúár, sem nú eiga sæti hér á þingi, skyljdu vilja eftirskilja það eftirkomendunum, sem ef til vill setjast í sæti þeirra á nýj- um kjörtíma, heiðurinn af að samþykkja það, sem þeir clcki vilja samþykkja sjálfir, en gátu samþykkt." Á þessu þingi báru ýmsir þingmenn við erfiðu ár- ferði, og það gerði Bergur Tlior- berg landshöfðingi einnig, sem áður liafði stutt málið, en sagði nú, að sér „félli þungt“ að geta ekki mælt-með þvi, vegna erfið- leika landssjóðs. En Jón Ólafs- son var á allt öðru máli. „Hér er ekki að lieyra neinar aðrar á- stæður en barlómsástæður; ekk- ert borið fyrir nema ráðaleys- ið,“ sagði hann. Fór hann all- liörðum orðum um ýmsa ó- þarfaeyðslu landssjóðs, og til- nefndi ýms dæmi, lnigvekju út- gáfu o. fl. o. fl„ en hann þættist ekki hafa „ráð á að gera það, sem, er eins víðlendu liéraði til eins mikilla þarfa og þetta, sem hér er um að ræða.“ Þorlákur Guðmundsson var heldur ekki á því, að fjárhagur landssjóðs væri mjög erfiður, því tekjuaf- gangurinn árin 1882—83 hefði verið yfir 226 þús. krónur. „Landssjóður hefði því ekki staðið sig mjög illa, þótt upp- hæð, sem farið var fram á að veitt yrði (1883) til að hrúa Ölf- usá, hefði verið veitt, og það hefði verið mikið gleðiefni fyrir þingið nú, að geta litið lil haka yfir gjörðir sínar, og séð að þær hefðu verið harla góðar, en þess- arar gleði getur hin heiðraða deild nú ekki orðið aðnjótandi, af þvi að meiri hluti hennar greiddi atkvæði á móti málinu 1883.“ Aðrir, er töluðu með málinu á þessu þingi, voru: Ólafur Páls- son og Magnús Andrésson, en á mótí að nokkru leyti a. m. k. Jón Sigurðsson á Gautlöndum (þm. Suður-Þing.), séra Jón Jónsson á Stafafelli (þm. A.- Skaftf.) og Tryggvi Gunnarsson (þm. S.-Múl.), enda greiddu þeir allir atkvæði á móti málinu við aðra umræðu í n. d., en þar var það fellt með 12 atkv. gegn 11, eða með eins atkvæðis mun. Með því greiddu enn atkvæði allir sömu þm. og 1883, (nema Eiríkur Brieni og Th. Thor- steinsson, er nú voru á móti, auk Egils Egilssonar og Þórðar Magnússonar, er þá voru á móti, (en nú með) svo og Bene- dikt Sveinsson og Þorvarð- ur Kjerúlf (1. þingmaður N.- Múl.); og á móti allir þeir sömu og 1883, að viðbættum þeim tveimur áðurgreindu (E. Br. og Th. Th.), séra Jóni á Stafafelli. og Jóni á Gautlöndum. Séra Ja- kob Guðmundsson var á jjessu þingi í efri deild, en Grímur Thomsen var forseti n. d„ og átti því ekki atkvæðisrétt. Þessi urðu afdrif málsins á þingi 1885. En nú fer að draga að leiks- lokuin á þingi, enda mál til komið. Þegar alþingi kom sainan 1887 hafði orðið sú gifurlega breyting á þingliðinu frá 1885, að rúmur helmingur, eða 19 þingmenn (15 þjóðkjörnir og 4 konungkjörnir) er á því þingi áttu sæti, voru nú horfnir úr þingsætum sinum, og nýir menn komnir í þeirra stað. Af þeim mönnum, er höfðu verið and- vígir brúarmálinu, og greitt at- kvæði á móti því — sumir oftar en einu sinni, voru horfnir: séra Eiríkur Kúld, Halldór Kr. Frið- riksson, séra Jón á Stafafelli, Tryggvi Gunnarsson, Holgeir Clausen og Ásgeir Einarsson, en ekki nema aðeins einn stuðn- ingsmaðúr þess, séra Magnús Andrésson, en úr suðursýslun- um var kominn í hans stað, Þorvaldur Björnsson bóndi á inga, sem studdi málið, sem vænta mátti. Snemma á þessu þingi fluttu Sighvatur Árnason 1. þm. Rang. og Skúli Þorvarðarsan, 2. þm. Árnesinga, frv. til laga um hrú á Ölfusá í efri deild, þar sem Jieir áttu sæti. Séra Arnljóti — sem þá var orðinn k.kj. þing- maður — þótti þetta goðgá, þvi að „neðri deildinni er gefinn forréttur til að ræða fyrst fjár- veitingar, til líkrafyrirtækja, sem þetta er,“ sagði hann, en Jón A. Hjaltalín (skólastjóri, 6. k.kj. þm.) „brosti“ að þessari rök- færslu. Frumvarp þeirra Siglivatar og Skúla var á þá leið, að til „hrúargerðar á Ölfusá má verja a 111 að 40.000 kr. úr landssjóði, með því skilyrði, að sýslufélög Árness- og Rangárvallasýshi og jafnaðarsjóður suðuramtsins leggi til fyrirtækisins allt að 20.000 kr.“ Ráðgjafanum, fyrir ísland var og gefin- heimild til að Jána sýslufélögunum og jafnaðarsjóði 20.000 krónur til 45 ára með 4%% vöxtum. I þessari deild töluðu aðeins tveir inenn á móti frv. (og greiddu atkv. á móti því), Arnljótur og' Friðrik Stefánsson, en með landshöfðingi (M. Steph.) — hann vildi þó i n.d. styðja til- lögu um að færa tillag lands- sjóðs niður í 30.000 kr. — og Jón Ólafsson, sem sagði meðal annars: „Eg vona, að við kom- umst svo langt, að landssjóður hjálpi eigi aðeins hér, héldur allstaðar annarsstaðar, sem likt stendur á, hvarvetna, þar sem þörf er á stórfyrirtækjum, sem ofvaxin eru einstökum héruð- um, og liætti að vera svo þröng- sýnn„ að vilja eigi veita fé til slíkra þarfafyrirtækja, hvar sem þau eru á landinu." Auk áð- urgreindra þm. töluðu með frv. í e.d. (auk flutningsmannanna) L. E„ Sveinbjörnsson háyfird., Jón A. Hjaltalín, og séra Jakoli Guðmundsson, sem áður hafði verið málinu andvígur. í efri deild var frv. samþ. óhreytt að efni með 9 atkv. gegn 2. Þegar málið kom til neðri deildar, komu fram þar þrjár lillögur er hefðu breytt því mjög, ef þær hefðu náð sam- þykki. Var ein frá séra Árna Jónssyni (síðar á Skútust., þm. Mýram.), Jóni i Múla, séra Sig- urði Jenssyni í Flatey (þm. Barð.), séra Sigurði Stefánssyni í \Tigur (1. þm. ísf.) og Þor- varði Ivjerúlf, á ]iá lund, að lækka tillag landssjóðs uin 10.000 kr„ en hækka tillag hinna aðiljanna um sömu upphæð. Önnur var frá Grimi Thomsen, Páli Ólafssyni, Jóni Þórarins- syni og þremur fyrrgreindum þm. (Á. J„ Sig. Jenss. og Jóni Jónss.) um að fella niður úr frv„ að jafnaðarsjóður tæki þátt í endurgreiðslunni, en leggja helming kostnaðar, 30 þús. kr„ á Árnes- og Rangárvallasýslur. Báðar voru þessar tillögur felld- ar. ;— Þriðja tillagan var frá séra Þórarni Böðvarssyni, séra Lárusi Halldórssyni (2. þm. S.- Múl.), séra Páli Ólafssvni, .Tóni Þórarinssyni (skólastjóra í Flnsborg, 2. þm. Gbr. og Kj.) Nokkrir helztu forgöngu- og stuðningsmenn brúar- málanna á Alþingi. séra Isleifur Gísla- son, Arnarbæli. Sighvatur Árnason, bóndi, Eyvindar- hvoli. Þorlákur Gu'S- mundsson, bóndi, Fífuhvammi. séra Magnús And- résson, Gilsbakka. séra Páll Pálsson, Þingmúla. séra Benedikt Krist- jánsson í Múla. Jón Ólafsson, skáld og rithöfundur. Þorvaldseyri) 2. þm. Rangæ-

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.