Vísir Sunnudagsblað - 05.10.1941, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 05.10.1941, Blaðsíða 4
4 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ !7' íbúSarhús og skrúögaröur í Skarfanesi. Þrátt fyrir góöar byggingar og snyrtilega umgengni í hvívetna, fallega útsýn og fallegan skrú’ö- garö, er jöröin nú lögst í eyöi. — því ekki að furða, þótt á hann gengi. í Merkurskógi er um miðja síðustu öld talað um svo há- vaxinn skóg að skógarhöggs- nienn Iiafi ekki séð tþ fjalla inn- an úr miðjum skóginum. Nú sér þar ekki á stingandi strá og þvi síður á lyng eða kjarr. Sama gegnir um annað skóglendi, sem sögur geta um í Landsveit, að undanteknu skóglendinu í Lambhaga. Það er sagl, að þegar Magnús Jónsson kom að Skarfanesi fyrir rúmri öld, hafi ekki verið til efni í haukstappa í Lambhaga- skógi. Þó er þess getið, að ein- liverju sinni hafi Sigriður hús- freyja í Skarfanesi verið stödd á Keldum á messudegi, senni- lega til að færa Guðmundi bónda leigurnar, en hann átti Skarfaneeið. Var þar eitthvað manna samanlcomið og heyrir Sigríður þá, að einn sveitungi hennar hefur máls á þvi við Guðmund, að Skarfanésið sé illa setið og einkum gangi á skóginn, sem eyddur sé mjög um of. Vindur Sigríður sér þá að manni þessum, er ekki vissi af henni svo nálægri, og segir: „Það er nógur skógur i Skarfanesi til þess að hýða með rógbera.“ Frá Skarfanesi er ein hin feg- ursta útsýn, sem gefur að líta úr Landsveit, landkostir eru þar miklir, einkum til beitar, skóg- lendi er í hraðfara vexti og i alla staði hið fríðasta. Bæjarhús er úr timbri, en járnklætt; pen- ingshús og hlöður allar uppi- standandi og í ágætu Iagi, og< fyrir framan íbúðarhúsið er stór og fallegur skrúðgarður með heinvöxnum trjám og fallegum skrúðplöntum. En til hvers er þetta allt? Bóndinn varð að hætta búskap sakir elli og af því að eigi var liægt að fá verkafólk. Aðrir hafa ekki viljað setjast þar að, sakir þess hve afskekkt jörðin er orð- in við það, að næstu bæir hafa allir farið í eyði. V. Það er ekki nokkrum vafa undirorpið, að þrátt fyrir hin hræðilegu eldsumbrot Heldu og allar þær hörmulegu afleiðingar þeirra, ,eru það þó ekki þau, sem rekið liefir fólkið á flótta úr Landsveit. Ábúendur jarð- anna liafa yfirleitt ekki hreyft sig af þeim fyr en þær voru komnar í örtröð og eyðilegg- ingin -virtist yfirvofandi og ó- lijákvæmileg. Sú eyðilegging stafaði af sandfoki, en ekki Heklugosum, því jiótt Hekla gerði Landsveitungum allskon- ar skráveifur og veitti þeim þungar húsifjar með ösku- og vikurfalli, uppdráttarsýki i fé, vegna eitraðrar fæðu og jafn- vel fjárfellis, gleymdust þær raunir jafnskjótt og þær voru liðnar hjá. Sandhlæstrinum var ekki unnt að gleyma, jivi eyði- legging hans fór vaxandi með hverjum norðanstormi sem gerði, og hið uppblásna land sfækjcaði með hverju ári sem leið, lifsskilyrði minnkuðu, þar var engin miskunn sýnd og jarð- irnar lögðust ein á eftir annarri í auðn. En nú er ef til vill að hef jast þáttaskipti í sögu jiessarar eyðj leggingar. Átök mannlegs vits og maunlegra athafna hafa ris- ið gegn evðingarstarfi náttúru- aflanna og liafið ræktun á bví landi. sem norðanstormur- inn og kuldagjóstan hefir á um- liðnum árum og öldum Iagl í auðn. Eviólfur bóndi Guðmundsspn i Hvamnii á Landi, sem lézl rúmleea áttræður s. I. vetur. var einn hinna fvrstu manna til bess að snorna við eyðingu af völd um sandfoks. Honum hafði á- unnizt töluvert með hvi að hlaða driótcarða í sandcárum og stinea niður moldarhörð. Eri einkunt unnu menn bucá sand- fokinu með starfi Gunnlaucs Kristnumdssonar nndanfarna hriá áraliuíi. Hefir Gunnlaugur komið unn nokknrum stórum sandcræðslu girðingnm mn miðbilc Landsveitar til he«s að stöðva frekara fok oo skemmd ír. Áraneur af starfi hans har i sveit er frábær oe eru allir á einú máfi bar um. En efst i sveitinni voru stærstu evðiflákarnir enn ófriðaðir ogjandornnir bangað til nú í haust, að hafizt var handa að girða og friða um 4000 hektara lands eða um 1/6 allrar sveitarinnar. Fyrir alhnörgum árum keypti Sandgræðsla ríkisins eyðijörð- ina Mörk og hálft Eskiholtið, sem einnig var komið í auðn. Umhverfis þetta land var svo girt fjárheldgirðing og sáð í það, eða nolckurn hluta jjess, mel- grasi. ITefir jietta land æ siðan verið algerlega varið gegn á- gangi búfjár og hefir brugðið svo við, að nú er það orðið að nytjalandi. En við þetta hefir ekki verið látið sitja, jiví nú liafa Sand- græðslan og Slcógræktin sam- eiginlega lagt hönd á plóginn, til að friða og græða upp að nýju milcinn hluta jjess lands, sem lagst hefir í auðn í Landsveit. Hefir Sandgræðslan keypt land- eignir Ósgrafar og Skógarkots, en Skógrælctin Skarfanesið, og hafa i haust girl sameiginlega girðingu utan um meginhluta jressa mikla landsvæðis, sem' mun nema allt að 4000 hekt- urum að stærð. Er þetta með stærri verlcefnum, sem |iess- ar stofnanir liafá ráðist í, og mun það mest að þaklca ötulli förustu og athafnavilja tveggja jieirra manna, sem stjórna þeim. Það eru jieir Gunnlaugur Kristmundsson, forstjóri Sandgræðslunnar, og Ilálcon Bjarnason, skógræktar- stjóri. Girt er ofan við og áfast við gömlu Merlcurgirðinguna, þann- ig að hún fellur inn i þessa nýju girðingu. Ur henni er svo girf beggja megin, að sunnan upp í Þjófafoss í Þjórsá; en að norð- an um Skarfanes út í Þjórsá, beint norður af Skarfanesi. Inn- an girðingarinnar mun rúmlega y10 hluti Iandsins vera gróið, aðallega i Skarfanes- og Ósgraf- arlöndum, en auk þess eru smá gróðurblettir upp með Þjórsá, og eru sumir þeirra vaxnir lágu kjarri. Állt annað er uppblásið hraun, * orpið djúpum vikur- sandi. Þar er enginn teljandi gróður, aðeins örlítið af klóelft- ingu, skriðlinggresi og sand- vingli, sem er aðalplantan. En allt vex jietta strjált, eitt og eitt strá á stangli og til að sjá er j>etla ein svört og endalaus sandauðn. Við vitum ekki hvað komandi tímar færa okkur i slcaut, hvað þeir valda okkur miklu erfiði og amstri i lífsbaráttunni, né heldur hvað þeir gefa okkur mikla heill og giftu. En þrátt fyrir alla óvissu, liöfum, við samt ástæðu til að ætla og vona, að jietta land, sem nú er svartur sandur og uppblásið hraun, eigi innan slcamms eftir að gróa upp að nýju og verða frjótt og fag- urt graslendi, með skógarlund- um inn á milli. í framtiðar- draumum okkar sjáum við hilla undir fögur hændabýli I efsta hlula Landsveitar, við sjáum reykina slíga hátt til lofts, bænd- urna lcoma snöggklædda út á hlaðvarpann og gá til veðurs. Við sjáum grösug tún og fall- ega trjálundi fyrir framan bæj- arhúsin, eins og við sjáum all- staðar í Landsveit, og við sjáum að yfir Jjessu landi hvílir gifta fórnfúss starfs og heill dáðmik- illa brautryðjenda, sem elcki liafa látið skammsýni múg- mennslcunnar villa sér sýn, held- ur hafa horft framsýnir á verð- andi möguleilca, og vitað, að þeim mun fyr, sem að nýgræð- ingnum var hlúð, Jiví fyr bar hann ávexfi, eklci aðeins Land- sveit, hcldur og allri þjóðinni til lieilla. óg j)á ósk munum vér Islendingar allir eiga heitasta, að orð Árna Magnússonar meg'i ósannast, j>au er hann sagði um eitt eyðihýli Landsveitar: „Kann aldrei aftur byggjast, j>ví tóftir, tún og landið, sem grasi- vaxið var j>ar nálægt, er lcafið sandi.“ VI. Þegar við Iítum yfir sögu lið- Húrf'etl j Þjórsártíal. Það blasir við af Landsyeitinni ofanverðri og rr J>a8an að sjá, næst Hekjy, fjalla fegurst. )

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.