Vísir Sunnudagsblað - 05.10.1941, Blaðsíða 1
MMMtt'
1941
Sunnudaginn 5. október
40. blad
Þorsteinn Jósepsson;
H
L/andið var fáigriirt
Ein af fallegustu byggðum
þessa lands er Landsveit i
Rangárvallasýslu. Fjallahr.ing-
urinn, sem umlykur sveitina á
þrjá vegu, er óvenjulega fríður
og heillandi, en tígulegast þess-
ara fjalla er þó Hekla, þar sem
hún gnæfir hátt við himinn,.
prýdd fönnum og jökli allan
ársins hring.
Það er ómögulegt að koma í
Landsveit, án þess að verða
snortinn af fegurð landsins. Það
er líka ýmislegt annað, sem vek-
ur athygli manns, svo sem ó-
venju snyrtileg umgengni heima
við bæina, enda eru byggingar
Landsveitarbúa einar af þeim
fáu byggingum til sveita, úr er-
lendu efni, sem, ekki stinga í stúf
við umh's erfið né særa fegurðar-
tilfinningu manns. Má vera að
þar ráði nokkru um, að heima
við marga bæi er fallegur skrúð-
garður, vaxinn reynivið og birki
og ýmsu fallegu skrúðgresi.
Þetta veldur því, að bygging-
arnar rísa ekki' einstakar og
kaldar upp af jörðunni, heldur
eru þær umluktar lifandi gróðrj,
sem skýla nekt þeirra og binda
þær lífrænum tengslum við
landið og umverfið, sem þær
standa í.
Jaestrisni Landsveitárbúa er
við brugðið, og ræður þar um
íslenzk höfðingslund, sem svo
víða annarsstaðar til sveita, þar
sem hin svokallaða „menning"
hefur ekki náð að uppræta all-t
eðli og allan kjarna íslenzks
lundarfars. Gætir þess mjög,
hvað vegfarendum er sýnd mik-
il gestrisni á Landsveitarbæj-
um, einnig þeim, sem.liggja í
þjóðbraut og þar sem ferða-
mannastraumurinn liggur um
frá vori til hausts.
Einnig í öðru er Landsveitin
menningarhérað. Hún er nógu
af skekkt til þess, að persónuleiki
íbúanna fái að dafna i friði,
fróðleiksþrá þeirra nær að þró-
ogr frítt.;..
..
Uppdráttur af Landsveit.
LySan táknar uppblásna landiS, cn gróSurlandiS er merkt meS smá-
um þverstrikum. T. h., innan breiSu strikanna, er hin nýja girSing
Skógræktarinnar og SandgæSslunnar. Einnig eru merkt meS kross-
um nokkur eySibýli í sveitinni, og er sumra þeirra getiS aftar í þess-
arigrein. Byggö býli eru merkt með punktum.
ast vegna þess að utanaðkom-
andi áhrif trufla ekki störf
þeirra né hugsanagang um of.
I Landsveit hafa fæðst, alizt
upp og búið ýmsir menn, sem
vakið hafa á sér athygli alþjóð-
ar fyrir menningar og mennta-
störf. Og í Landsveit býr kjarn-
mikil bændastétt, bændur, sem
standa á gömlum, merg og sjá
sóma sinn í því, að búa að sínu.
Þeir hafa ekki lent í hópi þeirra
bænda, sem hlaupið hafa af sér
hornin í skuldasöfnun eftir-
stríðsáranna, heldur hafa þeir
spyrnt við fótum, og með þeim
árangri, að Landsveitarbændur
hafa oftast verið skuldlausir
með öllu.
Það er ekki svo að skilja, að
það sé algildur mælikvarði á
bændur og bændamenningu, að
þeir safni ekki skuldum, þvi að
margir afbragðs- og afburða-
menn kunna ekki með fé að
fara. Hitt er óneitanlegt, að eitt
af höfuðeinkennum bændastétt-
ar allra landa, er að búa sem
allra mest að sínum eigin verð-
mætum, kaupa sem minnst að,
og á þann hátt að skapa sem
allra minnsta veltu í viðskipt-
um. Það leiðir því af sjálfu sér
að það eru óeðlilegir búnaðar-
hættir, þar sem safnað er mikl-
um skuldum á eðlilegum tím-
um.
II.
Alveg af sérstökum ástæðum
finnst mönnum undarlegt að
Landsveitin — einmitt hún —
skuli vera ein af skuldminnstu
sveitum i Sunlendingaf jórðungi
og jafnvel þótt víðar væri leitað.
Manni finnst það undarlegt
fyrir þá sök, að siðastliðna hálfa
aðra öld hefur sennilega engin
byggð sveit á íslandi goldið ann-
að eins afhroð og Landsveitin.
Einkum er það sandfok, sem
hefir herjað þessa fögru sveit,
og það svo mjög, að mikið meira
en helmingur hefir lagst í eyði.
Voru þar áður grasflæmi og
skógarlendur, en nú eyðisandar
og blásin hraun. Fyrir einni eða
tveim öldum stigu bláir reykir
þarna upp frá bæjum, þar sem
nú stendur ekki frámar steínn
yfir steini og ekki sér á sting-
andi strá. Svö mikill og misk'-
unnarlaus er máttur eyðilegg-
ingarinnar í Landsveit.
Landsveit öll, neðan
mjóddarinnar milli Rangár og
Þjórsár við Tröllkonuhlaup,
mun vera rösklega 250 ferkm.
að flatarmáli. Af þessu land-
flæmi mun vera um 110 ferkm.
gróins lands eftir, en allt hitt
komið í auðn. Og ef mið-
að er aðeins við efri hluta
Landsveitar, eru fjórir fimmtu
hlutar hennar örfoka eyðihraun.
Landbrot þetta hefir gerzt
smám saman, þó þannig, að ára-
skipti hafa orðið að, og eitt árið
eða árabilið verið miklu hat-
rammara en annað. Það hefir
gerzt með þeim hætti, að norð-
austan næðingar og þurrastorm-
ar hafa náð tökum á gróðrin-
um, rekið smáfleyga inn i gróð-
urtorfurnar — eins og herfor-
ingjar gera i nútíma hernaði —
og þvi stærri sem fleygurinn
varð, þeim mun mikilvirkara
varð sandfokið hverju sinni.
Er svo komið, að fjöldi býla
hafa lagst i eyði siðustu tvær
aldirnar, og enn eru bændur að
flytja alfarnir brott úr Land-
sveit og bæirnir þeirra að leggj-
ast í auðn.
í Jarðabók Árna Magnúss.
(1711) telur hann yfir 50 jarð-
ir, þar með taldar hjáleigur og
önnur kot, sem þá eru annað-
hvort í byggð eða nýkomnar i
eyði. Nú eru jarðir i Landsveit
30 talsins, og hefir sandfok-