Vísir Sunnudagsblað - 28.09.1941, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 28.09.1941, Blaðsíða 7
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ 7 SNORRAMINNING (flutt að Reykholti 22. september. 1941.) I. Sé lokrekkja sögunnar lítið eitt opnuð og lýst þar inn, er sýnilegt að þar seitlar blóð um setstokkinn og sagnþulur hvílir silfraða lokka við svæfilinn. En vegandinn þurkar af sveíði sínu saklaust blóð, og finnst að sjálfsögðu förin orðin frækin og góð, en sést yfir hitt: að sverðið beit ekki á sögur og ljóð. — En sýnin er auðvitað sjö hundruð ára og samt er hún rétt, því mikill atburður meitileggjast og markar klett, sem aldirnar geta ekki af handahófi til hliðar sett. II. Og Snorri hefur legið í sænginni sinni í sjö hundruð ár. Og blætt hefur út yfir byggðir landsins hans banasár. En listin hans ennþá lýsir yfir hans lokuðu brár. —í hringiðu tímans þeim hyrningarsteinum er hlaðið í grunn, er seint eða aldrej bugar né brýtur hin bylgjótta nnn; af steintíjkum þeini er vjnnandans yerkgnijlij um víðáttu kunn. Og hyrningarsteinninn frá hendi Snorra í hleðsluna féll og stóð af sér aldanna áhlaupayeður og ölduskell, og úði tímans, sem á honum lontj, fór aldrei í svell, Og alltaf skal ininningin snúast um Snorra sem snillinginn, er xslenzkri þjóð hafi orðið hvað drýgstur um orðstírinn, og verið í íslenzkum orðsnilldarvagni sem öxullinn, \ — Og hvernig sem framtíma vagninn veltur — það verður ei sök Snorra, þó tungunnar fullveldi falli í feigðarvök — þá koma til sögunnar einhver önnur aldanna rök. — Um hymingarsteinana vængjunuin vefja þær vonir og spár, að tungan og þjóðernið bíði ekki böl eða banagár .—■ eitt sönnunargagnið, að svo megi verða, eru sjö hundruð ár, Halldór Helgason. Marion Anderson, svertingja öngkonan fræga, hefir fengið hin árlegu Bok-verðlaun, seni eru úthlutuð þeim borgara Philadelphiu, seni getur sér beztan orðstír hverju sinni. Verðlaunin eru peningur og 10.000 dollarar. §KÁK Tefld í París 1858. Spánski leikurinn, Hvítt: Morphy Svart: Andersen. 1. e4, e5; 2. Rf3, Rc6; 3. Bh5, Rf6; 4. d4, Rxd4 (Þessi lejkur er ekki talinn góður; algengasl er Rxe4) 5. RxR, exR; 6. e5, c6; 7. 0-0, cxB; 8. Bg5, Be? Ef 8, . , h6 þá exR, hxB; 10. Hel-j- og hvítt vinnur manninn afhil') 9, exR, Rxf6 (Ef .... Jixf6 þá 10. Dx-d i, Hg8; 11. Bf4) 10. Hel-þ, Kf8; 11. BxB, DxB; Hér er til áfrumhaldið: 12, Ra3, aö; 13. De2, De6; 14, Dd2, Db6; 15. I)l)4+, <16; 16. Rc4, Dc5; 17. Rxd6!! DxD; 18. He8 mát, ABCDEFGH 12. c3, d5; 13. cxd, Be6; 14. Rc3, a6; 15. He5, Hd8; 16, Db3, De7; 17. Hael, g5 (g6 sýnist réttara) 18. Ddl, Df6; 19. Hle3, Hg8? (.. Kg7 eða g4 var nauð- synlegt) 20. HxB!, gefið. — Bifreiðarnar hafa enn einu sinni sýnt yfirburði sina framyfir hest- ana. Hjá borginni Denver í Col- orado lágu tveir klárar í hlandfor og gátu sig ekki hreyft. Var náfi í vörbila og þeir ]Atnir draga klár- ana upp úr, Frú Elín Thorarensen sextucj. gextíu árannu sólin er sígin til viðar, horfinn er árroði æsku, sá unaðartími, horfið er hádegi lífsins, haustið er komið, — samt áttu æskunnar eldinn og æskunnar þróttinn. Á æfinnar ókyrra sævi oftlega er vandi að stýra yfir brimóðar bárur brothættu fleyi. Þú hefir unnið það afrek, Elín, með prýði; heil ertu komin af hafi, heill er þinn bátur. Á sextánda september-kvöldi við sitjum og gleðjumst inni, við arin þinn hlýja, og árnum þér heilla. Börn þín pg yinir þér hinda blómsvejg úr þökkum, færir þér laufblað eitt fölnað frænka þín Á s t a.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.